Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1966, Page 78

Húnavaka - 01.05.1966, Page 78
76 HÚNAVAKA allan jólaundirbúninginn, og karlmennirnir að koma inn úr hús- unum. Ólöf fór að bera inn beztu fötin, sem við áttum, til að vera í um kvöldið. Ég fékk nýja svuntu úr rósóttu lérefti og Bjössi fallega milliskyrtu. Okkur fannst við verða voða fín, þegar við vorum búin að klæða okkur í þessi föt. Allt í einu heyrðum við að bæjarhurðin var opnuð og mikið mannamál frammi. Við flýttum okkur að kíkja fram. Þá er Leifi í dyrunum og pabbi hjá honum. Við sáum hann verka sig upp og taka svo með sér inn poka með dóti í. Fór nú heldur að hækka á okkur brúnin. Það var búið að kveikja á hengilampanum Jregar við komum inn í baðstofuna. Leifi hefur sjálfsagt tekið eftir eft- irvæntingarsvipnum á andlitum okkar, því að hann fór strax að opna poka sinn, þegar hann var setztur niður. Hann tók upp bögg- ul, sem var vafinn innan í brúnt bréf, og rétti okkur ásamt tveim stórum hagldakökum, sem hann gaf okkur. Við settumst fram á rúm og fórum að opna böggulinn. En inn- an úr honum kornu tveir kertapakkar, tvenn barnaspil og brjóst- sykurpoki. Þetta var jólagjöfin frá ömmu til okkar. Mikið vorum við rík og sæl. Bezt var að fá kertin. Ég man svo vel enn þá hvernig þau litu út, þótt nær sex áratugir séu liðnir síðan. Hún hafði skrifað utan á pakkana hvað hvort ætti. Bjössa kerti voru snúin og mun stærri en mín, sem voru strýfuð og fleiri en í haris pakka. Ég man vel eftir myndinni utan á pakkanum. Hún var af stóru tré og stóðu nokkur hreindýr undir snæviþöktum greinum þess, en yfir blátt himinhvolfið þakið stjörnum og fullu tungli. Hún minnti á hend- ingarnar úr sálminum l’agra, sem segir meðal annars: „Þess grein- ar ná víðar og víðar um heim, unz veröldin öll á sitt skjól undir þeim.“ Ekki varð það okkur til ágreinings, þó að amma hefði ekki valið eins handa okkur báðum. Við vorum mjög samrýnd og kom vel saman. Við fórum að skipuleggja hvernig litir kertanna færu bezt saman, þegar við kveiktum á nokkrum í einu. Svo niðursokk- in vorum við í að athuga þetta, og eins að borða sykurinn og brauð- ið okkar, að við tókum ekki eftir neinu, sem fram fór í baðstofunni. Upp úr þessari sæluvímu brukkum við, vegna þess að Leifi var orðinn æstur og talaði hátt. Við litum inn í húsið, þar sem þeir sátu við borðið hann og pabbi og höfðu verið að drekka kaffi, stóð mamma þar hjá þeim. Voru foreldrar rnínir að biðja hann að vera rólegan til morguns, því veðrið væri svo vont. Hann tók því fjarri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.