Reykjalundur - 01.06.1962, Page 50

Reykjalundur - 01.06.1962, Page 50
Fulltrúar á 13. þingi SÍBS. Þórðar Benediktsson, forseti SÍBS, i rœðustól. né niður í hin geigvænlegu djúp mannkyns- þjáninganna. Eg hverf til nærtækari um- talsefna: okkar eigin vandamála. II. Við gömlu mennirnir, sem vorum komn- ir á legg um aldamótin síðustu og nokkuð til vits og ára, köllum okkur aldamótamenn. Ef til vill brosa sumir hinna yngri manna og virða okkur þessa nafngift til yfirlætis og karlagrobbs. En nafngiftin er bundin þeirri staðreynd að við getum í minningum okkar gengið á þessa sjónarhæð og horft bæði aft- ur í öldina, sem leið og fram í öldina sem er að líða. Við höfum þannig umfram hinar yngri og upp vaxandi kynslóðir yfirlit um sögu mestu umbyltinga, sem orðið hafa í þjóðlífi Islendinga allt frá landnámi. Þegar við horfum til baka sjáum við, að því nær allt, sem þá var til af erfðum kynslóðanna er gersamlega horfið. Og er við lítum fram sjáum við, að nálega allt er orðið nýtt; verk inannanna, nýtt land og ný þjóð. Eg bregð mér nú snöggvast á þessa sjón- 48 arhæð og horfi til baka. Ég tek aðeins eitt dæmi. Þá voru, að kalla mátti, engir vegir til, aðeins reiðgötur: Slóðir kynslóðanna á undangengnum öldum. Þessar slóðir eru enn víða markaðar í svip landsins. Þar sem er sléttlent liggja þessar götur margar sam- hliða. Þar hafa forfeður okkar og formæður átt samreið um landið. Ein gatan er jafnan dýpst; hinar grynnri. Nú falla þessar götur saman og gróa upp. Víða eru þær orðnar að ræktuðu landi. Ég kem aftur að reiðgötunum. En nú kýs ég að breyta um sjónsvið af þessari útsýnis- hæð minninganna. Ég horfi fram og lít yfir baráttusögu kynslóðanna gegn böli sjúkdóm- anna allt fram á þennan dag og leitast við að skyggnast inn í næstu framtíð. Allir menn ungir og gamlir, sem eru uppi standandi í þessu landi, hafa ástæðu til að staldra við, kynna sér og hugleiða með auð- mýkt, með aðdáun og þakklátssemi baráttu- sögu þessara manna allt frá því að Bjarni Pálsson var skipaður fyrsti landlæknir á ís- landi með allt landið sem læknisumdæmi, Reykjalundur

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.