Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 55
7.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55 endur vildu ekki sjá við hliðina á auglýsingum í miðlunum. Hún þekkti þessa breytingu vel, frá því að geta valið úr tilboðum um að vinna jafnvel í einhverjar vikur að ljósmyndafrásögn- um í hinum og þessum löndum, yfir í veruleika 21. aldarinnar þar sem miðlarnir höfðu ekki lengur áhuga á að ráða ljósmyndara í slík langtímaverkefni og verk hennar rata einkum til fólks í bókum og sýningum. „Hún var að skrásetja veruleika sem skiptir máli,“ segir Ragnar. „Í dag vilja fjölmiðlar frekar fjalla um fólk sem er frægt fyrir ekkert sem skiptir máli. Nú er Mary Ellen farin og skilur eftir sig ómetanlega fjársjóði í myndum.“ Ragnar bætir við að sem betur fer séu enn um allan heim góðir ljósmyndarar sem skrá- setji veruleikann af ástríðu. „En Mary Ellen er þar á toppnum. Í mínum huga er hún einn af fimm flottustu ljósmyndurum allra tíma, með til að mynda Cartier-Bresson og W. Eu- gene Smith,“ segir hann. Hreyfði við okkur Mary Ellen Mark var einstaklega sterk kona sem gat ekki hugsað sér það sem annað fólk kallaði frí eða orlof; hún vann ötullega og af ástríðu að verkefnum sínum, alla daga, Hún sótti sér af og til hvíld í verslunarleiðangra, eins og frægt hefur orðið, enda sérstakur góð- kunningi hönnuða og handverksfólks víða um lönd. Hér á Íslandi kynntust margir starfs- menn verslana henni vel á undanförnum árum og hafa hugsað til hennar undanfarna daga, rétt eins og fólk sem kynntist henni hér við kennslu eða í ljósmyndaverkefnum. Síðustu misserin gekk hún ekki heil til skógar, glímdi við alvarlegan blóð- og mergsjúkdóm, en neit- aði að láta veikindin stöðva sig. Hún vann af kappi að því að ljúka við væntanlega bók sína, Tiny: Streetwise Revisited sem kemur út í september. Í henni hitta lesendur aftur fyrir persónurnar úr Streetwise-verkefninu frá 1983, sem voru þá götubörn í Seattle. Nú eru sum þeirra látin en Mary Ellen og Martin hafa reglulega ljósmyndað, rætt við og kvikmyndað þau sem lifa og þá einkum beint linsum að „Tiny“, sem var 13 ára þegar Mary Ellen hitti hana fyrst og myndaði hana fyrir LIFE- tímaritið en er nú tíu barna móðir í Seattle. Þegar ég dvaldi hjá Mary Ellen og Martin í New York í mars voru meistaraleg svarthvít prentin í bókina tilbúin og glæsileg hönnunin frágengin og gladdist Mary Ellen mikið yfir því. Hún nær því miður ekki að sjá þetta metnaðarfulla lokaverk sitt koma út á bók. Melissa Harris, aðalritstjóri Aperture- tímaritsins og bókaútgáfunnar, vann að nokkrum bóka Mary Ellen og lýsir henni sem óviðjafnanlegu „náttúruafli“. „Sem ljósmyndari var hún afar tilfinninga- ríkur sögumaður sem tengdist viðfangsefnum sínum á náinn hátt og auðnaðist að miðla einhverju um þau sem hreyfði við okkur,“ segir hún. Óviðjafnanleg verk Mary Ellen lifa en heimurinn er litlausari án hennar. Lillie með tuskudúkkuna á Pike Street í Seattle árið 1983. Ein myndanna úr Streetwise-verkefninu þar sem Mark og Martin Bell skrásettu líf götubarna. Í væntanlegri bók eru nýjar myndir af fólkinu. Alexander Viðar Pálsson með móður sinni, Steinunni Sigurðardóttur. Ljósmynd í bókinni Undrabörn sem Þjóðminjasafnið gaf út. Sigrún Sól Eyjólfsdóttir heimsótti ásamt ömmu sinni, Bergþóru Einarsdóttur, Mary Ellen vinkonu sína þegar sú síðastnefnda kenndi á Íslandi í fyrra. Þær kynntust við gerð bókarinnar Undrabörn. Morgunblaðið/Einar Falur Mary Ellen Mark var dáður kennari sem hafði einstakt lag á að hjálpa ljósmynd- urum að skerpa sína sýn. Síðustu árin kenndi hún á alþjóðlegu tveggja vikna nám- skeiði í Reykjavík, ásamt eiginmanni sínum, Martin Bell, Einari Fal Ingólfssyni ljós- myndara og konu hans, Ingibjörgu Jó- hannsdóttur, fyrrverandi skólastjóra Mynd- listarskólans í Reykjavík. Þá kenndi Mark reglulega námskeið í Oaxaca í Mexíkó og í vinnustofu sinni í New York. Ásdís Ásgeirs- dóttir ljósmyndari sótti síðustu námskeiðin sem Mark kenndi á öllum þessum stöðum. „Ég hafði lengi ætlað mér að sækja nám- skeið hjá Mary Ellen, enda minn uppáhalds ljósmyndari,“ segir Ásdís. „Þetta var gríð- arlega skemmtileg reynsla og hvetjandi, enda Mary Ellen einstök í sinni röð. Þegar ég var búin að fara á námskeiðið í New York í fyrra var ég komin á bragðið. Ég fékk svo að vinna sem aðstoðarmaður á Ís- landsnámskeiðinu og fór svo til Oaxaca í febrúar á þessu ári. Það var stórkostlegt. Mary Ellen var frábær í að hrósa og gagn- rýna og fann alltaf eitthvað gott hjá öllum. Hún hafði sanna ástríðu fyrir ljósmyndun sem smitaði út frá sér,“ segir hún. „Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast henni persónulega, hún var svo mikill karakter og frábær listamaður. Hún lagði mikla áherslu á innihald mynda, svo og auðvitað myndbyggingu. Hún vildi að hver ljósmynd gæti staðið ein og sér sem sjálfstætt listaverk og ég hafði þetta allt í huga þegar ég myndaði á námskeiðum hjá henni. Ég geymi með mér allar skemmti- legu minningarnar frá þessum nám- skeiðum,“ segir Ásdís. „Í Oaxaca sagði Mary Ellen að hver sem er gæti tekið góða ljósmynd, jafnvel lítil börn. En það væri næstum ógerlegt að taka stórkostlega ljós- mynd. Hún hafði svo sannarlega tekið margar stórkostlegar myndir sjálf. Um daginn þegar ég var á Kúbu að mynda hafði ég þessi orð í huga og ráðin sem hún hafði veitt mér. Næsta ljósmynd gæti alltaf orðið þessi stórkostlega.“ „Frábær listamaður“ Mary Ellen Mark, Martin Bell og Einar Falur við yfirferð á námskeiði þeirra í Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ásdís Ásgeirsdóttir með Mark á síðasta námskeiðinu sem hún kenndi í Oaxaca. Ljósmynd/Terje Bringedal Á UNDANFÖRNUM ÁRUM HAFA MARGIR ÍSLENDINGAR NOTIÐ ÞESS AÐ LÆRA AF OG VINNA MEÐ MARY ELLEN MARK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.