Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1966, Page 107

Húnavaka - 01.05.1966, Page 107
HÚNAVAKA 105 meistara á Blönduósi hafði hún tekið fárra vikna gamlan og alið upp að öllu leyti sem sitt eigið barn. Sr. Þorsteinn B. Gíslason. HÖSKULDSSTAÐAPRESTAKALL. Hjörtur J. Klemenson, Vik, Höfðakaupstað, andaðist 6. febrúar. Hann var fæddur 18. febr. 1887 á Kurfi í Skagahreppi. Hann var ekkjumaður, kona hans, Ásta Sveinsdóttir, andaðist 1960. Eignuðust þau 16 börn. Hjörtur Klemensson var aflasæll formaður og farnaðist vel sín sjómennska. Hann var liin bezta skytta og skaut meðal annars hvíta- björn frostaveturinn 1918. Hann var manna veðurgleggstur, hvort heldur var frá degi til dags eða um veðurfar um lengri tíma. Sigmundur Benediktsson, bóndi, Björgum, Skagahreppi andaðist 6. maí. Fæddur var hann 3. nóv. 1888 á Bergsstöðum í Hallárdal. Hann var ekkjumaður. Sigmundur Benediktsson var maður vel gef- inn og skáldmæltur. Hann var um langt árabil nefndarmaður sveitunga sinna, oddviti, sýslunefndarmaður og formaður sóknarnefndar Hofskirkju. Hann var maður tillögugóður og eðlisvitur, lét lítið yfir sér, en var því meiri, er maður kynntist honum. Axel Ásgeirsson, Litla-Felli, Höfðahreppi, andaðist 21. sept. Hann var fæddur 21. janúar 1906 á Stóra-Bergi. Hann ólst upp í Höfða- hólum og bjó þar lengi. Hann var maður dagfarsprúður og vinsæll. Frits H. Magnússon, Ásbergi, Höfðakaupstað, andaðist 19. okt. Hann var fæddur 6. maí 1890 á Ytra-Hóli í Vindhælishreppi. Hann bjó um skeið á Litla-Felli, en lengst af á Ásbergi. Jafnframt búskap var hann kjötmatsmaður. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum, einkum leikfélagsins og verkalýðsfélagsins, og var oft forsvarsmaður þess við samningagerðir. Hann var maður léttur í lund og hress í máli. Kona hans var Karla Helgadóttir, sem er á lífi. Þuríður Jakobsdóttir, Brautarholti, Höfðakaupstað, andaðist 19. júlí. Hún var fædd 17. janúar 1881,í Valagerði í Skagafirði, en ólst upp í Bólstaðarhlíðarhreppi og dvaldi þar lengst af, unz hún giftist Ólafi Guðmundssyni í Brautarholti, sem er á lífi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.