Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 16
Penny Simkin er sjúkraþjálfari að mennt og hefur sérhæft sig í fæðingartengdum málefnum frá árinu 1968. Hún hefur undir- búið meira en 13.000 konur, pör og systkini fyrir fæðingu. Hún hefur hjálpað hundruðum kvenna og para í fæðingarferlinu í gegnum starf sitt sem doula. Hún er ein eða með öðrum höfundur margra bóka sem tengjast meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Þeirra á meðal eru The Labor Progress Handbook; Pregnancy, Childbirth, and the Newborn: The Complete Guide; When Survivors Give Birth: Understanding and Heal- ing the Effects of Early Sexual Abuse on Childbearing Women og The Birth Partner: A Comp- lete Guide to Childbirth for Dads, Doulas, and All Other Labor Companions. Hún stofnaði með öðrum DONA International (áður Bandarísku doulu-samtökin) og PATTCh, samtök sem stefna að því að koma í veg fyrir eða vinna með erfiða fæðingar- reynslu. Hún starfar við Bastyr- háskólann í Washington í Bandaríkjunum við miðstöð, sem heitir eftir henni. Hún ferðast um allan heim til að flytja erindi á ráðstefnum og halda vinnusmiðjur. HVER ER PENNY SIMKIN? Penny Simkin starfar við Bastyr-háskólann í Washington í Bandaríkjunum. Hefur hjálpað þúsundum 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2015 Fjölskyldan Nú þegar landið er loks að koma undan vetri er kjörið fyrir fjöl-skylduna að sameinast í útiveru um helgina. Það má vinna í garð- inum og fara í göngu- eða hjólatúra. Það er bara samveran og úti- loftið sem gildir. Göngutúr og garðvinna Penny Simkin verður meðheilsdagsvinnusmiðju næst-komandi þriðjudag undir titlinum „When Survivors Give Birth“. Penny fjallar um reynslu kvenna í fæðingu sem þolað hafa kynferðisofbeldi og leiðir til að styðja þær í gegnum meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Soffía Bæringsdóttir stendur fyrir komu Simkin til landsins en vinnusmiðjan verður í fjölskyldu- miðstöðinni Lygnu, Síðumúla 10, þriðjudaginn 21. apríl næstkom- andi. Meðal þess sem farið er yfir á námskeiðinu er hverjar afleiðingar þess að hafa orðið fyrir kynferðis- ofbeldi í æsku eru þegar kona er barnshafandi, hvernig ofbeldis- reynsla fylgir barnshafandi konu á meðgöngu, í fæðingu og í sæng- urlegu og á hvaða hátt sé hægt að vinna að góðu sambandi fagfólks og konu. Simkin kennir leiðir til að takast á við aðstæður þar sem kona segir frá ofbeldisupplifun sinni og segir frá hverjar séu al- gengar leiðir konu til að takast á við streitu og fer yfir samtals- tækni og reynslusögur. „Ég hef fylgst lengi með Penny og kynntist henni fyrst í gegnum það að hún er frumkvöðull í doulu- starfinu í Bandaríkjunum,“ segir Soffía sem er sjálf doula, sem á ís- lensku mætti þýða sem yfirsetu- kona Mikilvægi fæðingar- minningarinnar „Hún er mjög afkastamikil og virt í Bandaríkjunum og vinnur þar innan háskóla,“ segir hún og líkir henni við samferðakonur hennar, baráttukonurnar Sheilu Kitzinger, sem er nýlátin, og Inu May Gask- in. Simkin á verðugan sess í hópi þessara frumkvöðla þó að hún þyki ekki eins róttæk, segir Soffía. „Penny og Sheila hafa mikið tal- að um mikilvægi fæðingarminning- arinnar. Penny hefur verið að rannsaka hvaða áhrif fæðingar- minningin hefur á konur,“ segir Soffía en niðurstaðan er sú að hún hefur umtalsverð áhrif. Slæm reynsla lifir með konunni í ára- tugi. „Á sama hátt getur góð fæð- ingarupplifun verið valdeflandi og upplífgandi. Þegar maður er með konur sem hafa upplifað kyn- ferðisofbeldi, ekki síst í æsku, get- ur góð fæðingarreynsla verið sér- staklega eflandi. Oft hafa þessar konur skömm og ógeð á líkama sínum. Allt í einu fær hann þarna góða virkni, sem er mjög eflandi,“ segir hún. Mikilvægt að vera við stjórn Simkin kynnir í vinnusmiðjunni leiðir og aðferðir sem hægt er að beita í þessum aðstæðum. „Hún er búin að kafa djúpt ofan í þetta, skoða hvernig konurnar bregðast við á meðgöngu og í barneignar- ferlinu öllu. Líka hvernig þær bregðast við í fæðingunni og hverjir séu viðkvæmu punktarnir. Eitt af því sem skiptir miklu máli fyrir flestar konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi er að hafa vald yfir líkama sínum. Það að líða eins og maður sé við stjórnvölinn er oft stærsta atriðið,“ segir Soffía og bætir við að spítalaumhverfið bjóði ekki alltaf upp á þetta. Simkin bendir á að til dæmis eigi að forðast óþarfa legganga- skoðanir hjá þessum hópi. Öll snerting frá heilbrigðisstarfsfólki, sem geti flokkast sem yfirvald, geti haft neikvæð áhrif. Simkin trúir á mátt orðanna. „Síðast þegar ég hitti hana ræddi hún um áhrif þess að ræða fæð- inguna frekar sem „útrás“ heldur en „innrás“. Það hafi oft breytt öllu að minna konurnar á að barn- ið væri á leiðinni út. Ofbeldið sem þær urðu fyrir er svo mikil innrás en barnið er útrás. Þarna notar hún eitt orð í fæðingu sem einfald- ar hana.“ Soffía segir að vinnusmiðjan sé hugsuð fyrir fólk sem vinni með konum í barneignarferlinu öllu. „Á meðgöngu, fæðingu og sængur- legu. Þetta eru hjúkrunarfræð- ingar, ljósmæður, læknar, doulur, jógakennarar og allir sem koma að konu á þessum tíma,“ segir hún. Þekkingu vantar á málefninu Hefur skort þekkingu á þessu málefni á Íslandi? „Já, en það hefur verið rosaleg vakning. Til dæmis var nýlega sett inn í mæðraverndina að það eigi að spyrja allar konur um hvort þær hafi orðið fyrir ofbeldi á lífs- leiðinni, sem er stórt skref,“ segir hún en útskýrir að það vanti eitt- hvað upp á tenginguna alla leið. „Hvernig er unnið með þetta í framhaldinu og með hvaða hætti er því skilað af sér í fæðinguna?“ Simkin talar um að allt að ein af hverjum þremur hafi orðið fyrir ofbeldi og margar hafi ekki sagt frá ofbeldinu. Því sé ljóst að margar konur sem hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi komi í mæðra- vernd og því þurfi ljósmæður og aðrir að vera vakandi fyrir þessum möguleika. Soffía segir að stundum séu lík- amlegu viðbrögðin þau að bæla upplifunina eða segja að ofbeldið hafi ekki haft nein áhrif. Eitt ein- kenni er að þessi hópur efist og spyrji mikið og eigi erfitt með að treysta fagfólkinu og séu konurnar því oft flokkaðar sem „erfiðar“. Þetta eigi þó auðvitað ekki við all- ar konur sem hafa verið misnot- aðar. Simkin leggur áherslu á að forð- ast þessa flokkun og hefur eft- irfarandi orð að leiðarljósi: „Hún hefur góða ástæðu fyrir að líða svona, haga sér svona, tala svona, trúa þessum hlutum og ég er kannski skotmarkið en ég er ekki ástæðan.“ Nánari upplýsingar um vinnu- smiðjuna má finna á hondihond.is. SÉRSTAKA AÐGÁT ÞARF Í UMÖNNUN BARNSHAFANDI KVENNA SEM HAFA ORÐIÐ FYRIR KYNFERÐISOFBELDI Í ÆSKU Góð fæðing valdeflandi Meðal þess sem farið er yfir á námskeiðinu er á hvaða hátt sé hægt að vinna að góðu sambandi fagfólks og konu. Simkin kennir leiðir til að takast á við aðstæður þar sem kona segir frá ofbeldisupplifun sinni. Getty Images/iStockphoto PENNY SIMKIN ER Á LEIÐ TIL LANDSINS OG VERÐUR MEÐ HEILSDAGSVINNUSMIÐJU Í LYGNU Í NÆSTU VIKU. HÚN FJALLAR UM FÆÐINGARREYNSLU KVENNA SEM URÐU FYR- IR KYNFERÐISOFBELDI Í ÆSKU OG LEIÐIR FYRIR FAGFÓLK TIL AÐ STYÐJA ÞÆR Í GEGNUM MEÐGÖNGU, FÆÐINGU OG SÆNGURLEGU. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Soffía Bæringsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.