Húnavaka

Ataaseq assigiiaat ilaat

Húnavaka - 01.05.1966, Qupperneq 48

Húnavaka - 01.05.1966, Qupperneq 48
46 H Ú N A V A K A Guðmund Guðmundsson á Sneis og Steinunn kona Sveins Péturs- sonar á Geithömrum. Þórður í Ljótshólum var af góðum ættum kominn. Foreldrar hans voru að vísu bláfátæk og bjuggu lengst af á Kúfustöðum í Svartárdal. Faðirinn, Þórður Jónsson, var í beinan karllegg kominn af Birni Þorleifssyni lögsagnara á Guðlaugsstöðum og föðurbróðir Magnúsar Péturssonar í Holti á Ásum, en móðirin, Hólmfríður Bjarnadóttir var í föðurætt komin af Bjarna Konráðs- syni ríka á Hóli í Svartárdal, en hann hafði einna stærst bú allra bænda í Húnavatnssýslu í byrjun 18. aldar. Arnljótur Þórðarson bar nafn frænda síns Arnljóts Illugasonar hreppstjóra á Guðlaugsstöðum. Hann fór ungur suður til Hafnar- fjarðar. Dvaldi hann þar í nokkur ár, en sumarið 1883 kemur hann í kaupavinnu norður að Ljótshólum til Guðbjargar Pétursdóttur ekkju Hannesar Björnssonar, en Sólrún móðir Hannesar var föður- systir Arnljóts. Seinni part sumars fór Arnljótur norður á Sauðár- krók með kaup sitt, sem auðvitað var í smjöri eins og þá tíðkaðist. Var hann að koma því í skip suður. Samkvæmt þessu má ætla, að Arnljótur hafi enn átt heimili í Hafnarfirði, þó að kirkjubókin telji hann húsmann í Ljótshólum. Arnljótur reið Ljótshóla-Rauð. Erlendur Guðmundsson telur, að þeir hafi verið fleiri saman Svíndælingar í norðurförinni, en aðrir telja að Arnljótur hafi verið einn í för. Heimildum ber ekki saman um hvar slysið bar að höndum. Sumir telja að Arnljótur hafi verið kominn vestur yfir Blöndu, aðrir að þetta hafi borið að í Æsustaða- skriðum, og loks telur Erlendur Guðmundsson, að þetta hafi gerzt við vöðin á Blöndu (Kárastaðavöð eða á Strengjunum). Heimildum ber saman um að Arnljótur hafi verið við öl, „og því ekki nægilega aðgætinn". Hesturinn fældist, Arnljótur kastaðist af baki, en festist á stígvélahælnum í ístaðinu. Dró hesturinn þannig manninn fram og aftur og það meira að segja nokkrum sinnum yfir Blöndu. Um það leyti sem slysið varð, var fólk á ferð frá Tungunesi og Æsustöð- um til Bólstaðarhlíðarkirkju. Sá það aðfarirnar og heyrði á ofboðsleg hljóð mannsins, en gat lengi vel ekkert að gert. Loks tókst bóndan- urn á Æsustöðum að stöðva hestinn. Aðrir telja, að maðurinn hali þá fyrst losnað við hestinn er ístaðsólarnar slitnuðu frá hnakknum. Arnljótur var fluttur upp að Tungunesi, og þar lézt hann á þriðja degi eins og segir í blaðafréttinni. Arnljótur varð rúmlega 28 ára gamall (f. 21. júní 1855). Hann var ógiftur og barnlaus.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Húnavaka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.