Húnavaka - 01.05.1966, Qupperneq 33
HÚNAVAKA
31
Mér fannst ekki sérlega erfitt á öðrum deildum eftir að ég kom af
þessari.
Mér var ákaflega vel tekið á sjúkrahúsinu og átti ég það að þakka
landa mínum, Guðrúnu Jónsdóttur, ættaðri úr Borgarfirði, sem
var hjúkrunarkona og hafði lært þarna.
A deildinni, sem ég byrjaði á, var ung dönsk stúlka, Juda Chris-
tensen, sem var á ciðru ári í náminu. Faðir hennar hafði legið lengi
á sjúkrahúsinu lamaður og þurfti mikils með. Hann var múrara-
meistari og var að koma frá því að sækja peninga í banka, þegar
ráðizt var á hann, hann rændur og sleginn, svo að hann beið þess
aldrei bætur. Hann bar þessari íslenzku hjúkrunarkonu — Guð-
rúnu — þann vitnisburð, að hún væri sú bezta á sjúkrahúsinu. Þeg-
ar ég kom þangað, var hann dáinn, en dóttir hans, Juda, tók mér
eins og hún ætti hvert bein í mér, hjálpaði mér og leiðbeindi, svo
að ómetanlegt var.
Á geðveikrahælinu var ég fyrst á kvennadeild. Þar voru 30 geð-
veikar konur. Enn þann dag í dag eru að koma fram í huga mér
myndir frá þeim tíma.
Hvergi hef ég notið frístunda eins og þar. Mér fannst það alltaf
dásamlegt þegar ég kom út — að vera heilbrigð og vera frjáls.
Hælið var á mjög fögrum stað nálægt Hindsgavl, þar sem félagið
Norden hefur haldið fundi sína. Landið þarna var víða skógi
vaxið.
Aðeins tvœr stöður lausar.
Þegar ég kom heim 1933, fór ég til Sigríðar Eiríksdóttur, sem
var formaður Hjúkrunarkvennafélags íslands, til þess að leita mér
að starfi. Þá voru aðeins tvær hjúkrunarkonustöður lausar á öllu
landinu. Önnur var yfirhjúkrunarkonustaðan á Akureyri, hin var
hjá Ólafi Lárussyni lækni í Vestmannaeyjum. Mér fannst ég ekki
fær um að taka að mér stöðuna á Akureyri, en sótti um hina og
fékk hana.
Mestan hluta ársins var lítið að gera í Vestmannaeyjum, en á
vertíðinni var allt of mikið að gera. Ég var ein og þurfti að hafa
vakt allan sólarhringinn eins og tíðkaðist þá.
I Vestmannaeyjum var ég í eitt ár. Ég kynntist manninum mín-