Reykjalundur - 01.06.1962, Page 5

Reykjalundur - 01.06.1962, Page 5
SIGURÐUR SKÚLASON, magister: Skólinn ber menningarstarii SÍBS verðugt vitni Þegar iðnskólinn að Reykjalundi tók til starfa árið 1949, var ég kvadd- ur til að vera par prófdómari og hef fylgzt með starfi hans síðan. Ég hef alltaf hlakkað til að skreppa upp að Reykjalundi og fylgjast með kunnáttu nemenda iðnskólans. Hóp- urinn, sem komið hefur til prófs, hef- ur af skiljanlegum ástœðum aldrei ver- ið sérlega fjölmennur, en peim mun anðveldara og að vissu leyti áncegju- legra hefur verið að kynnast pessu fólki. Þarna hef ég hitt nemendur á ýmsum aldri, allt frá ungu fólki innan við tvitugt til roskins fólks.. En allir hafa virzt námgjarnir og margir mjög góðum hœfileikum gœddir. Sumir pessara nemenda hafa orðið mér ó- gleymanlegir eftir pessi stuttu kynni. Kennarar skólans liafa verið áhuga- samir og prýðilega hœfir starfsmenn. Hefur peim tekizl að skapa par menn- ingarsókn, sem mjög er i anda hinnar merku starfsemi SÍBS. Iðnskólinn að Reykjalundi hefur bœtt úr brýnni pörf berklasjúklinga og bœtt mjög aðstöðu peirra i lifsbar- áttunni. Það er ómetanlegt vistmönn- um Vinnuheimilisins að geta öðlazt lögboðna iðnfrœðslu heima á staðnum samhliða verklegu námi. Þegar end- urhcefmgu vistmanna er lokið, hafa margir peirra jafnframt öðlazt full iðn- réttindi. Þess eru dcemi að fullfriskir menn utan Reykjalundar hafa leitað til iðnskólans par og lokið námi. Að undanförnu hefur skólinn notið á- gcelrar forustu Einars M. Jónssonar skálds. Ég vona, að pessi merka menningar- stofnun eigi fyrir sér að eflast á korn- andi árum og hlakka til að fylgjast með vexti hans og viðgangi. Skólinn ber menningarstarfi SÍBS verðugt vitni. á hvað þarf að leggja frekari áherzlu, til þess að nemandanum sé námsefnið fullkomlega ljóst. Sá árangur hefur náðst í berklavarnamál- um hér á landi síðustu árin, að berklaveiki er sjúkdómur, sem er á stöðugu undanhaldi. Nýjum vistmönnum með berklaveiki fækk- ar nú stöðugt á Reykjalundi, en hún lagðist aðall'ega á ungt fólk. Vistmönnum, sem feng- ið hafa veikindi annarrar tegundar, fer því fjölgandi á staðnum, og verður ekki með vissu fullyrt, hvaða áhrif það muni hafa á skólahaldið. En nú á dögum lærdóms og sér- hæfingar er mikils um vert fyrir alla og sér í lagi ungt fólk, að það kunni iðn, eina eða Reykjalundur fleiri, og hafi hlotið þá bóklegu þekkingu, sem krafizt er, ef að iðnnámi er horfið. Það er mikils virði fyrir alla að eiga slíkt nám sem bakhjarl þegar út í lífið kemur og ekki sízt fyrir þá, sem vegna veikinda eða ein- hverra áfalla hafa takmarkað líkamsþrek og geta ekki tekið sér fyrir hendur hvaða erf- iðisvinnu sem er og það starf, sem mest er upp úr að hafa hverju sinni. Líklegt er, að Iðnskólinn að Reykjalundi verði eini sér- skóli öryrkja hér á landi, og er vonandi, að ungt fólk á Reykjalundi og einnig það, sem er nokkuð við aldur, kunni að meta þá að- stöðu, sem því er veitt á staðnum og not- færi sér hana. Einar M. Jónsson. 3

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.