Húnavaka - 01.05.1966, Side 43
HÚNAVAKA
41
II.
Hannes á Fjósum var sonur Gísla bónda í Köldukinn Jónssonar
og seinni konu hans, Sigþrúðar Hannesdóttur frá Tindum. Ólst
hann upp með foreldrum sínum í Köldukinn og hóf svo búskap á
Fjósum vorið 1861. Um líkt leyti kvæntist hann Þórunni Þorsteins-
dóttur bónda á Æsustöðum, Ólafssonar. Samfarir þeirra lijóna urðu
skammar, því að Þórunn lézt af barnsförum eftir eins árs sambúð,
og var hún þá einungis 25 ára. Fóru móðir og barn í sömu gröl;.
Hannes átti svo Sigríði Einarsdóttur frá Svínavatni, bróðurdóttur
Jósefs Skaftasens læknis í Hnausum og konu hans Ingibjargar
Björnsdóttur. Ingibjörg hafði alizt upp á Svínavatni hjá alnöfnu
sinni Ingibjörgu Björnsdóttur, er þar hafði búið í hálfa öld um
aldamótin 1800. Var Ingibjörg yngri sonardóttir Valgerðar systur
Ingibjargar á Svínavatni og hafði sama ættin setið þá jörð síðan
1754.
Hannes Gíslason var góður bóndi og sérstaklega vinsæll. Hann
byggði upp allan bæ sinn á árunum 1870—1880. Hann gegndi hrepp-
stjórastörfum í Bólstaðarhlíðarhreppi nokkur ár og þótti vel takast.
Refaskytta var hann svo mikil, að með fádæmum var. Þótti hann
taka öllum fram í nálægum sýslum. Mun hann hafa lagt að velli
nálægt þrjú þúsund dýrum. Um þau afrek hans skrifaði Jóhann
Sigvaldason hreppstjóri í Mjóadal í blaðið Norðanfara á Akureyri.
Jónas Illugason lýsir Hannesi svo: Hann var ljúfmenni hið mesta,
greindur vel, hjálpsamur og góðgjarn, ölkær í meira lagi. Hann var
vart meðal maður á vöxt, manna frískastur á fæti á yngri árum.
Þegar kom fram undir 1880 fór Hannes að leggja sig eftir smá-
skammtalækningum. Var hann lángefinn við það sem annað. Oft
var hann sóttur til sjúklinga og fengin hjá honum meðöl, og það
jafnvel úr fjarlægum sveitum.
Vorið 1882 gekk hér skæð mislingasótt, sem olli miklu mann-
tjóni, enda hafði faraldur sá ekki gengið um Húnavatnssýslu síðan
1843. Gat því megin hluti fólksins tekið veikina, enda varð ástandið
víða hið hörmulegasta. Var ekki einsdæmi að allt heimilisfólkið
lægi samtímis. Hannes á Fjósum átti mjög annríkt í mislingafaraldr-
inum. Var hann sóttur víðsvegar að og varð því oft að leggja nótt
með degi.