Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 33
Drottning hollustunnar, Solla á Gló, tók upp á því fyrir stuttu að útbúa sérstakan barnamatseðil og hægt er að kynna sér hann á Gló í Kópavogi en maturinn á seðl- inum er ókeypis fyrir börn undir 12 ára aldri fyrstu mánuðina, ef borðað er á staðnum. „Mér hefur alltaf verið umhugað um mataræði barna og áttaði mig fljótlega á því sem móðir að það þarf að byrja snemma að gefa þeim hollan og góðan mat. Bæði heils- unnar vegna og líka að þroska bragðlaukana,“ segir Solla. „Þegar við opnuðum Gló á sínum tíma fórum við fljótlega að plana barnamatseðil en svo fjölgaði stöð- unum og það varð meira að gera. Við sögðum við fólk sem kom með börn að það væri hægt að fá rétti dags- ins og salöt á lítinn disk fyrir börnin en vor- um ekki með sérstakan matseðil.“ Þegar veitingastaðurinn Gló var opnaður í Kópavogi í byrjun árs segir Solla að rétti tíminn hafi runnið upp. Solla telur að úrvalið á barnamatseðlum mætti víða vera betra. „Mér finnst vanta upp á að barnamatseðlarnir séu í takt við tímann bæði hvað fjölbreytni og hollustu varðar. Ég hef lent í vandræðum þegar ég hef farið með barnabarnið mitt út að borða,“ segir Solla sem trúir því að með því að vekja athygli á þessu taki margir veit- ingastaðir við sér og uppfæri barnamatseðlana sína. „Það jákvæða er að kunnáttan er fyrir hendi og úrvalið af hráefni alltaf að verða skemmtilegra.“ Lífræn pizza með lífrænni tómatsósu og osti að eigin vali (venjulegur eða vegan) Heilkorna tortilla með baunum, salatblaði, grænmeti, avókadó og sýrðum rjóma eða kasjúrjóma Grænmetisbuff með brokkolí, agúrku og papriku Lífrænt spelt spaghetti og bolognese úr lífrænum linsum, með tómatsósu Matseðill Sjálf lent í vandræðum á veitingastöðum 19.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Grænmetis lasagna með hvítlauksbrauði Grænmetis bolognese með penne eða spaghetti Ofnbakaður kryddfiskur með gúrkustilkum, kartöflutvennu og jógúrthvítlaukssósu Ofnbakaðir kjúklingaleggir með gúrku- stilkum, kartöflutvennu og jógúrthvítlaukssósu Matseðill Matreiðslumaðurinn Óskar Wender, betur þekktur sem Mikki, starfaði sem kokkur á leikskólanum Garðaborg í Fossvoginum en hefur nú fært sig um set á heilsustaðinn Fresco, Suðurlandsbraut. Mikki hefur getið sér einstaklega gott orð frá Garðaborg og börnin þar ánægð með matinn. „Matseðilinn sem ég bjó til hér byggi ég á reynslu minni við eldamennskuna á Garða- borg og börnin borðuðu alltaf vel.“ Hann segist ekki geta sagt að barnamat- seðlar á veitingastöðum séu yfir höfuð fjöl- breyttir eða hollir. „Það mætti leggja smá hugsun í barnamatseðla varðandi næringu og fjölbreytni, því oft eru það börnin sem ráða hvert er farið út að borða.“ Mætti leggja meiri hugsun í barnamatseðla Kíktu við og njó ttu þess að skoða úrvalið h já okkur Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Tonon Concept stóll Hönnuður Martin Ballendat Verð með viðarfótum kr. 79.900 stk. Fást einnig með stálfótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.