Reykjalundur - 01.06.1962, Síða 52
truflanir á starfsemi líkamans og þjáningar
þeim truflunum samfara. En einkum þjáist
þetta fólk á sálinni. Það býr við stöðugan
ótta, látlausa skelfingu. Það óttast sitt eigið
ástand, sem það skilur ekki. Enda þótt fæst
af þessu fólki beri í eðli sínu hneigð eða
möguleika til vitfirringar skelfist það og
óttast vitfirringuna umfram allt. Á yztu nöf
örvæntingarinnar hneigist sumt af þessu
fólki til þess að losna við þjáningar sínar,
með því að svipta sig lífinu.
Eg tala hér af reynsluþekkingu. Á ungum
aldri hef ég sjálfur orðið að ganga gegnum
þessar skelfingar.
Þessir sjúkdómar fara vaxandi um allan
hinn svonefnda menntaða heim. Spenna
tveggja heimsstyrjalda, spenna kalda stríðs-
ins, sem nú hefur varað í næstum tvo tugi
ára, spenna hins vaxandi hraða og lífsæðis-
ins, sem honum fylgir, spenna hinnar æðis-
gengnu tækniþróunar og slysfaranna henni
samfara orkar allt til samans á taugakerfi
margra manna og brýtur það niður. Margs-
konar einkaástæður svo sem stór áföll og
ósigrar, vaxandi óskhyggja ungs fólks og
vonbrigði, lífsæðið og árekstrarnir, ósigrar
og upplausn í fjölskyldulífinu, sem einnig
fer vaxandi, kemur hér allt til greina.
Hvað gerum við íslendingar fyrir þessa
okkar minnstu og þjáðustu meðbræður og
systur? Fyrst og fremst misskiljum við það.
Við höfum hneigð til þess að líta það horn-
auga eins og ólæknandi geðsjúklinga, sem
eru þurrkaðir út úr mannlegu félagi og lok-
aðir inni. Til þessa fólks hefur sízt náð fyrir-
heit Jesú Krists: „Sjúkur var ég, og þér vitj-
uðuð mín.“ Allir ósérhæfðir læknar gefast
upp á því, að reyna að hjálpa þessu fólki.
Sérhæfðir læknar standa uppi ráðalausir, af
því að þeir eiga engan kost þess að ráðstafa
því til viðhlítandi sjúkravistar. Þessir sjúk-
lingar eiga ekki samleið með neinum öðrum
sjúklingum, ekki á vitfirringahælum, ekki á
almennum sjúkrahúsum og allra sízt í
heimahúsum, enda þótt hlutskipti flestra
þeirra verði það, að hýrast þar sjálfum sér
og vandamönnum sínum til sorgar og þján-
inga. Ekkert sérhæft hjúkrunarlið til þess
að umgangast þetta fólk og hjálpa því, er til
50
í landinu. Úrræði vandamanna þessara sjúk-
linga verður alloft það að senda þá utan til
lækninga á sérhæli fyrir taugasjúklinga. En
því miður er öllum almenningi fyrirmunað
að leita þessa úrræðis sakir ókleifs kostn-
aðar.
Hvað hefur alþingi, ríkisstjórn og heil-
brigðisyfirvöld gert fyrir þetta fólk? Eg spyr
enn og aftur. Hvað hefur Reykjavíkurborg
gert fyrir það? Þegar ég fyrir 35 árum flutt-
ist til Reykjavíkur frétti ég til húss nokkurs
suður á Þingholtsstræti. Það var þá kallað
Sóttvarnarhúsið. Þetta er mjög gamall timb-
urhjallur, járnklæddur, á þremur hæðum,
mjög óásjálegt, upphaflega reist sem íbúðar-
hús. Fyrir löngu var það tekið í notkun til
þeirrar fyrirætlunar að stinga þar inn sjúk-
um mönnum, sem til landsins kæmu með
skipum og hætta þótti á að væru smitaðir
stórhættulegum sjúkdómum, ef til vildi
Svartadauða eða bólusótt. Síðar hlaut það
nafnið Farsóttarhúsið og er nú almennt kall-
að Farsótt.
Inn í þetta hús hefur á undanförnum ára-
tugum verið troðið sjúklingum á öllum stig-
um taugasjúkdómanna og jafnframt geðbil-
uðu fólki, sem hvergi hefur getað fengið inni
í öðrum sjúkrahúsum. Læknarnir og hjúkr-
unarlið, að vísu ósérhæft til þeirrar þjón-
ustu, hafa háð þarna mikla baráttu við al-
gerlega óviðunandi skilyrði og ástæður.
Húsið sjálft og allur umbúnaður þess er
blettur á Reykjavíkurbæ, blettur á allri við-
leitni heilbrigðisyfirvalda á þessum vettvangi
heilsugæzlunnar. Húsið er einskonar feimn-
ismál Reykjavíkurborgar.
Ástandið í þessu efni er ekki einvörðungu
óviðunanlegt heldur vissulega alveg óþol-
andi. Hér dugar ekkert minna en nýtísku
sjúkrahús handa taugasjúku fólki, þar sem
fremstu sérfræðingar í taugasjúkdómum og
sérhæft hjúkrunarlið starfar við hin bestu
skilyrði. Þess háttar sjúkrahæli þarf að
verða til og starfa utan við borgina á frið-
sælum stað, þar sem því í framtíðinni yrði
búið hið fegursta umhverfi.
Núverandi landlæknir okkar, Sigurður frá
Húnstöðum, hefur unnið eitt hið mesta af-
rek í baráttunni við berklaveikina. Honum
Reykjalundur