Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1966, Page 89

Húnavaka - 01.05.1966, Page 89
INGA SKARPHÉÐINSDÓTTIR, Blönduósi: Gakktu með mér til Gíe&innar Þorpið lá í svefni. Húsin voru myrk og stóðu á nöturlegum strjál- ingi umhverfis víkina. Öldurnar gnauðuðu við ströndina og sendu smáskvettur upp á svartan sandinn. Dagurinn var að stjaka nóttinni af himninum. Það kom allt í einu ljós, í einn kjallaraglugga. Jói mjólkurbílstjóri var setztur framan á og farinn að tosa sér í fötin. Hann varð að vakna fyrir dag. Utúrsyfjaður varð hann að aka þessa sömu leið, dag eftir dag, árið út og árið inn. Hann var næstum alltaf þreyttur og illa sofinn, en nú tók þó út yfir. Það hafði verið haldin Gleðivika í þorpinu. Samkomuhúsin voru full af fólki, nætur og daga. Hann gat svo lítið skemmt sér fyrir þessari árans mjólk. Ekki und- ur að strákarnir hefðu kallað hann Mjólkur-Jóa. Það leið ört á vikuna, nú var fimmtudagur. í kvöld skyldi liann fara á dansleikinn og verða svo út úr, að hann yrði borinn heim. Jói hló og var nú vel vaknaður. Hann tók rakvélina sína og setti hana við rafstrauminn, hann fann hana strjúkast notalega við vanga sína. Hann sat þarna einn og hljóður, mjósleginn og gugginn, en í huga hans byrjuðu að birtast fagrar myndir af kvöldinu framundan. Hann hafði aldrei átt sér kærustu eða vinkonu, alltaf verið út- undan í lífinu. Enginn þekkti þrár hans og vonir. Það héldu víst allir, að þær hefðu drukknað í mjólk. Hann átti sér drauma eins og hinir, en aðeins fyrir sjálfan sig. Hann naut þeirra einn, meðan bíllinn nuddaðist áfram endalausan veginn, dag eftir dag. Það hafði frosið um nóttina, en bíllinn braut skænið af pollun- um svo gusurnar gengu í allar áttir. Hann hossaðist á ójöfnunum og skvampaðist niður í lægðirnar, þar var vottur af holklaka, það var auðséð að vorið var í nánd.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.