Reykjalundur - 01.06.1962, Page 33

Reykjalundur - 01.06.1962, Page 33
ÁRNI ÚR EYJUM: Fingurkoss Saga úr heimsstyrjöld Hún kom út um opnar dyr á litlu, ljós- máluðu húsi og hljóp út á sólbaðað, rykugt strætið. Þrátt fyrir sólskinið, iðandi og glampandi, var sem ljóma brygði yfir allt umhverfið. Það var eins og einhver hefði sagt: Verði ljós! — og það hefði orðið ljós. Gangur hennar og fas lýsti ótaminni orku og lífsþrótti samfara næstum upphafinni mýkt. Yfir allri persónunni hvíldi einhver ólýsanlegur blær yndis og ungra daga. Hún var eins og blóm, sem breiðir krónu sína móti hækkandi sól, þrungið af ást og fögn- uði. Slík mynd hlýtur að gagntaka sérhvert hjarta, verka sem snerting mjúkra handa, ilmandi björk, ómandi vorljóð, klukkna- hringing, andakt. Venjuleg ytri mannlýsing yrði með öllu tilgangslaus. í sambandi við þessa mannper- sónu var aðeins um heildarskynjun að ræða — hver lína, hvert form tjáði í sjónhend- ingu ferskan þrótt samfara mýktinni og ein- hverju, sem læddi því í hugann, að þessi kvenvera yrði ekki vegin á venjulega vog — hún kynni þá og þegar að losna frá jörð- inni og svífa burt með andvaranum. Höf- uðið var bert og Ijósir lokkarnir leikfang geisla og golu. Fötin voru sviflétt og í fullu samræmi við sumarblíðuna, hvað gerð og liti snerti, en kjóllinn var kannske í stytzta lagi — enda var hún ekki nema tveggja ára. Hún tifaði fram og aftur um stund, hopp- aði á öðrum fæti og tyllti sér á tá. Svo stanzaði hún augnablik, velti vöngum og fitj- aði uno á nefið, en tók síðan á rás og skonp- aði að stórri sandhrúgu að húsabaki. Hún kraun niður í sandinn. Litlar, hvítar hendur rótuðu í sandinum, sem var Ijós og þurr við yfirborðið, en rakur þegar neðar dró. Reykjalundur — Hús, hús, sagði hún og augun ljómuðu af gleði og hrifningu. Hendur hennar, smáar og bústnar, gerðu gælur við formlítið hrúg- ald í sandinum — það var hennar eigið verk, hennar hús. — Hús, hús, sagði hún og strauk varlega um það, sem hún hafði mótað. En skyndilega hvarf aðdáunin úr augum hennar og leiftursnöggum glampa brá fyrir í þeim, allt annars eðlis. — Skemma, skemma, sagði hún og rótaði um koll byggingunni, sem rétt áður hafði vakið svo óskipta hrifningu hennar. Hún starði þögul um hríð, með spyrjandi augna- ráði. Hvað hafði hún gert? Munnurinn myndaði skeifu og hún skaut neðri vörinni, sprunginni af sólbruna, fram og upp á við. — Þetta var harmleikur eins og hjá stóra fólk- inu, og tárin tóku að streyma niður kinn- arnar, mitt í dýrð sumardagsins. En allt í einu beindist athyglin að öðru við- fangsefni og tárin hættu að renna. Hún heyrði mikinn gný í lofti og sá stóran, stóran fugl þjóta áfram með feikna hraða. Það var orðinn svo hversdagslegur hlutur að sjá og heyra í flugvél á sveimi, að fæstir gáfu því nokkurn gaum lengur. En hún varð alltaf gripin áhuga, þegar hún heyrði í þessum stóru fuglum. Hún tókst þá æfinlega á loft og sagði: — Bí-bí flúa, — gerði bogmyndaða sveiflu með hendinni, —--------bí-bí flúa, br-r-r-r. Það var að vísu ekki langt síðan hún var dauðhrædd við bessara furðulegu flugvélar, sem æddu um loftið með dunum og dynkj- um. Þær voru ennbá ægilegri en bílarnir, sem þutu ,sjálfir‘ eftir götunum með mann — stundum marga — innaní. En þegar hún fór að venjast þessum farartækjum, þótti henni bara gaman að þeim. Og nú var það eitt af því skemmtilegasta, sem fyrir hana kom að sjá þessa skrítnu fugla. Flugvélin steyntist úr háalofti, renndi sér niður undir húsabökin og þaut með ofsa- hraða yfir höfði stúlkunnar. Nú voru tárin horfin, skeifan og beiskjan á bak og burt og gleðin og hrifningin höfðu aftur stráð ljóssporum sínum á andlitið. Hún veifaði litlu hendinni eftir stóra fuglinum og S\

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.