Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1966, Page 90

Húnavaka - 01.05.1966, Page 90
88 HÚNAVAKA Þegar birti betur sást stóra auglýsingin á hliðarrúðunni, á bíln- um hans Mjólkur-Jóa. Hún bar fólkinu í sveitinni, fréttina miklu um Gleðina í þorpinu. Jói hugsaði gott til, að koma að Stað. Þar fékk hann sér kaffi og horfði dreymandi augum á ráðskonuna. Hún var búin að vera um tíma hjá Þórði bónda, margir héldu að hún færi aldrei þaðan — því miður. Jói var ástfanginn af henni, enda var hún fríð og fönguleg. Hún var þrýstin og björt og brosti eggj- andi framan í Jóa. Hann gat aldrei þýtt það bros hann Jói, enda ekki sterkgáfaður talinn. Hann ók heim að Stað, það var reisulegur bær og stóð hátt. Jói stöðvaði bílinn. Hann smeygði hendinni bak við sætið um leið og hann fór út. í hendi hans lá stór grænn fleygur, sem hann lét renna niður í úlpuvasa sinn. Hann gekk í bæinn óboðinn og inn í eldhús. Þar var ráðskonan að laga kaffi. Hún stóð þarna morgunrjóð, með sína holdugu handleggi bera til axla. Þórður bóndi sat við borð- ið og beið drykkjarins. Hann var úfinn og framúrlegur karlanginn, enda kominn af léttasta skeiði. Jói settist, er hann hafði heilsað og læddi pelanum að Þórði. Þeir drukku og neyttu vínsins rólegir og nú skein andlit Þórðar eins og sól. Jói fór leitandi augum um líkama konunnar, sem bar á borð, eintóm mýkt og sætleiki. Augunum pírði hún á Jóa og brosti þessu leyndardómsfulla brosi, svo að Jói varð allur heitur innra með sér. Sá sem ætti. ... Sá sem mætti. Heyrðu Jói, sagði Þórður. Við förum með þér út eftir þegar þú kemur framan að. Ég býð ráðs- konunni á Gleðina í kvöld. Þórður renndi augum til hennar. Jói gat ekki betur séð en það væru augu eigandans, líkt og þegar Þórð- ur horfði á kindurnar sínar eða innanstokksmunina. Synd og skömm. Hann kólnaði allur og leit niður, áður en hann sæi svipinn á ráðs- konunni. Hann stóð upp, þakkaði fyrir sig og snaraðist fram. Þið verðið tilbúin þegar ég kem aftur, kallaði hann um leið og hurðin lokaðist á hæla honum. Meðan hann fór í skógarmana, heyrði hann Þórð syngja hátt: Gakktu með mér til Gleðinnar, digga, digga, damm. Það hvein hátt í þegar Jói ók af stað, líkt og bíllinn væri líka reiður og særður. Hann skyldi láta hana sitja næst sér í dag og finna þessa undursamlegu mýkt. Hann skyldi skipta og hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.