Húnavaka - 01.05.1966, Qupperneq 53
HÚNAVAKA
„Við skulum bara reyna að sofna. Svo skulum við reyna að vakna,
áður en fólkið fer á fætur. Ég skal vekja þig, ef ég vakna á undan.“
„Jæja, kannski við reynum það,“ svaraði ég og þó alis ekki
ánægður.
„Já, við skulum bara sofna aftur. Vogun vinnur og vogun tapar.“
Þetta kom þeim kjarki í okkur, að við hölluðum okkur út af jafn-
snemma. Við breiddum vandlega yfir okkur og höfðum eins langt
bil milli okkar og rúmstokkarnir leyfðu.
Ég átti erfitt með að sofna, en Jónína var auðsjáanlega þreytt, því
að hún sofnaði bráðlega. Ég sá því, að henni skyldi ég ekki treysta
um of. Svefn og þreyta urðu brátt ömurlegum hugsunum mínum
yfirsterkari. Ég vaknaði fremur fljótt aftur. Nú var talsvert tekið að
birta. Lengur stoðaði ekki að liggja í rúminu. Ég læddist fram úr
og klæddi mig. Jónína svaf nú róleg og vaknaði ekki, þó að ég opn-
aði dyrnar með níiklu harki.
Ég gekk út og til fjárins. Þar var allt í ró og spekt. Þar dvaldi ég,
þar til ég sá fyrstu reykjarhnoðrana læðast upp úr reykháfnum. Þá
gekk ég heim. Ég fór inn í stofu og beið átekta. F.ftir skamma stund
komu félagar mínir. Þótti þeim ég vera nokkuð snemma á fótum, en
sögðu svo, að ferðahugurinn væri alltaf mikill í unglingunum.
Þegar við fórum, kom húsfreyja út á hlaðið. Hún spurði mig bros-
andi, hvernig ég hefði sofið. Ég varð þess var, að nú myndi hún
vita, hvar hún hafði látið vísa mér til sængur.
„Vel,“ stamaði ég.
Hún hallaði sér að eyra mínu og hvíslaði:
„Þetta skal ekki fara lengra, ÓIi minn.“
Síðan kvöddum við og fórum.
Nokkrum árum eftir þennan atburð, var ég staddur á ungmenna-
félagsskemmtun að Blökkuborgum.
Nokkru eftir að dansinn hófst, varð mér hálf hverft við. Ung
og lagleg stúlka kom inn í salinn og settist við dyrnar andspænis
mér. Hún renndi augunum um salinn. Allt í einu staðnæmdust þau
á mér. Hún roðnaði. Nú var ekki um að villast. Þetta var Jónína,
sem ég hafði eitt sinn sofið hjá. Ég stóð upp og gekk til hennar.
Eftir skamma stund liðum við út á gólfið. Við vorum bæði heldur
hljóð í fyrstu, en þegar leið á nóttina, vorum við orðin mjög skraf-
hreifin. Þegar við skildum, bar okkur saman um, að þetta hefði