Húnavaka - 01.05.1966, Side 120
118
HÚNAVAKA
47.387, þar af 7399 lömb og
39.107 ær. Hross 3702. Sam-
kvæmt skýrslunum virðist muni
vera nægilegt fóður í sýslunni í
heild í meðal vetri. Allmarga
vantar fóður og enn fleiri til að
geta fóðrað búféð ti! verulegra
afurða. En afurðaleysi búfjárins
hjá of mörgum bændum er al-
varlegt.
Frá pósthúsinu á Blönduósi.
Frá símstöðinni á Blönduósi
voru afgreidd 35233 viðtalsbil
og meðtekin 34865 viðtalsbil á
árinu 1965. Send voru 2232 al-
menn símskeyti og meðtekin
1280.
Á pósthúsinu voru skrásettar
6222 sendingar, bréf og bögglar,
en aðkomnar sendingar, bréf og
bcigglar voru 8525. Innborgaðar
póstávísanir og póstkröfuávísan-
ir voru 7263, að upphæð 12 milj.
528 þús. kr. Aðkomnar póstkröf-
ur voru 5660 að upphæð 6 millj.
og 931 þús. kr. Á árinu 1965
voru seld frímerki fyrir 229 þús.
og 300 kr.
Frá Félagsheimilinu á
Blönduósi.
Á árinu 1965 var starfsemin
í Félagsheimilinu margþætt. Þar
voru sýndir sjónleikir og kvik-
myndir, haldnir dansleikir, árs-
hátíðir, söngskemmtanir, fund-
ir, bingókvöld og þar hafði tóm-
stundastarfsemi unglinga, á veg-
um Lionsklúbbs Blönduóss, að-
setur.
Leikstarfsemi Leikfél. Blöndu-
óss átti sér þar athvarf, og sýndi
félagið sjónleikinn „Tangarsókn
tengdamömmu“ þar 7 sinnum.
Einnig sýndu þar sjónleiki Ung-
mennafélagið Fram á Skaga-
strönd og Karlakórinn Vöku-
menn.
Leikfélag Sauðárkróks sýndi
„Gullna hliðið“ fyrir fullu lu'isi.
Þjóðleikhúsið sýndi „Hver er
hræddur við Virginíu Wolf“ og
Leikfélag Reykjavíkur lék „Æf-
intýri á gönguför" við mjög
góða aðsókn. Einnig höfðu
Jeppaflokkurinn og Sumarleik-
luisið leiksýningar í Félagsheim-
ilinu.
Sýndar voru 144 kvikmyndir
á árinu og voru bíógestir um 17
þúsund. Nettótekjur af kvik-
myndasýningum reyndust 190
þús. kr.
Telja má að rekstur Félags-
heimilisins hafi gengið vel, þó
að tekjuafgangur á rekstrarreikn-
ingi reyndist nokkru minni árið
1965 en árið áður eða 117 þús.
kr.
Ennþá eru röskar 3 milljónir
af framlagi Félagsheimilasjóðs,
vegna byggingarkostnaðar Fé-
lagsheimilisins c'jgoldnar og veld-
ur það sumum af félögum þeim,