Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1966, Side 46

Húnavaka - 01.05.1966, Side 46
44 HÚNAVAKA Morguninn eftir, þegar Sigurlaug sagði frá undirganginum um nóttina og hve illa sér hefði gengið að vekja Sigþrúði Hannesdóttur og Jóhannes vinnumann, gat Rannveig þess, er svaf framrni í dyra- loftinu, að einnig hún hefði vaknað um nóttina við umgang niðri og þar næst, að komið hefði verið upp stigann og gengið að meðala- hillu Hannesar. Þóttist hún þá vita, að Pétur Ólafsson væri kominn heim og kom í hug að fara ofan og standa honum fyrir beina. Þegar hún kom ofan og vildi líta út til að vita hvað Pétri leið var bæjar- hurðin lokuð og maðurinn ókominn. Sneri hún þá aftur til her- bergis síns og varð þá einskis vör. Þetta hvort tveggja þótti kynlegt og var margt um það rætt, en af því engin fékkst skýringin, féll talið niður. Ekki höfðu aðrir á heimilinu orðið nokkurs varir. Eins og segir í upphafi fórust þeir nafnar í Blöndu. Um fund líkanna og tilgátur manna um hvernig slysið hafi að höndum borið er frásögn Jónasar Ulugasonar ýtarlegust. Verður henni því fylgt hér: Morguninn eftir þá út var komið í Ytra-Tungukoti sáust hestar þeirra nafna nreð hnökkum í svokölluðum Hestavígshólma í Blöndu, en þeir sáust hvergi. Bjóst bóndinn, sem þar bjó, Magnús Björnsson, við, að slys mundi hafa orðið. Sendi hann son sinn fram að Skeggs- stöðum til Sigurðar Sigurðssonar og lét segja honum frá. Brá Sig- urður fljótt við og fékk menn með sér. Riðu þeir á slysstaðinn og athuguðu með hverjum hætti líklegt væri hvernig slysið hefði að borið. Sem vonlegt var sáust ekki nein óræk merki. Hannes í Ljóts- hólum var með tvo hesta, teymdi annan berbakaðan. Slóðin eftir þá sást út í ána, og var af henni hægt að sjá, að þeir höfðu riðið hvor á eftir öðrum. Þá sást, að hinum megin höfðu tveir hestar komið sam- hliða upp úr ánni, en einn nokkru neðar. Enn fremur sást slóð eftir stígvélaðan mann, sem hafði snúizt lítið eitt í sandinum, en svo riðið út í aftur. Þá lá og hestaslóð upp úr ánni miklu neðar. Af þess- um verksummerkjum var það dregið, að Hannes Björnsson mundi hafa riðið á undan og ekki orðið var við er nafni hans steyptist af hestinum, en svo farið af baki og litazt um, þegar kom vestur fyrir kvíslina og þá eitthvað séð til Hannesar á Fjósum. Hannes Björns- son mun þá hafa stokkið á bak berbakaða hestinum, sem bæði var stilltari og meiri orkuhestur og riðið út í til að reyna að ná í frænda sinn. Hann hafi svo að lokum sjálfur farið af hestinum og drukknað. Það sást gjörla á hestunum, hve djúp áin hafði verið. Hnakkhestarn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.