Húnavaka - 01.05.1966, Síða 78
76
HÚNAVAKA
allan jólaundirbúninginn, og karlmennirnir að koma inn úr hús-
unum. Ólöf fór að bera inn beztu fötin, sem við áttum, til að vera
í um kvöldið. Ég fékk nýja svuntu úr rósóttu lérefti og Bjössi
fallega milliskyrtu. Okkur fannst við verða voða fín, þegar við
vorum búin að klæða okkur í þessi föt.
Allt í einu heyrðum við að bæjarhurðin var opnuð og mikið
mannamál frammi. Við flýttum okkur að kíkja fram. Þá er Leifi
í dyrunum og pabbi hjá honum. Við sáum hann verka sig upp og
taka svo með sér inn poka með dóti í. Fór nú heldur að hækka á
okkur brúnin. Það var búið að kveikja á hengilampanum Jregar
við komum inn í baðstofuna. Leifi hefur sjálfsagt tekið eftir eft-
irvæntingarsvipnum á andlitum okkar, því að hann fór strax að
opna poka sinn, þegar hann var setztur niður. Hann tók upp bögg-
ul, sem var vafinn innan í brúnt bréf, og rétti okkur ásamt tveim
stórum hagldakökum, sem hann gaf okkur.
Við settumst fram á rúm og fórum að opna böggulinn. En inn-
an úr honum kornu tveir kertapakkar, tvenn barnaspil og brjóst-
sykurpoki. Þetta var jólagjöfin frá ömmu til okkar. Mikið vorum
við rík og sæl. Bezt var að fá kertin. Ég man svo vel enn þá hvernig
þau litu út, þótt nær sex áratugir séu liðnir síðan. Hún hafði skrifað
utan á pakkana hvað hvort ætti. Bjössa kerti voru snúin og mun
stærri en mín, sem voru strýfuð og fleiri en í haris pakka. Ég man
vel eftir myndinni utan á pakkanum. Hún var af stóru tré og stóðu
nokkur hreindýr undir snæviþöktum greinum þess, en yfir blátt
himinhvolfið þakið stjörnum og fullu tungli. Hún minnti á hend-
ingarnar úr sálminum l’agra, sem segir meðal annars: „Þess grein-
ar ná víðar og víðar um heim, unz veröldin öll á sitt skjól undir
þeim.“ Ekki varð það okkur til ágreinings, þó að amma hefði ekki
valið eins handa okkur báðum. Við vorum mjög samrýnd og kom
vel saman. Við fórum að skipuleggja hvernig litir kertanna færu
bezt saman, þegar við kveiktum á nokkrum í einu. Svo niðursokk-
in vorum við í að athuga þetta, og eins að borða sykurinn og brauð-
ið okkar, að við tókum ekki eftir neinu, sem fram fór í baðstofunni.
Upp úr þessari sæluvímu brukkum við, vegna þess að Leifi var
orðinn æstur og talaði hátt. Við litum inn í húsið, þar sem þeir
sátu við borðið hann og pabbi og höfðu verið að drekka kaffi, stóð
mamma þar hjá þeim. Voru foreldrar rnínir að biðja hann að vera
rólegan til morguns, því veðrið væri svo vont. Hann tók því fjarri