Húnavaka - 01.05.1966, Síða 80
78
HÚNAVAKA
í tvö jafn stór herbergi, rúmin voru sex alls, þrjú í hvoru herbergi.
Klukkan tifaði innan á skilþilinu og taldi tímann af nákvæmni.
Fyrir sexrúðuglugganum á suðurstafninum voru hvít tjöld, en ekk-
ert breitt fyrir litlu hliðargluggana, sem allir vissu í vestur. Þetta
hús mun alltaf verða mitt traustasta vígi. Þar var ég ómálga barn
borin á örmum ástríkrar móður. Þar gekk ég fyrstu sporin. Þar var
ég umvafin kærleika og umhyggju ástvina minna. Þar lærði ég allt,
sem gefur lífi mínu mest gildi, því að þar hef ég lifað mínar ljúfustu,
og líka sárustu stundir.
Á rúrni sínu inn við stafninn sat mamma og las. Hún var mjög
bókhneigð, en gaf sér sjaldan tíma til lestrar á virkum dögum fyrr
en seinast á kvöldin, oftast þegar allir voru háttaðir, því að hún var
ákaflega dugleg og vinnusöm. Mamma fékk æfinlega lánaðar dansk-
ar bækur hjá Guðmundi frænda sínum í Hvammi fyrir hátíðarnar.
Þá las hún öllum stundum, sem luin gat. Það voru skemmtilegar
stundir, sem fjölskyldan átti saman, þegar hún sagði langa kafla úr
þessum dönsku bókum, því að hún hafði sérstaklega mikla frásagnar-
hæfileika. Á borðinu stóð borðlampinn hennar, gylltur með hvít-
um kúpli. Ekkert ljósfæri hef ég séð enn, sem mér hefur fundist
bera jafn góða birtu og hann.
Framar á húsgólfinu var komið fyrir borði. Við það sátu systur
mínar og pabbi og Bjössi og spiluðu, en ég var of heimsk til að
geta verið með í vistinni. Ég var samt ekkert óánægð, vissi að
það yrði spilað við okkur púkk daginn eftir. Svo var líka Pétur
minn að spila við mig eitthvert tveggja manna spil. Við höfð-
um ágæta birtu af kertunum, sem ég kom fyrir á rúmgaflinum og
eins uppi á hillunni, sem var yfir höfðalaginu á rúminu, sem við
sátum á. Við notuðum barnaspilin, sem amma sendi mér, og ég
hló þegar vinnulúnar hendur vinar míns „áttu bágt með að góma
þessar litlu grýtur“, eins og hann komst að orði um spilin. Ég var
montin af systrum mínum þetta kviild. Mér fundust þær svo falleg-
ar og fínar, bjartur og litfagur hörundslitur þeirra og ljósu hár-
lokkarnir skáru svo fagurlega af við dökkan klæðnaðinn. Ólöf var
alvarleg og fylgdi spilaganginum með athygli. En smábros lék ann-
að slagið um varir Jónu og kæmi eitthvað spaugilegt fyrir gerði
hún sér óspart gaman af því. Húslesturinn þetta kvöld fannst mér
torskilinn, fannst einnig pabbi fletta of mörgum blöðum í bókinni,
enda var lesturinn langur og ég orðin syfjnð.