Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.04.2015, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.4. 2015 Ferðalög og flakk Írsku mannvinirnir í U2 hafa um langt árabil verið eitt allra stærsta tónleikaband í heimi. Í slendingar eru tónlistarþjóð og hafa löngum verið tilbúnir að leggja mikið á sig til að sjá uppáhaldstónlistarmennina sína á sviði. Enda birtast þeir ekki hér í fásinn- inu á hverjum degi. Svo virðist sem fólk sé að bæta í fremur en hitt. „Það hefur verið gríð- arleg aukning í tónleikaferðum síðustu tvö ár- in,“ segir Þór Bæring Ólafsson hjá ferðaskrif- stofunni Gaman ferðum sem er mjög afkastamikil á þessu sviði ferðalaga. Spurður hvað valdi þessu nefnir Þór upp- safnaða þörf landsmanna til að ferðast til út- landa og vaxandi áhuga á því að slá tvær flug- ur í einu höggi, það er að ferðast og gera eitthvað ógleymanlegt í leiðinni, eins og að fara á tónleika með uppáhaldstónlistarmann- inum sínum. Fjölmargar tónleikaferðir eru á döfinni hjá ferðaskrifstofunni Gaman ferðum á komandi mánuðum. Má þar nefna tónleika með Paul McCartney, Take That, Foo Fighters, Fleetwood Mac, One Direction, Ed Sheeran, AC/DC, Madonnu og U2. Allir koma þessir listamenn fram í O2-höllinni í Lundúnum. Allir aldurshópar Þór segir alla aldurshópa sækja í tónleikaferð- ir. Allt frá börnum upp í ellilífeyrisþega. „Það var einn að spyrjast fyrir um miða á Fleetwo- od Mac hjá okkur um daginn. Hann kvaðst hafa sett sér ákveðin markmið þegar hann varð sjötugur, eitt af þeim var að sjá Fleetwo- od Mac á sviði,“ segir Þór. Sjálfur fór hann með hóp ungmenna, eink- um stúlkna, á strákabandið One Direction í Lundúnum í fyrra. „Margar mæður fylgdu dætrum sínum í þá ferð. Ég var eini pabbinn og hef eflaust litið út fyrir að vera besti pabbi í heimi. Dóttir mín var alla vega mjög ánægð með mig,“ segir hann hlæjandi. Hóparnir eru misjafnlega stórir. Allt frá tíu manns upp í tvö hundruð en allt útlit er fyrir að svo margir Íslendingar stefni skónum á tónleika U2 í Lundúnum í október á vegum Gaman ferða. Algengur fjöldi er þrjá- tíu til fimmtíu manns. Flestir tónleikar sem Gaman ferðir skipuleggja fara fram í O2-höllinni í Lundúnum en Þór segir ferðaskrifstofuna hæglega geta skipulagt ferðir annað. Þá sé æskilegt að frum- kvæðið komi frá við- skiptavinunum sjálfum, ein- hver hópur taki sig saman og Gaman ferðir útbúi svo pakk- ann. „Þannig skipulögðum við ferð á Katy Perry í Berlín í mars og höfum líka farið með hópa til Parísar og víðar,“ segir hann. Þór segir yfirleitt hægt að koma ferðum af þessu tagi í kring. Stöku tónleika sé þó erfitt eða ómögulegt að fá miða á. „Við verslum bara við aðila sem við treystum 100 prósent. Annað er ekki í boði.“ Imagine Dragons í Manchester ÍT ferðir hafa líka skipu- lagt margar tónleikaferðir gegn- um tíðina. Hörður Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri ÍT ferða, segir slíkar ferðir alltaf vin- sælar. ÍT ferðir hafa meðal ann- ars gert Íslendingum kleift að sjá goðsagnir eins og U2, Paul McCartney og Tinu Turner. Ein tónleikaferð er á döfinni hjá ÍT ferðum á þessu ári. Ferð á tón- leika með hljómsveitinni Imagine Dragons í Manchester Arena í Manchester 13. nóvember. „Þetta stórgóða tónleikaband verður að túra um Evrópu á þessum tíma til að fylgja eftir plötunni sinni Smoke + Mir- rors. Meðal frægustu laga Imagine Dragons eru: Ra- dioactive, sem hlaut Grammy-verðlaunin, De- mons, I Bet My Life og It’s Time,“ segir Hörður. Hann segir auðvelt að bregðast við og skipu- leggja ferðir á tónleika setji fólk sig í samband við ferðaskrifstofuna. „Okkur þykir alltaf betra að vera komin með kjölfestuhóp, fimm til tíu manns, áður en lengra er haldið. Sá hópur stingur þá upp á ferð og við könnum mögu- leikana og hlöðum utan á hópinn,“ segir Hörð- ur. Tónleikahátíðir alltaf vinsælar Að sögn Harðar hafa ÍT ferðir góðan aðgang að tónleikahöldurum í Evrópu og víðar og til- tölulega einfalt sé að setja saman pakkaferðir, það er flug, gistingu og miða á tónleika. Meðal fararstjóra í tónleikaferðum ÍT ferða hafa verið tónlistarfrömuðirnir Ólafur Páll Gunnarsson, Óttar Felix Hauksson og Sig- urður Sverrisson. Icelandair býður líka upp á sérstakar tón- leikaferðir. Fyrr í þessum mánuði var farið til Glasgow að sjá gömlu brýnin Paul Simon og Sting saman á sviði. Uppselt var í þá ferð. Í lok maí verður síðan farið að sjá Paul McCartney í Birmingham. Uppselt er í þá ferð líka. Það eru ekki bara stakir tónleikar sem draga til sín íslenska tónlistaráhugamenn. Tónleikahátíðir eins og Hróarskelda, Gla- stonbury og Wacken hafa gert það í áraraðir líka. Síðan er bara að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. Láta drauminn rætast. SÍFELLT FLEIRI LÁTA DRAUMINN RÆTAST Tónleikaferðum vex fiskur um hrygg Poppdrottningin Madonna hrein- lega neitar að eld- ast og slær aldrei af á tónleikum. TÓNLEIKAFERÐUM TIL ÚTLANDA HEFUR VAXIÐ FISKUR UM HRYGG UNDANFARIN MISSERI OG FRAMBOÐIÐ MIKIÐ Á KOMANDI MÁNUÐUM. BREIDDIN ER LÍKA MERKILEGA MIKIL. TÓNLEIKAÞYRSTIR GETA SÉÐ ALLT FRÁ NÝSTIRNUM Á BORÐ VIÐ ONE DIRECTION OG ED SHEERAN YFIR Í GOÐSAGNIR EINS OG AC/DC, MADONNU OG U2. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.