Reykjalundur - 01.06.1962, Síða 4

Reykjalundur - 01.06.1962, Síða 4
efnafræði, eðlisfræði, bókfærsla, íslenzka, danska og enska. Auk þess hefur venjulega verið framhaldsnám í ensku á hverjum vetri, einnig námskeið í vélritun, og sníðanámskeið hefur verið fyrir stúlkur. Nemendur hafa frá öndverðu getað valið á milli ensku og dönsku, og ef þeir hafa óskað þess, hafa þeir getað fengið að stunda nám í báðum þessum tungumálum. Iðnskólinn að Reykjalundi hef- ur notið góðs af nábýlinu við Iðnskóla Reykjavíkur, því allt frá fyrstu hefur hann notið ágætrar kennslu þess teiknikennara, sem þar er, Helga Hallgrímssonar. Guð- mundur Magnússon, kennari á Brúarlandi, hefur l'engst af kennt reikning. I öðrum námsgreinum hafa alltaf verið menn á Reykjalundi, sem hafa getað leyst kennslu af hendi, t. d. voru Olafur H. Einarsson, kennari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar, og Ingibjörg Þorgeirsdóttir, kennslukona, lengi kennarar við skólann. Það varð í upp- hafi samkomulag um það við Iðnskóla Reykjavíkur, að nemendum í Iðnskólanum að Reykjalundi væri gefinn kostur á að ljúka iðnskólanámi á tveimur vetrum. Námi er þannig hagað, að fyrri hluta hvers vetrar er kennt í I. bekk nýjum nemendum og í III. bekk nemendum, sem lokið hafa II. bekkjar prófi veturinn áður. Síðari hluta vetrar er kennt í II. og IV. bekk þeim, sem þá hafa lokið prófi úr I. og III. bekk. Ég hef haft þann hátt á síðustu árin, að láta námsgetu, undirbúning og ástundun nemenda ráða nokkru um, hve langan tíma námið hefur tekið. Nokkrir nemendur hafa því varið þrem vetrum til náms, en aðrir hafa fengið að taka vissar námsgreinar, t. d. tungumál', á tiltölulega skömmum tíma. Iðnskólinn að Reykjalundi hefur sérstöðu sem iðnskóli, þar sem hann er risinn upp við vissar aðstæður: Dvöl fólks, sem er að ná sér eftir sjúkdóm. Sumum hefur aðeins nægt skömm dvöl, og hefur nemendafjöldi því venjulega verið miklu meiri í I. og II. bekk en tveim hinum síðari. Hafa nokkrir nem- endur tekið tvo bekki á Reykjalundi og lok- ið iðnskólanámi í Iðnskóla Reykjavíkur. Einn eða fleiri hafa þó verið burtskráðir á 2 hverju vori, flestir í trésmíði og ein stúlka í kjólasaumi; einnig allmargir án iðnar. Mosfellingar hafa líka notað sér þá að- stöðu, sem skólinn veitir í sveitinni, og hef- ur einn piltur, sem nam bifvélavirkjun, ver- ið burtskráður frá Iðnskólanum að Reykja- lundi. Sá ávinningur, sem vistmenn á Reykja- lundi hafa haft af skólavistinni þar, er ómet- anlegur. Þeir hafa komið á staðinn sjúkir og félausir og farið þaðan starfhæfir og full- numa í iðn, sem orðið gat ævistarf þeirra. Eitt einstakt dæmi mætti nefna: Fjórir berklaveikir piltar, sem numið höfðu tré- smíði á Reykjalundi og stundað þar iðn- skólanám, komust að sem fullgildir smiðir við Mjólkurárvirkjunina eitt sumar fyrir nokkrum árum, og námu tekjur þeirra um 11 þúsund krónum á mánuði. Auk þeirra, sem taka iðnskólann að öllu leyti og eru burtskráðir þaðan, eru margir, sem stunda nám og taka próf í vissum náms- greinum, einkum tungumálum, og enn fleiri sem notfæra sér kennsluna um óákveðinn tíma, án þess að taka próf. Sérkennsla hefur einnig verið fyrir unglinga, sem skammt eru á veg komnir og þarfnast undirbúnings- menntunar. Nemendafjöldi á starfsárinu hef- ur því komizt yfir 20, og tala þeirra, sem próf hafa tekið náð 17. Stundum hefur því verið haldið fram, að hinir smáu iðnskólar úti á landsbyggðinni ættu ekki rétt á sér, stóru skólarnir bæru svo langt af í öllum aðbúnaði, kennslutækj- um og kennaravali. A vissan hátt hafa þessi sjónarmið nokkuð til síns máls. En fámennu iðnskólarnir eiga líka sína kosti, þótt ekki verði þeir taldir hér. Þó vil ég minnast á eitt atriði. Það gefur að skilja, að fáir nemendur í bekk njóta kennslunnar betur en nemend- ur, sem skipta jafnvel tugum í einni og sömu bekkjárdeild. Þar sem fáum er kennt í einu glepur færra, og nemandinn hlýtur að fylgj- ast betur með og vera vökulli, þar sem hann á von á því að koma upp í hverjum tíma. Kennari í fjölmennri deild á erfitt með að fylgjast með hverjum einstökum, en í fá- mennum bekk þekkir hann nemendur sína út í æsar, veit hvað þeir kunna til hlítar og Reykjalundur

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.