Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1966, Síða 28

Húnavaka - 01.05.1966, Síða 28
26 HÚNAVAKA Með hjálp héraðsbúa tókst að koma hér upp tannlækningatækj- um. Skilyrði fyrir því, að tannlæknir geti starfað hér, er að hann hafi tæki og góða aðstöðu. Með komu þessara tækja, aukast mögu- leikar á, að héraðsbúar fái tannlækningaþjónustu öðru hvoru og mun það án efa bæta mikið úr þeim mikla tannlæknaskorti, sem við hér í strjálbýlinu höfum orðið að búa við. Af og til berast þessari stofnun góðar gjafir, bæði frá félagasam- tökum og einstaklingum. Kvenfélagasamtcikin hafa þar verið rausn- arlegust og einnig hefur Lionsklúbbur Blönduóss sýnt Hælinu hlý- hug með gjöfum og vinsælum sumarferðum með gamla fólkið. Þótt öllum þessum aðilurn hafi verið þakkað á öðrum vettvangi, vildi ég samt ekki láta hjá líða að þakka þeim enn einu sinni. Eru nokkur tæki sem þú telur þörf á til viðbótar? Svæfingatæki höfum við ekki enn þá eignazt, en ég býst við að úr því rætist á þessu ári. Efnaskiptatæki kemur líka til greina að kaupa og alltaf eru að koma á markaðinn einhver ný tæki, sem við þyrftum að eignast, því stöðugar framfarir eru á sviði læknavísind- anna. Ný tæki krefjast aukinnar vinnu og jafnvel sérmenntunar, en nær ógerningur er að fá sérmenntað fólk hingað út á landsbyggðina. Eina úrlausnin verður því sú fyrir mig, að fara hina leiðina og kenna því fólki, sem ég á völ á mér til aðstoðar. Um síðustu áramót fékk ég stúlku, sem kemur til með að sjá um rannsóknir, skriftir, og vera mér til hjálpar á ýmsan hátt. Verður þetta án efa mikill léttir fyrir mig. Það hlýtur að vera alltof mikið starf fyrir einn lækni, að þurfa að sjá bæði um sjúkrahúsið og svo allt héraðið? Jú að sjálfsögðu. Hér þyrftu að starfa minnst tveir fastir læknar, svo og kandídat af og til. Nýju læknaskipunarlögin gera ráð fyrir, að í framtíðinni komi læknamiðstöð hér á Blönduósi, að minnsta kosti fyrir alla austur sýsluna. Lausnina á læknaskorti dreifbýlisins álít ég einmitt vera þá, að tveir eða fleiri læknar starfi saman en ekki eins og fyrirkomulagið er í dag, þar sem læknarnir verða að starfa mest megnis einir síns liðs, eru alltaf á stöðugri vakt og geta aldrei um frjálst höfuð strokið. Fer ekki hjá því að fyrr eða síðar gefast þeir upp og flytja í þéttbýlið. Það hlýtur því að verða skoðun mín hvað Austur-Húnavatnssýslu snertir, að hún eigi að vera eitt læknis- hérað með setu tveggja eða fleiri lækna hér á Blönduósi. Kemur þá að því að byggja verður hér íbúðir fyrir fleiri lækna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.