Reykjalundur - 01.06.1962, Side 9

Reykjalundur - 01.06.1962, Side 9
JON RAFNSSON: LITIÐ UM ÖXL Fyrirsögnin gefur þér strax í grun, les- andi góður, að hér verði leitað á fornar slóðir, og skal það fúslega játað. Hér mun eytt nokkru rúmi í það að minna á aðstæð- ur og viðhorf í málum berklasjúklinga fyrir tæpum aldarfjórðungi, þegar SÍBS hóf göngu sína. Einhver hinna ungu kynni að spyrja sem svo: Hvað skyldi það eiga að þýða að vera að rifja upp raunasögur frá gömlum tíma? Eru ekki berklarnir komnir á slíkt undanhald nú, að berklahælin eru jafnvel sem óðast að tæmast? Eru ungum mönnum nú ekki allir vegir færir, svona yfirleitt, þótt þeir veikist Skömmu ejlir aö Eitiai t Benediktsson liaföi veriÖ skipaÖur sýslumaÖur i Rangárvallasýslu, sagöi hann i hópi nokkurra manna austur par: „Hvernig haldiÖ þiÖ nú, aö ég muni koma mér i sýslunni?" Þorvaldur á Eyri svaraöi um ha’l: „Þú rrröur þvi sjálfur". Maður nokkur var spuröur, hvernig honum litist á eiginkonu kunningja hans, sem þá var nýkvamtur. — Hann svaraöi: „Silt er aö jöröu hverri, og þó er d öllum búiÖ“. snöggvast af berklum — og er ekki Reykja- lundur í bakhöndinni ef á þarf að halda o.s.frv.? Vissulega er mikið hæft í þessu. I dag eru lækningaaðferðir svo fullkomnar, að berklaveikin er tiltölulega hættulítil hjá því sem hún var fyrir 2—3 áratugum, og skil- yrði hinna útskrifuðu af berklahælum eru nú svo miklu betri en áður fyrr, að líkja má við andstæður eins og svart og hvítt. — Við höfum sem sé Reykjalund og starfandi SÍBS. Og þá komum við aftur að spurningunni: Hvers vegna þá að vera að rifja upp skugga- hliðar fortíðarinnar nú? Einfaldlega vegna þess, að allt er breyting- um háð og nokkuð á valdi mannanna sjálfra, hvort þær breytingar verða til hins betra eða hins verra. — Þau sannindi eru enn í fullu gildi, að án þekkingar á því sem var, verður trauðla skilið eða metið það sem er, né heldur hugsað skynsamlega fyrir deginum á morgun. Þegar samtök berklasjúklinga, SÍBS, hófu göngu sína 1938, hafði vissulega verið unnið mikið afrek af hálfu framtakssamra manna og góðgerðasamtaka, svo sem Vífilsstaðir, 7 Reykjalundur

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.