Húnavaka - 01.05.1966, Side 31
HÚNAVAKA
29
skipsjómfrú." Ég ferðaðist nú lítið, en talaði oft um ferðalög og
samla manninum hefur líklega lundizt ég vera alltaf á ferðinni.
Faðir minn sagði strax, að ég vissi ekkert hvað þetta væri, ég
hefði aldrei verið yfir sjúkum og honum fannst það mesta óráð,
að ég færi langt í burtu. Hann stakk upp á að ég færi til Hvamms-
tanga og væri þar um tíma hjá Jónasi Sveinssyni héraðslækni. Ég
var hjá honum á sjúkrahúsinu í þrjá mánuði og fékk eiginlega ranga
hugmynd um hjúkrunarstarfið. Ég hafði mikinn tíma, gat spilað
við sjúklingana og skemmt þeim eins og ég vildi. Mér voru ekki
ætluð nein viss verk. Ég hjálpaði, þegar þörf var, og vakti stundum
yfir sjúklingum.
Þegar ég kom heim, fannst mér ég vera ógurlega mikil hjúkrun-
arkona. Mér hefur aldrei fundizt ég vera eins lærð og þá. Eftir því
sem ég kynntist starfinu meira, fannst mér meira til um hvað lítið
ég vissi og hvað lítið ég gat — en þá fannst mér ég vera lærð.
Ég réðist aftur til Jónasar Sveinssonar og var hjá honum í tvö ár.
Þau hjónin ætluðu 1 ferðalag, ég var orðin kunnug þar og þau vildu
gjarnan hafa mig. Þá seldi læknirinn sjúklingunum fæði og þetta
var eins og eitt stórt heimili. Þau hjónin voru ákaflega góðir hús-
bændur. Sjúklingarnir voru venjulega 8—10.
Ferð til framandi lands.
Vorið 1928 lét ég skera upp á mér fæturna við æðahnútum. Mér
hafði verið sagt að ég yrði ekki tekin á spítala erlendis með þann
kvilla. Ég var síðan heima það sumar, en fór utan með Dronning
Alexandrine um haustið.
Ég fór með bíl suður og gekk það ferðalag seint og erfiðlega.
Við biðum fyrst á Hvammstanga eftir bílnum, sem átti að koma frá
Blönduósi. Hann kom seint og klukkan hálf níu um kvöldið lögð-
um við á heiðina frá Grænumýrartungu. Það var kalsa veður, kaf-
aldshraglandi og heiðin blaut. Bílarnir voru tveir og hjá sæluhús-
inu stóð bíllinn, sem var á undan okkur, fastur. Allir fóru út til að
ýta á, en ekkert dugði. Kvenfólkið var rekið inn í sæluhúsið, en
karlmönnunum tókst eftir mikið basl að koma bílnum upp úr. Til
Fornahvamms komum við klukkan fjögur um nóttina. Þar gistum
við. Morguninn eftir héldum við til Borgarness, en þaðan var farið
með skipi. Til Reykjavíkur komum við eftir tveggja daga ferðalag.