Reykjalundur - 01.06.1962, Qupperneq 30

Reykjalundur - 01.06.1962, Qupperneq 30
en sjálft innihald og merking laganna látin þróast eftir því sem reynslan hefur látið í ljós. í stórum dráttum er hægt að skipta lögunum í fjóra mikilvæga hluta. 1. Aðstoð við einstaklinga vegna endurhæfingar. 2. Fjárhagsaðstoð til endurhæfingarstofnana. 3. Stuðning til að koma á fót verndaðri iðju og for- réltindum fyrir fatlaða til vinnu. 4. Skipulagning endurhæfingarstarfseminnar. Hjálpin til einstaklinganna felur í séx ákvarðanir um greiðslur af ýmsu tagi, svo sem fyrir sáraumbúðir, gervilimi, bifreiðir fyrir fatlaða, heyrnartæki og annað, sem álitið er geta bætt úr eða minnkað afleiðingar ör- orku. Það er ekki forsenda fyrir greiðslum af þessu tagi, að aðsloðin hafi atvinnulega þýðingu, þess vegna geta einnig þeir sem eru á ellistyrk fengið þær. Það er ekki skilyrði að viðkomandi sé meðlimur örorkutrygg- inga (sjúkrasamlags) og aðstoð er látin í té án tillits til fjárhagsástæðna umsækjanda. Aðstoð er einnig látin í té til sérstakrar hjúkrunar, að svo miklu leyti sem sú hjúkrun ekki getur átt sér stað á venjulegum sjúkrahúsum. Hér er einkum átt við hjúkrun sem bccklunar- og gigtarsjúkrahús láta í té, ásamt nokkrum einkahælum fyrir taugasjúklinga og fleira. Fjölskyldunni greidd framfærsla og afborganir af skuldum. Einstaklingshjálpin felur að lokum einnig í sér greiðslur fyrir verkfæri og vélar, til að hefja sjálfstæð- an atvinnurekstur, fjárliagsaðstoð til þess sent endur- hæfur er, og sérslakan framfeerslueyri fyrir fjölskvldu manns scm verið er að endurhæfa. Aðeins við hið siðastnefnda getur verið tekið tillit til fjárhagsaðstæðna viðkomandi, og í því sambandi cr tneira að segja liægt að segja, að farið sé mjög vægt í sakirnar. Ég held að aðalatriðin varðandi hinn sér- staka frainfærslueyri meðan á endurhæfingu stendur, séu þekkt hér á íslandi, þegar ég gat þess að það svarar til framfærslueyris, sem berklasjúklingar fá, en það fyrirkonntlag höfum við haft í Danmörku síðan árið 1949. Höfuðatriðin í endurhæfingaraðstoðinni eru þau, að reynt er að láta „lífsstandard" hins sjúka eða fatlaða, vera sem svipaðastan því, sem hann var áður en sjúk- dómurinn eða fötlunin kom til sögunnar. Þetta er gert að nokkru leyti með því að greiða maka og börnum tiltölulega háa upphæð sér til frainfærslu og með því að greiða húsaleigtt, félagsgjöld, tryggingagjöld, afborg- anir af áhvílandi skuldum, sem viðkomandi hefur tek- ið á sig o. s. frv. Með þessu ætti að vera hægt að tryggja, að viðkomandi þyrfti ekki að búa við skort af neinu tagi, meðan á cndurhæfingunni stendur, og við gætum að minnsta kosti fullyrt, að það er næstum útilokað, að nokkur liafi á móti því, að vera endur- hæfður af fjárhagslegum orsökum. Dvöl á endurhæfingarstofnunum er annars að sjálf- sögðu ókeypis fyrir viðkomandi, því sá kostnaður er greiddur af ríkinu og sveitarfélögunum. Fjárhagsaðstoðin við endurhæfingarstofnanirnar skipt- ist þannig, að ríkið greiöir 80% af nettó rekslrarkostn- aði, en sveitarfélög þeirra, sein endurhæfðir eru, sjá um afganginn. Sé um að ræða vinnuheimili, þar sem hinn læknisfræðilegi liluti endurhæfingarinnar skiptir cnnþá miklu máli, greiðir ríkið meira að segja 90%, en sveitarfélagið ekki ncma 10%. Sjálf endurhæfingar- stofnunin ber hins vegar engan kostnað af reksturs- útgjöldunum. Við byggingu cndurhæfingarstofnana er það yfirleitt svo, að byggjandinn, (það getur verið sveitarfélag, eða eitthvert öryrkjafélagið) verður að útvega fé til að standa strauin af 10% af kostnaðinum, en framlag rík- isins til byggingarinnar, húsbúnaðar, tækjauppsetning- ar. reksturs sjóða o. fl. nemur 90% af hcildarkostnaði. Samkvæmt lögunum má ennfremur veita styrki til að koma á fót og reka „vernduð" fyrirtæki, það er að segja fyrirtæki til að veita þeim öryrkjum vinnu, setn hafa einhverja hæfileika til að vinna en standast ekki samkeppni á hinum frjálsa vinnumarkaði, fötlunar sinnar vegna. Þessi stuðningur er þó enn ekki kominn í fast horf hjá okkur. Eins og ég minntist á fyrr, eru þessi lög „rammalög", sem ekki taka afstöðu til allra atriða — eins og til dæmis varðandi þessi „vernduðu" fyrirtæki eða vinnustofur, — verðum við því að þreifa okkur áfram með það. Þessu er nú þannig háttað, að ríkið greiðir scm svar- ar 75% af launum f>eirra, sem vinna í jiessum fyrir- tækjum. Ekki þó meira en 3000 danskar krónur til ein- staklingsins á ári (rúmlega 18 þús. kr. íslenzkar). Varð- andi stuðning við að homa slikum fyrirtœkjum á fót, liggur ekki allt ljóslega fyrir ennþá, en cndirinn verð- ur sennilega sá, að ríkið greiðir 50% og sá, sem kemur fyrirtækinu á fót 50%. Oryrkjar njóti forréttinda. I sambandi við það, sem ég sagði um „vernduð" störf er rétt að það komi fram, að við höfum ekki, að minnsta kosti ekki ennþá, tekið upp hið svokallaða kvótakerfi, eins og mörg lönd liafa gert. Eins og kunn- ugt er, hafa víða verið sett lög þess efnis, að vinnu- veitendum beri skylda lil að ráða til starfa ákveðna tölu af öryrkjum miðað við starfsmannafjölda. Hins \egar er hjá okkur lagalegur grundvöllur fyrir því, að gefa út reglugerð, |>ar sem væri kveðið á um, að yfir- völdtim væri skylt að láta öryrkja njóta forréttinda um vinnu, að svo miklu leyti sem |>eir geta unnið Reykjalundur 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.