Húnavaka - 01.05.1966, Qupperneq 34
32
HÚNAVAKA
um, Emil Friðrik Reiners, á sjúkrahúsinu. Hann var matsveinn á
þýzkum togara, fótbrotnaði og var fluttur nauðugur í land í Vest-
mannaeyjum. Hann vildi að skipið færi með sig til Þýzkalands,
því að hann vantreysti íslenzku læknunum og gerði allt, sem hann
gat, til þess að hindra, að hann yrði fluttur í land, en það var samt
gert. Hann kom á sjúkrahúsið snemma í apríl og fór út seint í júní.
í september kom hann aftur og við giftum okkur 2. október.
Fyrst vorum við að hugsa um að fara heim í Ánastaði, en pabba
fannst það óráð, því að komið var haust. Og svo held ég að hann
hafi ekki verið spenntur fyrir að sjá tengdasoninn, af því að hann
gat ekkert talað við hann.
Þá hét maðurinn minn því, að við skyldum koma eftir þrjú ár
og hann hélt fast við það. Mér fannst við varla hafa efni á því og
vildi sleppa þeirri ferð þá. En sem betur fór, var hún farin og ég
íékk að sjá foreldra mína áður en þau dóu. Móðir mín dó 1938 og
faðir minn árið eftir.
Striðsárin úti i Þýzkalandi.
Heimili okkar var hjá tengdaföður mínum í smábænum Nor-
denham við Weserfljótið í Þýzkalandi. Þar var ég öll stríðsárin.
Maðurinn minn var ekki kallaður í stríðið — það gerði fótbrot-
ið. Hann var fyrst á sjónum, en mér leiddist það og hann langaði
í land. Á þeim tíma var miklum erfiðleikum bundið að skipta um
starf. Það áttu helzt allir að vera áfram í sama starfi og sérstaklega
þótti nauðsynlegt að halda í sjómennina.
Hann var alltaf slæmur í fætinum, fékk oft sár á hann og varð
stundum að liggja á sjúkrahúsi um tírna, svo að þetta gekk að lok-
um fyrir sig. Fyrst varð hann samt að vinna við flutninga á flug-
vélum, sem fluttar voru eftir Weserfljótinu til Bremen. Síðar fékk
hann starf sem næturvörður við höfnina, og var þar til stríðsloka.
Það var ekki hægt að segja að það væri neinn sultur á stríðsár-
unum, en allt var skammtað.
Tvær loftárásir voru gerðar á bæinn, en ollu ekki stórslysum.
Sprengjurnar voru víst ætlaðar flugvélaverksmiðju, sem var skammt
frá. Það var ákaflega ónæðissamt þarna, þegar loftárásirnar á Berlín
og Hamborg voru tíðastar, því að flugvélarnar flugu þarna yfir