Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 13
19.4. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
öll fyrirtæki í dag í efnismark-
aðssetningu að einhverju leyti.
Það að gefa út bækling eða setja
gagnlegt efni á vefsíðuna, nota
samfélagsmiðla, tölvupóstsmark-
aðssetningu, vídeó eða blogg sé
dæmi um efnismarkaðssetningu.
Þetta eru líka markaðstól sem
einstaklingar eru að nota, sér í
lagi samfélagsmiðlana, tölupósta,
vídeó og blogg. Geta einstaklingar
notað klæki markaðsfræðinnar í
sínu persónulega lífi sem og í at-
vinnulífinu? „Já, algjörlega. Við
getum öll nýtt markaðsfræðina,
t.d. til að ná í betri störf. Perso-
nal branding eða uppbygging eig-
in ímyndar er mjög vaxandi
grein, ef við getum notað það
orð, en í því felst að hafa áhrif á
það hvernig fólk upplifir mann
sem manneskju. Í nútímaumhverfi
spilar þar inn í hvað fólk finnur
um okkur á netinu og fleira.
Þetta eru allt hlutir sem við get-
um markvisst tekið í okkar hend-
ur til að láta það vinna fyrir
okkur og hjálpa okkur þar með
að ná í draumastarfið, nú eða
bara draumamakann – svei mér
þá.“
Þetta er gott að hafa í huga í
tjáskiptum okkar á samfélags-
miðlum.
„Þetta er allt á áætlun og gengur
vel. Nú erum við komnir yfir þann
hjalla sem ætla mátti að yrði erfið-
astur,“ segir Óskar Sigvaldason,
framkvæmdastjóri Borgarverks.
Starfsmenn fyrirtækisins vinna
þessa dagana við endurgerð
Tryggvagötu á Selfossi. Hafist var
handa um framkvæmdir um í febr-
úar og þeim á að ljúka í september
næstkomandi.
Skipt er um jarðveg og lagnir, út-
búnar nýjar stéttir og stæði við of-
anverða Tryggvagötu sem liggur
þvert í gegnum bæinn, frá norðri til
suðurs. Vegna þessa var Austurvegi,
það er Hringveginum í gegnum bæ-
inn, lokað í sex vikur og umferð
beint um aðrar götur tímabundið.
Það var á síðasta ári sem Borg-
arverk, sem hefur höfuðstöðvar í
Borgarnesi, nam land á Suðurlandi
mað kaupum á jarðvinnudeild Rækt-
unarsambands Flóa og Skeiða á Sel-
fossi. Á vegum Borgarverks er unnið
að ýmsum verkefnum um þessar
mundir. Háönnin er sumartíminn,
en fyrirtækið gerir út þrjá vinnu-
flokka og sér sá mannskapur um að
leggja klæðingar á veg um allt land.
SELFOSS
Borgarverksmenn við Tryggvagötuna. Óskar Sigvaldason annar frá hægri.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Komnir yfir hjallann
vegna hann sé kominn á upphafsreit
á ný með gömlu félögunum.
Platan Klappa ketti kemur út um
helgina. Útgáfutónleikar verða 30.
apríl á Kaffi Rauðku á Siglufirði og
2. maí á Græna hattinum á Akureyri.
Forsala miða hefst um helgina og
platan fæst með fyrir slikk. Verður
svo ekki seld fyrr en síðar. „Ef hún
verður þá einhvern tíma seld.“
Spurðir um tónlistina stendur
ekki á svari: „Hún er alltaf jafn lé-
leg! Þetta er eins og þegar við vorum
að byrja,“ segir Summi, Sumarliði
„Ég er nokkuð viss um að þetta er
Íslandsmet. Landsbyggðarhljóm-
sveit sem hefur gefið út sjö plötur.
Viti einhver betur má hann endilega
láta okkur vita“
Grallararnir, Hvanndalsbræður á
Akureyri, eru komnir í hring. Þrír
stofnuðu hljómsveitina fyrir mörg-
um árum; Summi, Rögnvaldur gáf-
aði og Valur Freyr. Hópurinn
stækkaði þegar á leið, Röggi sagði
svo skilið við bandið og síðar Valur.
„Svo fékk ég bara nóg af hinum,“
segir Summi kíminn, spurður hvers
Helgason. „Upptakan er vandaðri og
hljóðblöndunin betri en tónlistin jafn
illa ígrunduð og áður, skulum við
segja,“ botnar Rögnvaldur Rögn-
valdsson. „Við erum komnir í aðeins
meiri vitleysu aftur og meira pönk,“
bætir Valur Freyr Halldórsson við.
Stórsöngvarinn og rokkarinn
Magni Ásgeirsson er gestur á
plötunni; leikur á rafmagnsgítar.
„Magni fékk ekki að syngja af því að
okkur finnst hann ekkert spes!“ seg-
ir Valur. „Eða af því að við komum
ekki nógu vel út í samanburði …“
AKUREYRI
„Tónlistin alltaf jafn léleg!“
Klappa hundi! Hvanndalsbræður með Perlu, tík Vals og fjölskyldu. Frá vinstri Summi, Rögnvaldur gáfaði og Valur Freyr.
Morgunblaðið/Skapti
Þóranna, sem gjarnan kynnir sig
sem markaðsnörd vegna áhuga
síns, segir fimm lykilatriði grunn-
inn í markaðsmaskínu hvers fyrir-
tækis, einhvers konar leiðarstikur
í frumskógi markaðsfræðanna.
Stika 1 Þú verður að þekkja
markhópinn þinn, fólkið sem þú
ætlar að selja. Hér skiptir máli að
finna rétta fólkið og eyða ekki
púðri í fólk sem ekki hefur áhuga.
Það er næsta ómögulegt að ná til
fólks ef þú þekkir það ekki og skil-
ur.
Stika 2 Þú verður að þekkja
samkeppnina, því ef þú þekkir
hana ekki getur þú ekki aðgreint
þig frá henni. Ef þú ert alveg eins
af hverju á fólk þá að skipta við
þig?
Stika 3 Þetta er grundvallar-
atriðið og snýst um að byggja upp
ímyndina þína eða það sem kallað
er brand. Skilgreiningin á því er
allt það sem kemur upp í hugann
á fólki og þær tilfinningar sem
vakna við að sjá það. Þetta skiptir
öllu máli því að fólk kaupir eftir
tilfinningu.
Stika 4 Þú verður að velja réttu
markaðstólin, -tækin og -aðgerð-
irnar fyrir þig og láta þær spila
saman á sem áhrifamestan hátt.
Þetta er svona eins og að setja
saman hljómsveit og æfa hana upp
þannig að hún spili sem best sam-
an og skili sem mestum árangri.
Stika 5 Þú verður að fram-
kvæma. Það er ekki nóg að vita
hvað maður ætlar að gera, hver
markhópurinn er, þekkja sam-
keppnina, vita hvaða ímynd þú vilt
byggja og vera búin að velja hent-
ugustu markaðsaðgerðir, þú
verður að gera hlutina og sinna
þeim jafnt og þétt. Enga flug-
eldasýningu, bara smám saman.
mam.is
FIMM LYKILATRIÐI
Leiðarstikur í frumskógi
markaðsfræðanna
Íslenskir sagnaþulir taka virkan þátt í norrænu sam-
starfi. Árlega er haldið fimm daga norrænt sagnaþing
með námskeiðum, sögustundum og samveru. Þingið
verður á Íslandi í sumar, 19. til 24. júlí í Grundarfirði.
Segja sögur í Grundarfirði
Tilboð verða opnuð eftir helgi í endurbætur á flugbraut-
inni á Gjögri í sumar. Meðal annars á að fjarlægja núver-
andi slitlag, leggja burðarlag og tvöfalda klæðningu á flug-
braut, akbraut og snúningsplani við enda flugbrautar.
Endurbætur á Gjögri
www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olísog er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.
Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins
Öflug fjáröflun
fyrir hópinn
Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi
í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða.