Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 2
Við hvaða tilefni treður þú fyrst upp sem uppistandari á Íslandi og hvernig hefur gengið síðan? „Ég tróð upp í fyrsta skipti á Næsta bar fyrir sex árum. Mig langaði til þess að halda kvöld þar sem einungis konur kæmu fram því þá voru svo fáir kvenkyns grínistar. Vandamálið var samt að það vildi enginn koma fram. Ég hafði aldrei ætlað mér að vera með uppistand en gerði það einungis af þrjósku, því mér fannst algjörlega misheppnað að skipuleggja kvennauppistandskvöld ef enginn kæmi fram. Ég komst svo að því að ég var bara frekar fyndin.“ Hvað fleira hefurðu verið að bralla? „Ég er að útskrifast núna úr Listaháskóla Íslands af sviðshöfundabraut. Ég var að enda við að klára útskriftarverkefnið mitt sem var klukkutíma uppi- stand þar sem ég talaði aðallega um það hvernig er að vera dökkur á hörund á Íslandi. Ég geri grín að fordómum annarra sem og mínum eigin. Hverju viltu helst koma til skila sem listamaður? „Að það sé meiri fjölbreytni í listasenunni. Að það séu fleiri sögur sagðar en þær sem við erum vön að heyra og að listamenn séu með ólíkan bakgrunn, það skiptir máli. Ég hef til dæmis mjög mikinn áhuga á Norður-Afríku þar sem ég er ættuð þaðan og það kemur mikið fram í minni list. Ég vil ekki gera list fyrir aðra listamenn sem annað fólk hefur ekki aðgang án þess að vera með einhvern listabakgrunn.“ Hvernig er landslagið að breytast fyrir íslenska grínista? „Það er rosalega mikil gróska núna. Ég hef það sterklega á tilfinningunni að senan sé að lyftast á nýtt level. Kannski verður þetta eins og tónlist- arsenan þar sem uppistandarar verða með útrás og fá samninga í útlöndum. Reyndar eru nokkrir sem hafa verið að skemmta erlendis. Ef þetta heldur svona áfram þá giska ég á að Ísland sé eiginlega of lítið land fyrir alla þessa grínista.“ Hverjir eru í þínum huga bestu grínistar íslensku senunnar? „Þeir eru þrír sem ég lít mikið upp til. Hugleikur fær mig alltaf til þess að hlæja, sama hversu oft ég hef séð efnið hans, hann hefur svo skemmtilega nálgun á kúk og pólitík að það er eiginlega aðdáunarvert hvernig hann nær að blanda þessu saman. Ari Eldjárn er rosalega góður í að gera grín að öllu, hann gæti talað um einhvern mjög hversdagslegan hlut eins og fægiskóflu í klukkutíma og fólk lægi í gólfinu. Ragnar Hansson nær að blanda saman mjög einlægum sögum um sjálfan sig við einhverja ákveðna hug- myndafræði, hann er vitsmunalegur og fyndinn á sama tíma.“ Hvað er það besta við að troða upp sem grínisti? „Að heyra fólk öskra úr hlátri yfir einhverju sem þú bjóst til og settir fram er eitt besta kikk sem ég veit um. Uppistand er bara eitt stórt adrenalínkikk því það fylgir þessu svo mikil áhætta, þér líður í alvörunni eins og þú sért að leggja líf þitt að veði upp á sviði. Eins gefandi og þetta starf getur verið getur það líka orðið mjög auðveldlega að fé- lagslegu sjálfsmorði.“ ÞÓRDÍS NADÍA SEMICHAT SITUR FYRIR SVÖRUM Byrjaði af ein- skærri þrjósku Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2015 Á fullkomnum sunnudegi er ég ekki þunnur og horfi á fótbolta. Ég fæ mér að éta á Ólsen Ólsen í Keflavík og horfi á fótbolta hjá vini mínum. Gunnbjörn Ólafsson Mér finnst gott að sofa lengi að vera tilbúin fyrir vikuna. Klára að læra og vera í kósý föt- um allan daginn og hitta bestu vinina. Júlíana Dögg Ómarsdóttir Ég hef örugglega bara kósý með vinum mín- um eða læri og er heima í kósý fötum. Langafi minn kemur líka alltaf í mat á sunnu- dögum. Sara Leif Sigurbergsdóttir Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. SPURNING VIKUNNAR HVERNIG ER HINN FULLKOMNI SUNNUDAGUR? Ég vil bara hafa það gott heima, slappa af og njóta dagsins. Lambið kemur líka alltaf sterkt út. Það er alltaf best. Svo er fiskurinn líka góður alla daga. Kristinn Bjarnason Morgunblaðið/Júlíus Veturinn er ekki á enda á hálendi landsins. Enn er mikill snjór við helstu fjallaskála Ferðafélags Ís- lands og Útivistar að sögn framkvæmdastjóra félag- anna. Leiðin að Land- mannalaugum er enn lokuð og einhverjar gönguleiðir verða opnaðar seinna í ár en vanalega. Heilsa 24 Í BLAÐINU Forsíðumyndina tók Júlíus Sigurjónsson Erna Björk Antonsdóttir ákvað, eftir að hafa greinst með brjóstakrabbamein, að fara í mósaíknám til Ítalíu. Þar lærði hún aðferð sem notuð var til forna við að höggva niður marmara og vinnur nú mósaíkverk sem eru unnin úr íslensku grjóti. Hönnun 26. Tapað-fundið heitir skáldsaga Árelíu Eydísar Guð- mundsdóttur, sem er annars þekktust fyrir fræða- störf. Hún segist hafa haft rómantíska sýn á það hvernig væri að vera rithöfundur, en annað kom á daginn. Bækur 58 Ferðalag um ævintýra- landið Víetnam, frá þús- und eyja flóum til af- skekktra fjallaþorpa, er rakið í ferðaopnu. Víet- nam er svo kynngimagn- aður áfangastaður að allir ferðalangar ættu að hafa hann í sigtinu, ef þeir hafa ekkert á móti smá æv- intýri. Ferðalög 20 Þórdís Nadía Semichat er grínisti og magadanskennari með meiru. Hún er nýútskrifuð af sviðs- höfundabraut LHÍ og mun skemmta með Sirkus Íslands í sumar. Henni finnst gaman að elda mat og kvarta yfir hlutunum, en kvartið telur hún nýtast vel í uppistand.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.