Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1966, Page 76

Húnavaka - 01.05.1966, Page 76
74 HÚNAVAKA Því lagði ég hiklaust út í vatnselginn, þar sem mér fannst einna árennilegast. Jarpur fetaði sig hægt, en örugglega áfram og sneiddi hjá jökunum, eftir því sem hann gat. Annað slagið reyndi ég að kanna botninn með stafnum, en það kom að litlu gagni, því straum- urinn var það þungur, að ég gat lítið ráðið við stafinn. Vatnið var vel á miðjar síður á hestunum, þar sem dýpst var. Yfir ána komst ég slysalaust, en ekki var það fyrirhyggju minni að þakka og það var mér fyllilega ljóst, þegar ég var kominn yfir, að ég átti Jarp líf mitt að launa, eins og oft mun hafa átt sér stað í erfiðum vetrar- ferðum, að þá var það hesturinn, sem skar úr um ferðalokin. Ekki var þeim þó æfinlega launað sem skyldi, en það er önnur saga. Nú var komið myrkur, en ég kveið þó engu um það, sem eftir var ferðarinnar, — þó eftir væri að komast yfir Vatnsdalsá. Eg vissi að Flóðið hafði verið á vel traustum ís og ekki gat komið til mála að það hefði brotið sig upp og ég þaulkunnugur á þeim slóðum. Lét ég því hestana taka úr sér hrollinn, þegar upp úr Gljúf- urá kom, enda voru þeir orðnir heimfúsir, svo að ekki þurfti að hvetja þá. Ferðin gekk því bæði fljótt og vel heim í kvöldhúminu, og lýkur hér með frásögn þessari. Mér hefur verið sagt, að við Staupastein í Hvalfirði hafi áður verið áð og drukkið staup. Nú er af sem áður var. EKIÐ FRAM HJÁ STAUPASTEINI. Við þig kannast varla neinn, vaktir áður kæti. Þarna ertu Staupasteinn, stendur höllum fæti. Suður á landi hitti ég glensmikla símamenn, er sendu mér boð, er ég svaraði þannig: Það er öruggt að ég met umhygguna sanna. Endurgoldið ei þó get — ástir símamanna. Inga Skarphéðinsdóttir, Blönduósi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.