Húnavaka - 01.05.1966, Síða 86
84
HÚNAVAKA
höfðu verið byggð salt- og fiskhús vestur undir Höfðanum. Nú er
bryggja þessi eyðilögð, en úr salt- og fiskhúsunum hefur að nokkru
verið byggt Hraðfrystihús Kaupfélags Skagstrendinga. Á syðstu
hæðinni vestan við Vörina byggði Hafnargerð Skagastrandar, ver-
búð, mikla steinbyggingu. Þar er mikið útsýni. Þar sem Höfðinn
nær lengst til suðurs heitir Höfðatá (Hólsnef). Vestan í Höfðanum
er klettadrangur í klettabrík, sem líkist mjög konu, er situr með bók
eða prjóna í kjöltu sér og horfir til sjávar. (Tröllamey, sem bíður
eftir unnusta sínum, senr reri til fiskjar, en kom ekki aftur og kon-
an varð að steini).
Nyrzt í Skagastrandartúni gengur dalur eða lág norðvestur í Höfð-
ann, Tjaldklaufin. í Tjaldklauf reistu ferðamenn (sveitamenn),
tjöld sín í sumar- og haustkauptíð, er þeir komu í verzlunarerind-
um. Á háhöfðanum eru legumerki, vörður, hlaðnar úr grjóti með
steinlími, önnur syðst, hin á háhöfða.
Vestan í Höfðann gengur djúp vík, Vékelsvík (Vækilsvík). Þar
lágu kaupskip einokunarkaupmanna fyrr á tímum. Norðan við Vé-
kelsvík eru klettar, sker, Sauðsker. Við stærra skerið er mjög djúpur
áll eða gjá. Þangað voru skipin leidd og bundin. Verzlunin fór fram
í skipunum. Sunnan við Vékelsvík var ganrall festahringur, sýnileg-
ur til skamms tíma, festur í klöpp.
Syðst á Höfðatá voru tveir fallbyssuhólkar, sem skotið var af við
skipskomur. Önnur var flutt suður á Þjóðnrinjasafn.
Norður af Vékelsvík, upp af Sauðskeri (Soðskeri) er slétt flöt Reið-
flöt (Reiðingsflöt). Þar munu ferðamenn hafa búið upp á hesta
sína. Reiðgötur lágu frá Reiðflöt og Vékelsvík þvert yfir Höfðann
um Tjaldklauf og líka í dal nyrzt í Höfðanum, Levnidal (Fagradal).
Hann gengur til norðurs — norðausturs, beygir sjávarmegin til suð-
austurs frá Melstað. Við norðurenda Höfðans er hár klettadrangur
við ströndina, Arnarstapi. Þar verpir hrafn. Klettabríkin norðan
við Leynidal er nú kölluð Réttarholtshæð. Þar norðan við Höfðann
var Landsendarétt og bærinn Réttarholt. Landsendarétt mun hafa
verið byggð um 1880—1890. Hún var hlaðin úr gTjóti og notuð til
ársins 1952—53. Nú er skilarétt Höfðahrepps við norðurenda Fells-
túns, steinsteypt, Spákonufellsrétt. Að sunnan og að nokkru að norð-
an við Höfðann liafa verið leigðar byggingalóðir.
Pdll Jónsson, skólastjóri, Höfðakaupstað.