Húnavaka - 01.05.1966, Síða 48
46
H Ú N A V A K A
Guðmund Guðmundsson á Sneis og Steinunn kona Sveins Péturs-
sonar á Geithömrum. Þórður í Ljótshólum var af góðum ættum
kominn. Foreldrar hans voru að vísu bláfátæk og bjuggu lengst af á
Kúfustöðum í Svartárdal. Faðirinn, Þórður Jónsson, var í beinan
karllegg kominn af Birni Þorleifssyni lögsagnara á Guðlaugsstöðum
og föðurbróðir Magnúsar Péturssonar í Holti á Ásum, en móðirin,
Hólmfríður Bjarnadóttir var í föðurætt komin af Bjarna Konráðs-
syni ríka á Hóli í Svartárdal, en hann hafði einna stærst bú allra
bænda í Húnavatnssýslu í byrjun 18. aldar.
Arnljótur Þórðarson bar nafn frænda síns Arnljóts Illugasonar
hreppstjóra á Guðlaugsstöðum. Hann fór ungur suður til Hafnar-
fjarðar. Dvaldi hann þar í nokkur ár, en sumarið 1883 kemur hann
í kaupavinnu norður að Ljótshólum til Guðbjargar Pétursdóttur
ekkju Hannesar Björnssonar, en Sólrún móðir Hannesar var föður-
systir Arnljóts. Seinni part sumars fór Arnljótur norður á Sauðár-
krók með kaup sitt, sem auðvitað var í smjöri eins og þá tíðkaðist.
Var hann að koma því í skip suður. Samkvæmt þessu má ætla, að
Arnljótur hafi enn átt heimili í Hafnarfirði, þó að kirkjubókin telji
hann húsmann í Ljótshólum.
Arnljótur reið Ljótshóla-Rauð. Erlendur Guðmundsson telur, að
þeir hafi verið fleiri saman Svíndælingar í norðurförinni, en aðrir
telja að Arnljótur hafi verið einn í för. Heimildum ber ekki saman
um hvar slysið bar að höndum. Sumir telja að Arnljótur hafi verið
kominn vestur yfir Blöndu, aðrir að þetta hafi borið að í Æsustaða-
skriðum, og loks telur Erlendur Guðmundsson, að þetta hafi gerzt
við vöðin á Blöndu (Kárastaðavöð eða á Strengjunum). Heimildum
ber saman um að Arnljótur hafi verið við öl, „og því ekki nægilega
aðgætinn". Hesturinn fældist, Arnljótur kastaðist af baki, en festist
á stígvélahælnum í ístaðinu. Dró hesturinn þannig manninn fram
og aftur og það meira að segja nokkrum sinnum yfir Blöndu. Um
það leyti sem slysið varð, var fólk á ferð frá Tungunesi og Æsustöð-
um til Bólstaðarhlíðarkirkju. Sá það aðfarirnar og heyrði á ofboðsleg
hljóð mannsins, en gat lengi vel ekkert að gert. Loks tókst bóndan-
urn á Æsustöðum að stöðva hestinn. Aðrir telja, að maðurinn hali
þá fyrst losnað við hestinn er ístaðsólarnar slitnuðu frá hnakknum.
Arnljótur var fluttur upp að Tungunesi, og þar lézt hann á þriðja
degi eins og segir í blaðafréttinni. Arnljótur varð rúmlega 28 ára
gamall (f. 21. júní 1855). Hann var ógiftur og barnlaus.