Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1966, Síða 31

Húnavaka - 01.05.1966, Síða 31
HÚNAVAKA 29 skipsjómfrú." Ég ferðaðist nú lítið, en talaði oft um ferðalög og samla manninum hefur líklega lundizt ég vera alltaf á ferðinni. Faðir minn sagði strax, að ég vissi ekkert hvað þetta væri, ég hefði aldrei verið yfir sjúkum og honum fannst það mesta óráð, að ég færi langt í burtu. Hann stakk upp á að ég færi til Hvamms- tanga og væri þar um tíma hjá Jónasi Sveinssyni héraðslækni. Ég var hjá honum á sjúkrahúsinu í þrjá mánuði og fékk eiginlega ranga hugmynd um hjúkrunarstarfið. Ég hafði mikinn tíma, gat spilað við sjúklingana og skemmt þeim eins og ég vildi. Mér voru ekki ætluð nein viss verk. Ég hjálpaði, þegar þörf var, og vakti stundum yfir sjúklingum. Þegar ég kom heim, fannst mér ég vera ógurlega mikil hjúkrun- arkona. Mér hefur aldrei fundizt ég vera eins lærð og þá. Eftir því sem ég kynntist starfinu meira, fannst mér meira til um hvað lítið ég vissi og hvað lítið ég gat — en þá fannst mér ég vera lærð. Ég réðist aftur til Jónasar Sveinssonar og var hjá honum í tvö ár. Þau hjónin ætluðu 1 ferðalag, ég var orðin kunnug þar og þau vildu gjarnan hafa mig. Þá seldi læknirinn sjúklingunum fæði og þetta var eins og eitt stórt heimili. Þau hjónin voru ákaflega góðir hús- bændur. Sjúklingarnir voru venjulega 8—10. Ferð til framandi lands. Vorið 1928 lét ég skera upp á mér fæturna við æðahnútum. Mér hafði verið sagt að ég yrði ekki tekin á spítala erlendis með þann kvilla. Ég var síðan heima það sumar, en fór utan með Dronning Alexandrine um haustið. Ég fór með bíl suður og gekk það ferðalag seint og erfiðlega. Við biðum fyrst á Hvammstanga eftir bílnum, sem átti að koma frá Blönduósi. Hann kom seint og klukkan hálf níu um kvöldið lögð- um við á heiðina frá Grænumýrartungu. Það var kalsa veður, kaf- aldshraglandi og heiðin blaut. Bílarnir voru tveir og hjá sæluhús- inu stóð bíllinn, sem var á undan okkur, fastur. Allir fóru út til að ýta á, en ekkert dugði. Kvenfólkið var rekið inn í sæluhúsið, en karlmönnunum tókst eftir mikið basl að koma bílnum upp úr. Til Fornahvamms komum við klukkan fjögur um nóttina. Þar gistum við. Morguninn eftir héldum við til Borgarness, en þaðan var farið með skipi. Til Reykjavíkur komum við eftir tveggja daga ferðalag.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.