Húnavaka - 01.05.1966, Síða 85
HÚNAVAKA
83
brattann, og gekk upp allan Kerlingardal, sem er líðandi halli, og
síðan niður úr honum svokallaða Kerlingardalsgötu, sem liggur nið-
ur í Ytrihraundalinn. Þaðan gekk hún beint heldur ógreiðfæra leið
suður hraunið, en þegar hún kom í Dauðsmannsketilinn féll hún
dauð niður. Síðan er hann kallaður þessu óhugnanlega nafni og dal-
irnir, sem kerling fór um kallaðir Kerlingardalir. Gatan þaðan nið-
ur í Hraundal, Kerlingargata eða Kerlingardalsgata, og lækurinn,
sem kerlingin hellti mjólkinni í heitir Kerlingardalslækur. Kemur
hann undan hól austan við Kerlingardalinn og er jafn kalt vatn í
honum vetur og sumar.
Sagt er að Magnús sálarháski hafi skroppið upp í Skarðsskarð að
drekka úr þessum læk ef hann var fyrir utan Holtastaði í Langa-
dalnum, en væri hann þar eða sunnar skokkaði hann fram að Mó-
bergi. Það er eins með þann læk og lækinn í Skarðinu, að hann kem-
ur undan hól og frýs aldrei að vetrinum. Svona eru nú þessi örnefni
skírð hvort sem nokkur fótur er fyrir þessum sögnum eða ekki.
Júnatan J. Lindal, Holtastöðum.
II
Örnef7ii á Spákonnfellshöfða.
Spákonufellshöfði allur og landið vestan vegar er í landareign
Spákonufells. Landamerki við Höfðahóla var vegur austan við Höfð-
ann og niður í fjöru nokkrum metrum austan við bæjarhús í Réttar-
holti. Að vestan voru merkin í Einbúa, stakan klettahöfða við sjó-
inn. í Einbúanum er smásprungin grágrýtistegund. í suður suðvest-
ur af Einbúa var Spákonufellseyja. Þar var æðarvarp. Eyjan var
sprengd niður í hafnargarðinn, þegar farið var að byggja höfnina.
Nokkur hluti hennar stendur enn, sem hafnargarður og skjólgarð-
ur. í henni og Höfðanum er grágrýtisstuðlaberg mjög fallegt. Norð-
an við Einbúann stóðu gömlu verzlunarhús dönsku kaupmannanna.
Spákonufellseigendur seldu á sínum tíma dönsku verzluninni stóra
landspildu undir verzlunarhúsin og upp undir Höfðann. Svæði
þetta er kallað Skagastrandartún.
Fjaran frá Einbúa og vestur í Höfða kallast Vör. Þar var upp-
sátur, en uppskipunarbryggja var austan við Einbúann. Síðar var
byggð bryggja úr grjóti vestast í Vörinni til að taka á móti fiski. Þá