Húnavaka - 01.05.1966, Side 107
HÚNAVAKA
105
meistara á Blönduósi hafði hún tekið fárra vikna gamlan og alið
upp að öllu leyti sem sitt eigið barn.
Sr. Þorsteinn B. Gíslason.
HÖSKULDSSTAÐAPRESTAKALL.
Hjörtur J. Klemenson, Vik, Höfðakaupstað, andaðist 6. febrúar.
Hann var fæddur 18. febr. 1887 á Kurfi í Skagahreppi. Hann var
ekkjumaður, kona hans, Ásta Sveinsdóttir, andaðist 1960. Eignuðust
þau 16 börn.
Hjörtur Klemensson var aflasæll formaður og farnaðist vel sín
sjómennska. Hann var liin bezta skytta og skaut meðal annars hvíta-
björn frostaveturinn 1918. Hann var manna veðurgleggstur, hvort
heldur var frá degi til dags eða um veðurfar um lengri tíma.
Sigmundur Benediktsson, bóndi, Björgum, Skagahreppi andaðist
6. maí. Fæddur var hann 3. nóv. 1888 á Bergsstöðum í Hallárdal.
Hann var ekkjumaður. Sigmundur Benediktsson var maður vel gef-
inn og skáldmæltur.
Hann var um langt árabil nefndarmaður sveitunga sinna, oddviti,
sýslunefndarmaður og formaður sóknarnefndar Hofskirkju.
Hann var maður tillögugóður og eðlisvitur, lét lítið yfir sér, en
var því meiri, er maður kynntist honum.
Axel Ásgeirsson, Litla-Felli, Höfðahreppi, andaðist 21. sept. Hann
var fæddur 21. janúar 1906 á Stóra-Bergi. Hann ólst upp í Höfða-
hólum og bjó þar lengi. Hann var maður dagfarsprúður og vinsæll.
Frits H. Magnússon, Ásbergi, Höfðakaupstað, andaðist 19. okt.
Hann var fæddur 6. maí 1890 á Ytra-Hóli í Vindhælishreppi. Hann
bjó um skeið á Litla-Felli, en lengst af á Ásbergi. Jafnframt búskap
var hann kjötmatsmaður. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum,
einkum leikfélagsins og verkalýðsfélagsins, og var oft forsvarsmaður
þess við samningagerðir. Hann var maður léttur í lund og hress í
máli. Kona hans var Karla Helgadóttir, sem er á lífi.
Þuríður Jakobsdóttir, Brautarholti, Höfðakaupstað, andaðist 19.
júlí. Hún var fædd 17. janúar 1881,í Valagerði í Skagafirði, en ólst
upp í Bólstaðarhlíðarhreppi og dvaldi þar lengst af, unz hún giftist
Ólafi Guðmundssyni í Brautarholti, sem er á lífi.