Húnavaka - 01.05.1966, Page 87
PÉTUR PÉTURSSON, Blönduósi:
l húrni kvöldsins
Það var haustið 1934 að við frændi minn vorum að koma fyrir
eldivið í útiskemmu. Þetta var seint á hausti og orðið áliðið dags.
Veðri var þannig háttað, að sunnan hlýviðri var á og alautt,
myrkrið var eins svart og þykkt og það frekast getur orðið. Höfðum
við því olíulugt til að lýsa upp skemmuna með.
Flækingshundur er komið hafði fyrir nokkrum dögum og tekið
ástfóstri við mig var þarna hjá okkur. — Þetta var skozkur hundur
(blendingur) alsvartur á belginn með gula depla yfir augunum og
gula skó á fótum. Allur var hundurinn stór.
Er við höfðum baukað við eldiviðinn nokkra stund tókum við
eftir því, að seppi er staðinn upp og kominn út í dyrnar og er all
vígalegur að sjá — öll bakhárin ein burst, skottið klennnt niður á
milli fóta og eyrun afturlögð, rétt eins og hann ætlaði í áflog við
eitthvað, sem hann þó hræddist. — Enda skipti það engum togum
að þarna í dyrunum hófst regiulegt einvígi, hundurinn urraði, ýldi,
beit og glefsaði. — En hvað var það, sem sótti að honum? Ekkert
sást nema myrkrið. Er svona hafði gengið nokkra stund var kallað
á okkur í mat — fylgdi seppi okkur fast eftir í bæinn.
Meðan við mötuðumst var seppi framan við eldhúshurðina og
alltaf öðru hvoru að urrá og reisa burstir.
Að loknum mat þurftum við frændi minn að ganga til útihúsa
og láta hey í poka er nota skyldi í eftirleit næstu daga.
Um leið og við lukum upp útidyrunum ruddist hann fram hjá
okkur með urri og óhljóðum og snarast suður hlaðið á móts við
bæjarhornið. Upphófst nú sú einkennilegasta orrusta, sem ég hef
orðið vitni að. Hundurinn hélt sig á mótum myrkurs og ljóss, frá