Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Blaðsíða 36
Græjur
og tækni
Eplaúr í aðsigi
*Apple-vinir bíða spenntir eftir því að Eplaúr-ið komi á markað, en sala á því hefst næst-komandi laugardag. Ekki er þó bara aðApple-úrið komi á markað í þremur útgáfum,úr, sportúr og sérútgáfa, heldur birtist líkafjöldi forrita í App Store – þúsundir forritaað því Apple-bændur segja. Forritin eru ætl-
uð fyrir iPhone-síma og auka notagildi úrsins
á ýmsa vegu.
Svonefnd tölvukennsla í grunnskólum hef-ur jafnan snúist um það að kenna á for-rit en ekki að kenna á tölvur. Þannig
hafa börn lært á forrit eins og Word og Ex-
cel og fleiri Microsoft-forrit og stundum er
þeim líka kennt að búa til vefsíður eða jafn-
vel að leita á vefnum. Ekki er í vændum
breyting á þessu eða í það minnsta ekki sam-
kvæmt nýrri aðalnámskrá grunnskóla þar
sem frekar er dregið úr kröfum um staðgóða
tölvuþekkingu en
þess meiri áhersla
lögð á að nem-
endur kunni að
nota forrit.
Þetta gefur eðli-
lega svigrúm fyrir
einkaaðila sem
hafa ýmsir hrint
úr vör forrit-
unarnámi fyrir
börn og unglinga, en svo má líka koma ung-
lingnum af stað með því að gefa honum það
sem þarf til að setja saman eigin tölvu og
jafnvel að setja hana upp líka, sýsla með
stýrikerfi og tilheyrandi – til að mynda Rasp-
berry Pi.
Raspberry Pi er beinlínis ætluð til að
kenna ungmennum að fást við tölvur, að setja
þær saman að nokkru leyti og síðan setja
þær upp og sýsla með þær. Að tölvunni
stendur sérstök stofnun sem heitir einfald-
lega Raspberry Pi-stofnunin, en stofnendur
hennar höfðu beinlínis áhyggjur af því hve
nemendum sem hófu framhaldsnám í tölvu-
fræðum fór aftur í tölvuþekkingu með hverju
árinu - í stað þess að hafa stundað tölvugrúsk
og tilraunastarfsemi kunnu þeir lítið annað
en nota algengasta hugbúnað og kannski
smá-vefforritun.
Raspberry Pi-stofnunin varð til árið 2006
og einsetti sér að framleiða svo ódýra og
netta tölvu að nánast hver sem er hefði efni á
að kaupa sér slíka og eins að nánast hver
sem er gæti komist upp á lagið með grunn-
forritun og kerfisstjórn með smá-fyrirhöfn.
Fyrsta vélin, Raspberry Pi Model B, kom
á markað þremur árum síðar og sló rækilega
í gegn; á tveimur árum seldust af henni ríf-
lega tvær milljónir tölva.
Ný útgáfa tölvunnar er nánast eins og sú
gamla fljótt á litið, enda var mikil áhersla
lögð á að breytingarnar væru sem minnstar
til að tryggja að menn gætu notað jaðartæki
og viðbætur án þess að þurfa að leggjast í
að kaupa pakka með öllu sem þarf til að
komast í gang, þar með talið plastbox fyrir
vélina, þó hún þurfi í sjálfu sér ekki að vera í
neinu boxi. Svo er líka hægt að kaupa alls-
kyns box á netinu, sum ofurglæsileg, önnur
undirfurðuleg, eða smíða það bara sjálfur, til
að mynda úr Lego-kubbum - það þarf ekki
að vera flókið, eiginlega bara að vera
skemmtilegt.
Þegar spurt er hvað hægt sé að gera á vél-
inni, er ekki nóg pláss á einni síðu til að
rekja það upp. Vinsælt er að nota vélina sem
hjartað í vídeókerfi heimilisins, til að streyma
myndum og tónlist yfir net eða af diskum og
til að breyta sjonvarpinu í snjallsjónvarp, en
líka hafa menn sett saman Raspberry Pi-
þjóna sem streyma efni frá Android-farsíma
eða -spjaldtölvu í sjónvarp, nú eða nýtast
sem Apple AirPlay-móttakarar.
Eitt það geggjaðasta sem ég hef séð er
Panflute Hero, sem var tölvuleikur áþekkur
Guitar Hero en í stað gítarsins komu pan-
flautur og tónlistin eftir því. Það sannar það
að eina takmörkunin er hugmyndaflugið.
LIPURT LÆRDÓMSLEIKFANG
TÖLVUKENNSLA Í SKÓLUM ER EIGINLEGA BARA KENNSLA Á FORRIT. ÞAÐ ER ÞÓ HÆGT AÐ LÆRA UTAN SKÓLANS, TIL AÐ MYNDA
MEÐ ÞVÍ AÐ NÆLA SÉR Í SMÁTÖLVU EINS OG RASPBERRY PI 2, SETJA HANA SAMAN SJÁLFUR OG BYRJA AÐ FIKTA. SVO MÁ GERA
SITTHVAÐ SKEMMTILEGT MEÐ APPARATINU – EINA TAKMÖRKUNIN ER ÍMYNDUNARAFLIÐ.
Eins og sjá má er Rasp-
berry Pi 2 örlítil: 85,6 x 56
x 21 mm að stærð og ekki nema
45 g að þynd.
* Eins og getið er þá er Raspberry Piupphaflega hugsuð sem lærdómsleikang, þ.e.
tölva sem er nógu góð til að menn geti sett
saman skemmtileg og gagnleg apparöt, en þó
ekki svo öflug að hún geti leyst borðtölvu af
hólmi. Nýja vélin er aftur á móti það öflug að
hún getur gert flest það sem fólk yfirleitt ger-
ir á borðtölvum almennt, en er vissulega
heldur lengur að því.
* Ég keypti Raspberry Pi 2-pakka í Mið-bæjarradíói í Bríetartúni, en þar fæst Rasp-
berry Pi 2 með glæru, svörtu eða hvítu boxi,
8 GB NOOBS-minniskort, aflgjafa og
HDMI kapli á 16.850. Þegar búið er að
setja vélina saman, tengja straum, net,
lyklaborð og skjá ræsir maður vélina upp
af minniskortinu og getur þá valið stýri-
kerfi. Raspbian fylgir með á kortinu en
ef vill sækir vélin önnur stýrikerfi.
* Minniskortið sem fylgir er 8 GB enhægt er að nota stærri kort í vélina ef vill og
líka hægt að tengja hana við ytri gagna-
geymslu, til að mynda utanáliggjandi harðan
disk, en gætið að því að það er ekki nógur
straumur til að keyra upp utanáliggjandi harð-
an disk í gegnum USB-tengingu tölvunnar.
Græjan
ÁRNI
MATTHÍASSON
Með í pakkanum
hjá Miðbæjarradíói er
svart, hvítt eða glært plast-
box utan um tölvuna.
meiriháttar endursmíði -eða -forritun. Á
vélinni eru fjögur USB-tengi, HDMI-tengi,
hljóðúttak og composite vídeótengi, Ether-
nettengi, myndavélatengi (CSI) og skjátengi
(DSI). Það er líka rauf fyrir Micro SD-
minniskort, sem er þá fyrir stýrikerfi og til-
heyrandi. Grafíkörgjörvinn er VideoCore IV.
Fyrsta Raspberry Pi-vélin var með
ARMv11-örgjörva og 128 MB vinnsluminni
og vinnslugetan samsvaraði 300 MHz Penti-
um II tölvu. Nýja vélin, Raspberry Pi 2, er
með 90 MHz fjögurra kjarna ARM Cortex-
A7 með GB af minni. Hraðaaukningin ætti að
vera 50-60% í venjulegri vinnslu en ef við-
komandi forrit styður fjölkjarnavinnslu er
hún að minnsta kosti tvöfalt til þrefalt hrað-
virkari.
Hægt er að
keyra öll Linux-
afbrigði sem keyra á
ARM-örgjörvum og þar á
meðal ýmis sem sérsniðin hafa verið fyrir
tölvuna, til að mynda Raspbian, sem er sér-
sniðin útgáfa af Debian Linux, Arch Linux
ARM, OpenELEC, sem hentar einkar vel til
að breyta tölvunni í sjónvarpsmiðstöð heim-
ilisins, Pidora, sem er Fedora-afbrigði,
Raspbmc, Minepeon, Kali Linux, OpenWrt
for Raspberry Pi, Raspberry Digital Signage,
sem er annað Debian-afbrigði, og RISC OS
Pi. Þá er ekki allt upp talið, menn eru sífellt
að þróa og prófa ný afbrigði stýrikerfa fyrir
vélina, til að mynda Razdroid, sem er sér-
sniðin útgáfa af Android Gingerbread (2.3).
Eins og fram kemur hér fyrir ofan er hægt
Talsvert hefur verið látið með að hægt sé að
keyra Windows 10 á Raspbery pi 2-tölvunni,
enda stendur örgjörvinn undir því. Þannig
mærði sölumaður hana líka í mín eyru í síðustu
viku og víst er það rétt að vissu leyti. Micro-
soft býður mönnum meira að segja ókeypis
eintak af stýrikerfinu fyrir Raspberry Pi ef þeir
skrá sig í þróunarhóp, en málið er bara að
þetta er ekki hið eiginlega Windows 10 heldur
svonefnd RT-útgáfa sem sérsniðin er fyrir 32
bita ARM-örgjörva og þá fyrir allskyns smá-
tæki.
Einhverjir kannast kannski við Windows RT
af fistölvum sem kynntar voru um svipað leyti
og Windows 8 og 8.1 kom á markað, til að
mynda Microsoft Surface, en sú útgáfa sem
keyrt getur á Raspberry, sem ég hef reyndar
ekki prófað, er að sögn heldur takmörkuð og
svo takmörkuð að hún er ekki með skjáborðs-
tuðning, heldur er allt keyrt frá skipanalínu.
Að því sögðu þá getur það komið sér vel að
keyra Windows 10 á Raspberry Pi ef taka á við
tækið eða tölvur sem eru að keyra sama stýri-
kerfi eða önnur Windows-afbrigði.
HVERS VEGNA WINDOWS?
Næstum því Windows 10