Reykjalundur - 01.06.1962, Síða 15

Reykjalundur - 01.06.1962, Síða 15
þess að losa um bundnar hendur, færa þær til starfs við þeirra hæfi, veitandi gleði og gengi með því að vinna nytsama hluti og verðmæta fyrir þjóðfélagið. ★ Eggert M. Laxdal var fæddur í Kaup- mannahöfn 5. desember 1897, sonur Bern- hards Laxdal, en ólst upp hjá afa sínum, Egg- ert Laxdal, kaupmanni á Akureyri. Hann stundaði listnám í Þýzkalandi, Frakklandi, Ítalíu og Danmörku. Fundum okkar Laxdal bar aðeins saman á heilsuhæli þar, sem við dvöldumst, herberg- isfélagar um tíma. Það voru mín einu kynni af honum, og ekki hittumst við eftir að við fórum þaðan. Hann dó í Reykjavík 1951. Fyrstu sýningu sína hélt hann í Reykjavík um áramótin 1924—25, á þeim tímum sem veggpláss og auraráð manna voru smá til málverkakaupa. Um þessa fyrstu sýningu segir Jóhannes S. Kjarval í „Árdegisblaði listamanna“, sem út kom á Nýársdag 1925: „Kurteis og ungur kemur þessi málari til höfuðborgar landsins, til þess að sýna list sína í fyrsta sinni — eins og ungur gestur frá hámenntaðri þjóð — undar- lega hógvær sem íslenzkur listamaður, með óteljandi blýantsmyndir og vatns- lita, flestar frá Þýzkalandi, Tyrol og Suð- ur-Frakklandi. Fágæti Laxdals er meðal annars vinnu- semi hans og alúð við að æfa sig í að læra að sjá á hinum mismunandi dvalar- stöðum. Honum svipar til Cesanne og van Gogh í að velja sérfyrirmyndirnar, miklu frem- ur en að um stælingu sé að ræða — en ekki fer hjá því, að Laxdal hefur þorað að dást að málurum suðrænna landa — og áhrifin hafa orðið listþrá hans holl — heppni þessa málara er auðsæ. Margar blýantsmyndir hans eru auðkenni lista- ... og hér er bdtur viÖ vegg, sem biÖur eftir vorfiski —. ÞaÖ viröist hafa veriÖ skafningur t nátt. Reykjalundur 1S

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.