Húnavaka - 01.05.1961, Síða 40
38
HÚNAVAKA
ég helzt bara blöndu eða vatn.“ „Svitna?“ tók frúin upp eftir mér.
,,Já, það er stundum dálítið erfitt þarna nyrðra, — og mér er fremur
svitagjarnt.“
,,Já, þið hafið alltaf sólskin þarna fyrir norðan.“
„O, \ ið svitnum nú svo sem líka, þó kalt sé.“
„Já, þegar þið dansið.“
,,Ja, ég er nú eiginlega hættur að dansa síðan ég tók að eldast, en
ég gat nú einu sinni dáldið á dansgólfinu, þegar ég var ungur — sögðu
stúlkurnar þarna norður frá.“
„Gamall, þér eruð svo sem ekki mikið garnall,11 sagði frúin og brosti
glettin til mín.
„Fjörutíu og fimm ára,“ sagði ég og laug til um heilan tug. Stendur
heima, — það vonda, sem ég ekki vil, það geri ég. Undarlegur fjandi
þetta með okkur karlmennina, nærri sama hvað gamlir við verðum, við
höfum alltaf jafn gaman að kvennahrósinu — að þeim lítist ögn vel á
okkur.
Eg fór mér hægt við drukkinn, en frúin hafði þegar tæmt tvö glös.
— Snögglega spratt hún upp úr stól sínum, en var reikul í spori. Fyrr
en varði var hún sest á kné mér. Ég kipptist ögn við.
Nú fór mér ekki að lítast á blikuna. Skyldi ég nú lentur í kvenna-
snöru fyrir alvöru, harðgiftur, roskinn bóndi og eiginlega kvenvar nú
í seinni tíð. Eg varð að stimpast við þessari feikna freistingu, sem setti
að mér — og var holdið jaó veikt. Ég laumaði út úr mér og setti
dálítinn jjjóst í röddina:
„Frú, •— mér er ögn illt i jjessu hné.“
„O, — ætli það sé nokkuð — ég er varla svo hörð viðkomu,11 sagði
frúin og brosti freistandi. Um leið strauk hún dúnmjúkum lófa um
vanga mér.
Nú fór gamanið að grána. Ég forðaðist að mestu að snerta á henni,
jjví nú var að duga eða drepast. „Jahá — ég þarf eiginlega að fara
strax,11 hreytti ég út úr mér, með herkjum.
„Fara,11 hafði frúin upp eftir mér — og ekki batnaði aðstaða mín
gegn þessu freistinganna fári. Ég varð að gera ákveðna útrás úr þessu
háskans virki.
„Já, — ég þarf endilega að hafa tal af dýralækni.11
„Dýralækni,11 tók frúin upp eftir mér — færði sig á hitt hnéð á
mér, strauk vagna minn aftur og spyr: „Hvað á það nú eiginlega að
þýða að fara.“ Yfir löngunarfull augu hennar brá munaðarbliki.