Húnavaka - 01.05.1966, Blaðsíða 109
Fréttir og fróMeikur
Trésmiðjan Fróði h.f., Blöndu-
ósi, 10 ára.
Trésmiðjan Fróði li/f, Blöndu-
ósi, var stofnuð 20. janúar 1956,
og er því nýlega 10 ára.
Stofnendur félagsins voru:
Einar Evensen, Anne Jóhanns-
dóttir, Knútur Berndsen, Tlieo-
dóra Berndsen, Sigurður Kr.
Jónsson og Guðrún Ingimars-
dóttir, og eru þau öll hluthafar
enn, ásamt Hallbirni Kristjáns-
syni, Guðrúnu Kristjánsdóttur,
Ævari Rögnvaldssyni og Elínu
Grímsdóttur, er keyptu sig inn
í félagið árið 1963.
Fyrst til að byrja með var ekki
sett upp verkstæði, eða ekki fyrr
en í maí 1956 og þá í húsi því,
er Trefjaplast h/f á nú, en þá
jafnframt hafin bygging verk-
stæðishúss þess, er fyrirtækið er
enn til húsa í og flutt þangað
hinn 1. sept. 1956, það hús var
svo stækkað og keypt viðbót
þremur árum síðar.
Tilgangur félagsins var fyrst
og fremst húsabyggingar og inn-
réttingar, svo og aðrar verklegar
framkvæmdir.
Fyrsta verkefni fyrirtækisins
var að fullgera slátur- og frysti-
hús S. A. H., sem þá var verið að
endurbyggja.
Af öðrum verkefnum má
nefna: Viðbót við Mjólkurstöð-
ina, Útibú K. H. innan Blöndu,
Hótel Blönduós, grunn Félags-
heimilisins á Blönduósi, Hösk-
uldsstaðakirkju, Skrapatungu-
rétt, Laxahvamm í Miðfirði og
nú síðast Verzlunar- og skrif-
stofuhús Kaupfélags Húnvetn-
inga, Blönduósi, sem nú er að
miklu leyti fullgert, auk fjölda
íbúðarhúsa og annarra smærri
verkefna. S.l. sumar tók fyrirtæk-
ið að sér að skipta um fallpípu
að rafstöðinni við Laxárvatn og
lauk því verki s.l. haust.
Félagið hefur útskrifað þrjá
húsasmiði, þá Hallbjörn Krist-
jánsson, Ævar Rögnvaldsson og
Ara H. Einarsson, auk þess lauk
Gunnar Sigurðsson námi sínu á
vegum félagsins, og eru nú tveir
nemar til viðbótar hjá félaginu.