Húnavaka - 01.05.1966, Side 123
HÚNAVAKA
121
þessum bókum voru 1772 frum-
samdar á íslenzku, en hinar þýdd
ar, því að bækur á erlendum mál-
um eru ekki lesnar.
Mest lesnu höfundarnir voru:
Bindi
Ármann Kr. Einarsson 129
Ingibjörg Sigurðardóttir 87
Guðrún frá Lundi 51
Ingibjörg Jónsdóttir 45
Vilberg Júlíusson 45
Jón Björnsson 35
Guðm. G. Hagalín 32
Guðm. Daníelsson 29
Gunnar M. Magnúss 28
Kristmann Guðmundsson 28
Frá sýslufundi A.-Hún.
Sýslufundur var haldinn 6.—
9. og 14.—15. maí. Samþykkt var
áætlun sýsluvegasjóðs A.-Hún.
fyrir árin 1965—68. Samkvæmt
nýju vegalögunum er gert ráð
fyrir samningu 4 ára áætlana,
sem endurskoðist á 2ja ára fresti
ef þörf krefur.
Hæstu útgjaldaliðir sýslusjóðs
eru samkvæmt áætlun fyrir árið
1965: Til menntamála 674 þús.
kr., til heilbrigðismála 443 þús.
kr., til atvinnumála 126 þús. kr.
og til Félagsheimilisins á Blöndu
ósi 200 þús. kr., sem er framlag
upp í byggingarkostnað.
Helzti tekjuliður er niðurjafn-
að sýslusjóðsgjald 1,5 millj. kr.
Frá útibúi Búnaðarbankans á
Blönduósi.
Innstæður í Sparisjóði í árslok
1965 námu 40,1 millj. kr., en
voru í ársbyrjun 30.5 millj. kr.
Innstæðuaukningin varð því
tæpar 10 millj. króna á árinu.
Vextir af innstæðum námu 1.915
millj. kr.
Á árinu festi útibúið kaup á
lóð og húseign á Blönduósi, og
mun starfsemin flytjast þangað
að vori, að afloknum breyting-
um.
Eftir fráfall Hermanns Þórar-
inssonar, var ráðinn sem banka-
stjóri við útibúið Guðmundur
Hrafn Sverrisson, áður fulltrúi
við Búnaðarbankann í Reykja-
vík.
Umferðarslys 1965.
Skráð umferðarslys í lögsagn-
arumdæminu (Hún.) voru 34,
þar af eitt dauðaslys á dráttarvél.