Húnavaka - 01.05.1966, Side 9
HÚNAVAKA
7
hagkvæmt væri að ætla byggðasafninu húsnæði í þeirri byggingu,
yrði teikningum hússins hagað eftir því, ef til kæmi.
Aðrir kusu þó heldur að hafa safnið upp til sveita, helzt í gömlum
torfbæ, ef nokkur bær í sýslunni væri það stæðilegur, að hann gæti
tekið við safninu og varðveitt það.
Þá heyrðust raddir um það, að bezt væri að sameinast Vestur-
Húnvetningum og Strandamönnum og byggja safn á Reykjum í
Hrútafirði, þar væri nóg heill vatn. Kom sendinefnd, eitt vorið, „að
sunnan", þegar sýslufundur stóð sem liæst á Blönduósi og flutti mál
þeirra, er vildu safnið að Reykjum. Og þá er ekki að sökum að
spyrja, þegar eittlivað kemur „að sunnan“. Sýslunefnd samþykkti að
byggðasafn A.-Hún. yrði staðsett á Reykjum í Hrútafirði.
Ég, sem skrifa þessar línur, kaus lielzt að hafa safnið í sveit, og
fannst mér aðeins einn staður koma til greina, og það voru Þing-
eyrar.
Frá því ég kom lyrst í Húnavatnssýslu hef ég furðað mig á því,
hve Þingeyrastaður á lítil ítök í Húnvetningum. Mér hefði fundizt
eðlilegast, að Þingeyrar væru í hugum allra Húnvetninga, bæði
Austur- og Vestursýslubúa, eins konar höfuðstaður sýslnanna, ámóta
og Hólar eru Skagfirðingum. Þingeyrar eru langmerkasti sögustað-
ur sýslunnar. Þar var þingstaður á söguöld. Á Þingeyrum var lyrsta
klaustur stofnað á Islandi árið 1133. Héraðsmót eða samkomur voru
þar haldnar, fram um síðustu aldamót. Hvergi þóttu betri skeið-
vellir né íþróttasvæði en á flötunum fyrir vestan Þingeyrabungu.
Ovíða er fegurra útsýni, svo að fátt eitt sé talið. — Páll V. G. Kolka
segir í bók sinni Föðurtún: „Klaustrið á Þingeyrum varð um lang-
an aldur ein af aðalstöðvum íslenzks menntalífs." Það er vitað mál,
að Þingeyramunkar voru margir mestu merkismenn og stnnduðu
iðju sína af miklu kappi, af þeirra höndum eru miklar og merkar
sögur skráðar. Mikil víðátta og náttúrufegurð hefur eflaust heillað
margan Þingeyramunk, orðið honum til yndisauka og uppörvunar
í göfugu líferni og starfi. Klaustrið auðgaðist brátt af jörðum og
lausum aurum, varð auðugt af innanstokksmunum, bókum, dýrum
kirkjugripum og messuskrúða. En nú er ekkert eftir á Þingeyrum,
sem minnir á klaustrið, nema miðhluti úr altaristöflu úr alabasti,