Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1966, Síða 100

Húnavaka - 01.05.1966, Síða 100
98 HÚNAVAKA enda skrifari ágætur. Þá vann hann á skrifstofu hjá sýslumanni Húnvetninga um 20 ára skeið, og var þá oft settur sýslumaður, gaf þá m. a. saman hjón. Sýslufundargerð Austur-Húnavatnssýslu ritaði hann allt fram á síðustu ár. Jónas Benedikt Bjarnason, eins og hann hét fullu nafni, fæddist hinn 20. september 1866 að Þórormstungu í Vatnsdal, sonur Bjarna Snæbjörnssonar, bónda þar, og konu hans, Guðrúnar Guðmunds- dóttur bónda á Snæringsstöðum. Hann stundaði nám í Flensborg- arskóla og lauk prófi þaðan. 1892 byrjaði hann búskap á Guðrún- arstöðum í Vatnsdal. Hinn 6. janúar 1893 gekk hann að eiga heima- sætuna þar, Elínu Ólafsdóttur, systur Guðmundar alþingismanns í Asi og þeirra systkina, hina mætustu konu. Sama ár flytja þau að Ásum í Svínavatnshreppi og þar með hófst hans mikla og marg- háttaða starf, sem að nokkru hefir verið lýst hér að framan. Fyrstu árin bjó Jónas á ýmsum jörðum í Svínavatnshreppi, unz hann keypti Litladal og bjó þar síðan, eins og fyrr segir, þar til hann lét jörðina í hendur Ólafi syni sínum 1924. Þau Elín og Jónas áttu fimm börn. Þau eru: Bjarni kennari og bóndi í Blöndudalshólum, Sigurbjörg, ráðskona á Stóru-Giljá, Guðrún og Ásta, búsettar í Reykjavík og Ólafur, bóndi í Litladal. Ólafur andaðist í bvrjun túnasláttar 1936, aðeins 43 ára að aldri, frá konu og tveimur ung- um dætrum. Það var þungt áfall, ekki einasta fyrir aldraðan föður og unga konu, heldur var það sveitarsorg. Hann var úrvals bóndi og hvers manns hugljúfi. Einnig eru hin börnin vel gefin og hinir beztu þjóðfélagsþegnar. Elínu konu sína missti Jónas 1929. Hinn 22. maí 1937 kvæntist Jónas öðru sinni, Ingibjörgu Sigurðardóttur frá Hvammi í Laxár- dal, dugnaðar- og myndarkonu og bjuggu þau á Blönduósi. Eins og sjá má á framanskráðu, er hér aðeins drepið á helztu atriðin úr lífi og starfi þessa mikilhæfa manns, en engan veginn tæmandi lýsing á manninum sjálfum í önn hans og starfi. Öll störf sín leysti hann af hendi með mestu prýði og vandvirkni. Hann var hægur í fasi og máli, eins og ég man hann, íhugull og tillögugóður. Fyrir fáum árum síðan varð mér það Ijóst, að Njáll á Bergþórs- hvoli var í huga mínum, sem næst því að vera í gerfi Jónasar Bjarna- sonar. Þannig hefir mynd Jónasar færzt yfir á hinn forna speking í undirvitund minni, þegar ég var barn að aldri og án þess, að mér yrði það ljóst, fyrr en áratugum seinna. Ég set þetta hér vegna þess
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Húnavaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.