Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 25
Göngusumarið á næsta leiti Langur og harður vetur og fáir og heldur kaldir vordagar bjóða útivistarfólki upp á heldur napurlegar aðstæður í upphafi göngusumarsins. Að venju liggur fyrir glæsileg dagskrá göngu- og ævintýraferða hjá Ferðafélagi Íslands og Útivist en bæði félög eiga og reka fjallaskála um allt land. Ástandið er þó víða þannig að göngumenn þurfa að grafa sig inn í skálana gegnum mikinn snjó enda ræður vetur konungur enn ríkjum á hálendi landsins þrátt fyrir að sumarið sé formlega gengið í garð. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, og Skúli Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar, eru sammála um að sumarið sé seinna á ferð í ár en í eðlilegu árferði og líkur séu á að einhverjir af skálum félaganna verði opnaðir fyrir þreyttum ferðalöngum seinna í ár en undanfarin ár. „Skálarnir okkar að Fjallabaki eru opnaðir í kringum 25. júní í venjulegu árferði en það má búast við því að það verði eitthvað seinna í ár,“ segir Skúli en hann segir það ráðast af því hvenærVegagerðin treysti sér til að opna vegi á svæðinu. Snjór liggur yfir nærri öllu hálendinu og eru hálendisvegir flestir lokaðir og þar með flestir fjallakofar og skálar íslensku ferðafélaganna. „Það skiptir ekki máli hvort það eru skálar í Friðalndi að Fjallabaki eða á hálendinu almennt, meðan vegir og svæði eru lokuð er ekki hægt að opna skálana. Það verða allir að sýna náttúrunni þá virðingu,,“ segir Páll. Skálarnir sem þó er búið að opna koma vel undan vetrinum að sögn Páls og víða er sólin farin að bræða burt snjóinn. „Við þurfum ekki nema nokkra daga af hlýju veðri og sól til að ganga vel á snjóinn. Þetta gerist hratt en mikilvægt að gefa náttúrunni tíma. Það verður mikið krap þegar snjórinn er að bráðna og síðan aurbleyta og mikilvæt að fara ekki of snemma af stað. Þannig sneri gönguhópur erlendra ferðamanna, sem lagði af stað frá Þórsmörk á leið upp Fjallabak , við eftir að hafa lent í miklu krapi. Mikilvægt að virða náttúruna Gönguleiðir um allt land eru að koma undan vetri og víða á höfuðborgarsvæðinu er hægt að ganga án þess að þurfa að stíga í snjó. Skúli bendir þó göngufólki á að virða náttúruna og leyfa henni að jafna sig örlítið eftir veturinn. „Náttúran getur verið viðkvæm strax eftir að snjórinn bráðnar og mikilvægt að fólk hafi það í huga ef það hyggur á göngur í byrjun júní.“ Hjá Ferðafélagi Íslands segir Páll að fararstjórar kanni vinsælar gönguleiðir eins og Leggjabrjótinn og Síldarmannagötur en árlega gengur stór hópur fólks yfir Leggjabrjót aðfaranótt þjóðhátíðardagsins, 17. júní. „Við munum kanna þessar leiðir og aðrar þegar nær dregur stórum göngum hjá okkur.“ Laugavegurinn Gönguleiðin milli Landmannalauga og Þórsmerkur, Laugavegurinn, er ein fjölfarnasta gönguleið á öræfum landsins enda gengið um einstaka og stórbrotna náttúru. Leiðin er að jafnaði opnuð á tímabilinu 15. til 20. júní, þegar skálar Ferðafélags Íslands eru tilbúnir að taka á móti þreyttum ferðalöngum, en vegna kulda í vor er hætta á einhverjum töfum. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ, segir enn snjóþungt á leiðinni og er allt að 2 metra snjór umhverfis skálann við Hrafntinnusker, sem er fyrsti skálinn á leið göngumanna frá Landmannalaugum. „Snjórinn við Höskuldsskála í Hrafntinnuskeri er allt að tveir metrar og á leiðinni inn að Álftavatni og síðar að Hvanngili allt að eins metra snjór. Það var hópur fyrir skemmstu í Hrafntinnuskeri að setja upp neyðarsendi og þurfti að grafa sig inn í skálann.“ Fyrstu hópar erlendra ferðamenna sem hyggjast ganga Laugaveginn eru skráðir 15. júní og segir Páll að miðað við aðstæður í dag verði mjög tvísýnt með þær ferðir og Umhverfisstofnun og Vegagerðin verði að segja til um það. Maímánuður var kaldari í ár en undanfarin ár og við erum því við öllu búin að þurfa að breyta eða fresta ferðum. Við skulum samt ekki gleyma því að þetta er fljótt að breytast ef aðstæður verða góðar.“Mynd frá Hrafntinnuskeri Strútsskáli að sumarlagi 7.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 F anney Hauksdóttir, sautján ára Reykjavíkurmær, varð á dögunum heims- meistari í bekkpressu unglinga í annað skipti. Með því tryggði hún sér heimsmetið í greininni en hún lyfti 145,5 kílóum. Hún elskar að keppa og finnst dagurinn verða betri eftir góða æfingu. Hversu oft æfir þú í viku? „Ég æfi fjórum sinnum í viku.“ Henta kraftlyftingar öllum? „Það skemmtilega við kraftlyftingar er að allir geta tekið þátt í þeim. Þetta er fyrst og fremst frábær hreyfing, en svo getur fólk valið hvort það vill keppa eða ekki.“ Hvað er það besta við kraftlyftingar? „Þetta er frábær hreyfing sem gef- ur manni kost á að keppa á mótum. Ég er mikil keppnismanneskja og elska að fara á mót. Ætli þau standi ekki upp úr. Svo er félagsskapurinn frábær, það er alltaf gaman að mæta.“ Hver er lykillinn að góðum árangri? „Mér finnst skipta miklu máli að setja sér raunhæf markmið sem maður getur byrjað að vinna að. Svo er það samviskusemi og þolinmæði sem hjálpar manni að komast nær markmiðunum. Það koma alltaf erfið tímabil, en það er mikilvægt að gefast ekki upp og halda áfram þótt á móti blási.“ Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ferð í frí? „Þegar maður er að keppa í íþróttum er ekki mikið frí í boði. Það er best að æfa jafnt og þétt til að halda sér í góðu keppnisformi.“ Ertu almennt meðvituð um mataræðið? „Ég passa vel að borða hollan og fjölbreyttan mat. Ég er ekki með mataræðið á heilanum en er meðvituð um að góð næring er mikilvæg fyrir árangur í íþróttum.“ Hvaða óhollusta freistar þín? „Ég er svakaleg ís-kona. Það er ekkert sem toppar bragðaref í ísbúðinni á Hagamel!“ Hvaða gildi hefur hreyfing fyrir þig? „Hreyfing lætur mér fyrst og fremst líða mjög vel, dagurinn verður bara svo miklu betri þegar mað- ur er búinn að taka góða æfingu.“ Hver eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? „Ég held að allt of margir fari of hratt af stað og geri æfingarnar ekki alveg rétt. Það er mikilvægt að fá leiðbeiningar þegar farið er af stað og finna hreyfingu sem manni finnst skemmtileg. Svo er það bara þolinmæðin, framfarirnar koma ekki á einni nóttu, það þarf að vinna fyrir þeim.“ Hverjar eru fyrirmyndir þínar? „Ég á flotta og hrausta ömmu, Fanneyju Ófeigsdóttur, sem er frábær fyrirmynd.“ Hver eru helstu íþróttaafrek þín? „Heimsmet í bekkpressu unglinga 2015, heimsmeistari unglinga í bekkpressu 2014 og 2015, stigahæsti ung- lingur á heimsmeistaramóti í bekkpressu 2014 og 2105 og Íslandsmeist- ari í bekkpressu 2013, 2014 og 2015.“ Hvaða mót eða æfingabúðir eru næst á dagskránni hjá þér? „Æfingabúðir Ingimundar Björgvinssonar halda áfram næstu vikur, en svo er stefnan tekin á Evrópumót í opnum flokki í bekkpressu sem er haldið í Tékklandi í ágúst.“ KEMPA VIKUNNAR FANNEY HAUKSDÓTTIR Morgunblaðið/Eva Björk Mikil keppnismanneskja Margar matvörur innihalda magnesíum og er því vel hægt að borða góðan og hollan mat í stað þess að taka fæðubótarefni. Magnesíum er meðal annars að finna í dökku blaðgrænmeti, hnetum og fræjum, baunum, avókadó, banönum og dökku súkkulaði. Magnesíum í mörgum mat*Finndu aldrei hamingjuþína í ógæfu annarra.Publilius Syrus Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.re.is VIÐ SKUTLUM ÞÉR! Alltaf laus sæti Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum Hagkvæmur kostur Alltaf ferðir Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Umhverfisvænt Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. OR *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 3.500 kr. 1.750 kr.* FYRIR AÐEINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.