Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1966, Side 72

Húnavaka - 01.05.1966, Side 72
70 HÚNAVAKA svo búið og tók að undirbúa ferð mína vestur morguninn eftir. At- huga þurfti járn undir hestunr o. fl. Ég taldi réttara að hafa í ferð þessa þrjá hesta, því að ég bjóst við að fara nokkuð greitt og var þá gott að hafa einn varahest. Veðri var svo háttað, að undanfarna daga hafði verið hægviðri og talsvert frost. Snjór var ekki mikill á láglendi, en allmikill til hálsa og fjalla. Færi mátti því heita gott og ísar á vötnum traustir. Morguninn eftir lagði ég af stað kl. rúmlega sjö og miðaði ég tímann við það, að verða kominn að Lækjamóti kl. 9, þegar síminn væri opnaður. Veður hafði ekki breytzt frá því, sem verið hafði, og gekk ferðin vel vestur í Lækjamót og kom ég þar á tilsettum tíma. Bað ég um lækninn í síma eftir umtali okkar daginn áður, en fékk það svar að hann væri ekki heima — hefði verið sóttur um nóttina fram í Miðfjarðardali og ekki von á honum heim fyrr en seinni- part dagsins. Ekki þóttu mér þetta góðar fréttir, en gat þó ekki að gert. Hélt ég, sem leið liggur, vestur yfir Víðidal og Miðfjarðar- háls og vestur að Adelstað og hugðist fá þar fréttir af ferðum lækn- isins. A Melstað var mér vel tekið af þeim ágætu hjónum Jóhanni Briem og konu hans og fékk ég hressingu fyrir mig og hey handa hestunum. Þar frétti ég að læknirinn væri fyrir stuttri stund lagður af stað úr Miðfirði vestur yfir Hrútafjörð og ætlaði eitthvað norður í Strandasýslu til konu í barnsnauð. Maður þaðan að vestan hafði setið fyrir honum í Miðfirði, þegar hann var á heimleið þá um daginn. Nú þótti mér málið farið að vandast. Ekki vildi ég snúa heim læknislaus og tók því þá ákvörðun að bíða og sjá liverju fram yndi. Varð það að ráði að ég yrði á Melstað um nóttina. Þar var símstöð og hægt að fylgjast með ferðum læknisins. Næsta morgun var svo spurt eftir lækninum, en svarið var, að ekk- ert hefði frá honum heyrzt, en búizt var við, að hann kæmi heim þá um daginn. Ég fór mér því hægt og beið rólegur fram undir há- degið, en hélt þá af stað áleiðis til Hvammstanga. Ég vissi, að lækn- irinn mundi koma sömu leið og ég og því ekki hætta á að hann færi framhjá mér án þess að ég vissi af. Ég fór því hægt, til að þreyta ekki hestana, og þegar ég kom út á Hvammstanga, kom ég hestun- um í hús og fékk handa þeim hey, en fór svo að leita frétta af lækn- inum. Ekkert frétti ég í það sinn, en stuttu síðar kom Ólafur læknir heim og fór ég þá að hitta hann að máli. Tók hann mér vel, en kvaðst vera svefnlaus og uppgefinn og ekki treysta sér til að fara
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.