Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 49
fram á tengsl á milli FIFA og stjórnmála- flokka á Trínidad og Tóbagó. Warner lofaði „flóðbylgju“ leyndarmála, þar á meðal um Blatter. „Ég er hættur að varðveita leynd- armál fyrir þá,“ sagði hann og bætti við: „Ekki einu sinni dauðinn mun stoppa yfir- vofandi flóðbylgju.“ Blazer hefur játað að hafa tekið við mút- um í skiptum fyrir atkvæði sitt um hvar ætti að halda HM 1998 og 2010. Þetta kemur fram í vitnisburði hans sem var birtur á miðvikudag. Blazer þáði mútur frá Marokkó árið 1998, en ákveðið var að halda HM í Frakklandi það ár. Árið 2010 var mótið hald- ið í Suður-Afríku. Blazer er sjötugur. Hann er langt leiddur af krabbameini og mun eiga erfitt með mál. Hann er einnig með sykur- sýki og stríðir við hjartveiki. Synir Warners, Daryan og Darill, hafa einnig fallist á að bera vitni í FIFA-málinu gegn því að refsing þeirra verði milduð. Dómínókubbarnir falla. Hlutverk peninga í knattspyrnu breyttist á áttunda áratugnum. Í fréttaskýringu í Der Spiegel fyrir viku var rakið hvernig atvinnu- mennirnir sem skipuðu vestur-þýska landsliðið þegar heimsmeistara- keppnin var haldin í Vestur-Þýskalandi árið 1974 hótuðu verkfalli vegna þess að ekki náðist samkomulag um fimm stafa tölu í sigur- laun við þýska knattspyrnusambandið, DFB. Á þessum tíma hefðu menn eins og Johan Cruyff og Franz Beckenbauer breyst í popp- stjörnur, sem hefðu sóst eftir samneyti við þotuliðið. Beckenbauer hagnaðist um 1,5 milljónir marka út á markaðssetningu á nafninu sínu í tengslum við HM 1974. FIFA þénaði helmingi meira á HM í Vest- ur-Þýskalandi en í Mexikó fjórum árum áð- ur. Þegar keppnin var haldin á Spáni árið 1982 gátu fyrirtæki í fyrsta skipti gerst styrktaraðilar og fengið einkarétt á að tengja nafn sitt við HM. Á níunda áratugn- um tók kynslóðin sem á áratugnum áður réði lögum og lofum inni á knattspyrnuvell- inum við knattspyrnuliðum í heimalöndum sínum. Lið á borð við Bayern München, Real Madrid og FC Barcelona urðu að alþjóð- legum fyrirtækjum. Stórfellt spillingarmál kemst upp Samhliða þessari þróun vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt með felldu. Saga fyrir- tækisins International Sport and Leisure, ISL, ber því vitni. Þáverandi yfirmaður íþróttavörufamleiðandans Adidas, Horst Dassler, stofnaði ISL árið 1982. Fyrirtækið keypti markaðsréttindi á íþróttaviðburðum og seldi þau áfram styrktaraðilum, fyrir- tækjum og sjónvarpsstöðvum. Árið 1986 fékk fyrirtækið samning um að markaðssetja HM í Mexíkó um allan heim. ISL fór á hausinn árið 2001. Ljóst er að fyrirtækið borgaði um 160 milljónir svissneskra franka í mútur, þar á meðal starfsmönnum FIFA. Sannað er að Brasilíumaðurinn Joao Havelange, forveri Blatters sem forseti FIFA, og Ricardo Teix- eira, tengdasonur Havelanges og fyrrverandi embættismaður hjá FIFA, fengu samanlagt tæplega 22 milljónir svissneskra franka frá ISL. Ekkert er vitað hvað varð af tveimur þriðju hlutum fjárins. Nafn Blatters er ekki á listanum yfir þá sem tóku við fé. Hann vissi hins vegar af greiðslunum. Blatter sagði að slíkar „þóknanir“ hefðu áður verið löglegar í Sviss, það hefði „meira að segja verið hægt að draga þær frá skatti“. Honum fannst málið greinilega léttvægt. Siðanefnd FIFA komst að þeirri niðurstöðu í apríl 2013 að hegðun Blatters hefði verið klaufaleg en hann hefði ekki brotið af sér, hvorki gegn lögum né siðferðislega. Sama dag og handtökurnar fóru fram í Zürich tilkynntu svissnesk yfirvöld að verið væri að rannsaka ákvarðanirnar árið 2010 um að halda HM í Rússlandi árið 2018 og Katar árið 2022. Árið 2012 var bandarískur lögmaður, Michael Garcia, settur yfir siðanefnd FIFA. Hann átti ásamt þýskum dómara, Joachim Eckert, að gera skýrslu um þessar ákvarð- anir. Til þess höfðu þeir lítið bolmagn. Þeir gátu ekki rakið slóð peninga, stundað hler- anir eða látið elta menn. Þeir gátu ekki einu sinni talað við alla sem áttu þátt í að taka ákvarðanirnar. Margir voru horfnir úr fram- kvæmdastjórn FIFA, fimm neituðu að svara spurningum, tveir fundust ekki. Franz Beckenbauer var settur í bann fyrir að neita að bera vitni og gat því ekki farið á HM í Brasilíu í fyrra. Hann féllst reyndar á að tala og bannið var dregið til baka en hann sat engu að síður heima. Garcia lagði fram 430 síðna skýrslu í september í fyrra. Rúmum mánuði síðar birti Eckert 42 síðna útdrátt og sagði að ekkert hefði komið fram sem réttlætti að taka réttinn til að halda HM af Rúss- um eða Katörum. Garcia mótmælti og gerði athugasemdir við FIFA. Þegar ekki var hlustað á þær sagði hann af sér. FIFA lagði hins vegar fram kæru byggða á skýrslunni til svissneskra yfir- valda, eins furðulega og það hljómar, og segir þar að vaknað hafi grunur um það við rannsóknir Garcia að „í einstökum tilföllum hafi átt sér stað alþjóðlegar færslur á fjár- magni með tengingum við Sviss“. Ákvörðunin um að halda HM í Katar vakti sérstaka furðu. Þar eru í raun engar að- stæður til að halda mótið, hitinn fer í 50 gráður í sólinni, sem er ekki bara þrúgandi fyrir leikmenn, heldur áhorfendur. Fréttir af illri meðferð verkamanna sem vinna við að reisa vellina bæta ekki úr skák. Margt bendir til þess að atkvæði ýmissa aðildarlanda FIFA hafi verið keypt. Þar er nefndur til sögunnar katarski auðmaðurinn Mohamed Bin Hammam, sem hefur sín tengsl við Blatter. Í Der Spiegel segir að hann hafi hellt úr gnægtarhorni yfir fulltrúa landssambanda í Afríku. Á fundi á lúxus- hóteli fékk hver þeirra fimm þúsund dollara í vasann við komuna. Til eru tölvupóstar sem staðfesta móttöku peninga frá Hammam. Sagt er að hann hafi útdeilt fimm milljónum dollara í Afríku einni og 1,7 millj- ónir dollara hafi hann greitt fyrir atkvæði í Asíu. Skipulagsnefnd HM í Katar vísar því hins vegar á bug að hafa haft rangt við og heldur því fram að Hammam hafi engu hlutverki gegnt í kapphlaupinu um að fá að halda HM. Pútín bregst hart við Ákvörðunin um að halda keppnina í Rúss- landi er einnig til skoðunar. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði að aðgerðirnar gegn FIFA væru enn ein grímulaus tilraun Bandaríkjamanna til að hafa áhrif utan eigin lögsögu og lýsti yfir stuðningi við Blatter. Rússar segja að gögn um undirbúning um- sóknarinnar um að halda HM séu ekki til og segja að gjafir sem fulltrúar FIFA hafi fengið í heimsóknum til Rússlands beri ein- faldlega vitni gestrisni og engu öðru. Der Spiegel nefnir hér Beckenbauer til sögunnar. Hann hafi greitt atkvæði um að Rússar og Katarar fengju HM í framkvæmdatjórn FIFA. Nokkrum mánuðum síðar skrifaði hann undir samning við samtök rússneskra gasframleiðenda. Pútín hefur ávallt stutt Blatter og sagði árið 2011 að það væri „fullkomið rugl“ að gruna hann um spillingu. Ljóst er að þessi mál eiga öll eftir að draga dilk á eftir sér. Blatter hefur kannski lægt öldurnar með því að segja af sér en hann ætlar þó að sitja í að minnsta kosti hálft ár enn, maðurinn sem eitt sinn sagði: „Þegar ég segi ég, þá er það FIFA.“ „Ég mun ekki lengur varðveita leyndarmál fyrir þá,“ sagði Jack Warner og bætti við að hann óttaðist um líf sitt, en „ekki einu sinni dauðinn mun stoppa yfirvofandi flóðbylgju“. AFP Loretta Lynch, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, gerir grein fyrir ákæru á hendur 14 manns vegna spillingar í FIFA. Á sama tíma fóru fram handtökur á framámönnum FIFA í Zürich. AFP * Hver sá sem næster eins og dóminó-kubbur og þegar hann fellur tekur hann fleiri með sér. Þannig þræða rannsakendurnir sig áfram þar til þeir ná höfuðpaurunum. 7.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Sepp Blatter hefur stjórnað alþjóðaknatt- spyrnusambandinu í 17 ár. Enginn vafi er á áhrifum hans innan sambandsins og hann var kjörinn forseti í fimmta skipti með af- gerandi hætti fyrir rúmri viku þrátt fyrir öfluga andspyrnu Evrópu. Blatter er þekktur fyrir furðulegar yfir- lýsingar en það hefur ekki orðið honum að fótakefli. Sumar yfirlýsingar hans bera vitni fjör- ugu ímyndunarafli. „Við ættum að spyrja okkur hvort íþróttin okkar verði einhvern tímann spiluð á öðrum plánetum,“ sagði hann eitt sinn. „Hvers vegna ekki? Þá hefð- um við ekki heimsmeistaramót heldur keppni milli pláneta. Af hverju ekki?“ Blatter er fullviss um ágæti Alþjóða- knattspyrnusambandsins: „FIFA er vegna hinna jákvæðu tilfinninga sem fótboltinn leysir úr læðingi áhrifaríkara en nokkurt land á jörðu og nokkur trúarbrögð.“ Hann er heldur ekki í neinum vafa um ágæti knattspyrnunnar: „Við verðum öll betra fólk fyrir tilstilli knattspyrnunnar. Þar sem knattspyrna er leikin er ekki bar- ist. Ef allar manneskjur myndu spila fóbolta yrðu engin stríð – en það spila ekki allir fótbolta.“ Samkynhneigð er bönnuð í Katar. Blatter sá það ekki sem fyrirstöðu fyrir því að halda HM þar: „Ég myndi segja að sam- kynhneigðir ættu einfaldlega ekki að stunda kynlíf í Katar.“ Blatter er sagður hafa útgeislun. Þegar hann komi inn í herbergi sogi hann til sín athygli. Hann er líka sagður klókur og með þykkan skráp. Hann hefur lagt áherslu á að rækta sam- bönd við forystumenn knattspyrnu- sambanda um allan heim og sagði Michael van Praag, sem bauð sig fram gegn honum en dró framboðið til baka, að hann þekkti alla formenn allra landssambanda heims í knattspyrnu og maka þeirra með nafni. Hann hefur áttað sig á því að ítök Vestur- landa í knattspyrnu eru ekki jafn mikil og áður. Hann hikar ekki við að höfða til ný- ríkra Rússa og Katara. Einnig ræktar hann smærri lönd og því er ekki að neita að víða hafa peningar frá FIFA verið fótbolt- anum lyftistöng þar sem aðstaða væri ann- ars engin. Þá hrósa meira að segja gagn- rýnendur Blatters honum fyrir að í tíð hans hafi kvennaknattspyrnu vaxið mjög ásmegin. Kynleg orð og klókindi Sepp Blatter situr við verðlaunagripinn sem veittur er heimsmeisturum í fótbolta. AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.