Húnavaka - 01.05.1966, Síða 119
HÚNAVAKA
117
aukizt um 1 millj. og 853 þús.
kr. á s.l. ári — eða um 71%. Vext-
ir af innstæðufé námu 220 þús.
kr. á árinu. Lán í víxlum nárnu
2 millj. og 697 þús. kr. í árslok
1965.
Frá sýsluskrifstofunni á
Blönduósi.
Útborgaður ellilífeyrir fyrir
árið 1965 var 7 millj. og 221 þús.
kr. Örorkulífeyrir voru 2 millj.
og 402 þús. kr.
Greiddar voru 2 millj. og 663
þús. kr. í fjölskyldubætur. Fæð-
ingarstyrkir végna 49 fæddra
barna í sýslunni námu 278 þús.
kr. Örorkustyrkir voru 292 þús.
kr. og mæðralaun 193 þús. kr.
Barnalífeyrir með börnum
ekkna öryrkja og ellilífeyrisþega
nam 417 þús. kr.
Frá Búnaðarsambandinu.
Framkvæmdir á sviði ræktun-
ar og bygginga voru miklar á s.l.
ári. Nýræktin var alls 211 ha. og
er það nokkru meira en verið
hefur um árabil. Grænfóðurakr-
ar voru 24,5 ha. Girðingar um
ræktunarlönd 41,6 km. Grafið
var alls af opnum skurðum
50160 m. og upp úr þeim mokað
um 200 þús. m.3
Aldrei fyrr hefur verið byggt
eins mikið á einu ári af hey-
geymslum eða alls um 11000 m.3
Súgþurrkunarkerfi var sett í
hlöður, sem eru að flatarmáli
2007 m.2 Lítið var byggt af fjós-
um, en mikið af fjárhúsum og
eru þau nær öll með áburðar-
kjöllurum og grindum í gólfi, og
er mikil framför. Færist það nú
mjög í vöxt að byggja kjallarana
það háa, að hægt sé að moka þá
með vélum, án þess að hreyfa
grindur og er óefað hverfandi
kostnaður miðað við þægindi og
vinnuspamað.
Búnaðarsambandið keypti á
síðastliðnu ári eina jarðýtu 8
tonna, er kom til starfa strax um
vorið og var unnið mikið með
henni og reyndist hún ágætlega.
Ný skurðgrafa kom til starfa um
miðjan ágúst og vann fram í
frost. Reyndust afköst hennar
miklu meiri en áður hefur
þekkzt hér.
Þá var keypt notuð skurðgrafa
á s.l. hausti, en hún kom það
seint, að vegna frosta var rétt
hægt að prófa hana. Kaupverð
þessara véla var um 2.7 millj. kr.
Á þessu ári eru ráðgerð kaup
á 15 tonna ýtu af fullkomnustu
gerð, en þegar hún er fengin,
hefur vélakostur sambandsins
verið allvel endurnýjaður í bili.
Samkvæmt skýrslum forða-
gæzlumanna (Skagahreppur þó
ekki með), eru á fóðrum í sýsl-
unni á þessum vetri 2042 naut-
gripir, þar af 1745 kýr. Sauðfé