Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 32
G uðrún Helga Magnúsdóttir og Steinar Þór Þorfinnsson eru lífsglöð hjón sem tóku nýlega við veitingastaðnum Krúsku, en þar er að finna einstaklega góðan og hollan mat. Á dögunum héldu þau mat- arboð fyrir starfsfólk sitt og maka þeirra inni á veitingastaðnum og var það nokkurs konar fögnuður í tilefni af nýjum eigendum, en hjónin tóku formlega við Krúsku 1. maí. „Það hefur alltaf blundað í okkur sá draumur að stofna eða taka við okkar eigin fyrirtæki,“ segir Guðrún Helga. „Þegar Valentína, fyrrverandi eigandi Krúsku, kom með þessa hugmynd til Steinars ákváðum við eiginlega strax að skella okkur í fyrirtækjareksturinn. Það var ekki spurning, bara að prófa þetta. Lífsspeki mín er að gera það sem mann langar að gera og lifa lífinu svolítið létt, ekki vera að stressa sig of mikið yfir einhverju sem gæti gerst heldur hafa trú á því að það sem maður gerir virki. Maður kemst langt á jákvæðni og brosi.“ Krúska er fallegur staður þar sem er sérstaklega rólegt og gott andrúmsloft og boðið er upp á heiðarlegan og góðan mat. „Á Krúsku færðu mat sem lætur þér líða vel líkamlega eftir að hafa borðað hann. Einnig eru þar fallegir munir sem við komum með á staðinn og er skemmtilegt að segja frá því að margir hlutirnir eiga sér sögu og eru frá langömmu minni. Mér þykir gott að hafa muni frá henni í kringum mig, þar sem langamma mín var ein besta kona sem ég hef þekkt. Hún var ein fordómalausasta kona sem ég hef kynnst og ég trúi að hlut- irnir hennar gefi Krúsku gæfu og góðan anda,“ segir Guðrún Helga. Maturinn gerður alveg frá grunni Steinar er matreiðslumeistari að mennt og hafði unnið á Krúsku í einhvern tíma áður og þekkti því fyrirtækið og rekstur þess vel. Hann hefur unnið á mörgum veitingastöðum bæjarins og er mikil matarunnandi. Guðrún er kennari með meistaragráðu í mannauðsstjórnun og starfar sem stjórnandi í Brúarskóla. Sam- an hafa þau unnið saman í veislugerð í mörg ár. „Ég hef brennandi áhuga á hollum og góðum mat, mat sem er gerður alveg frá grunni. Krúska er einmitt þannig veitingastaður og því gott tækifæri fyrir okkur til þess að koma hug- myndum okkar á framfæri,“ segir Steinar. „Ein nýjung sem Krúska býður upp á er veisluþjónusta, en þá sendum við út veislur fyrir öll tækifæri. Við setjum veislurnar fallega upp og leggjum mikið upp úr því að maturinn sé gerður úr besta fáanlega hráefninu. Það er greinilegt að fólk er hrifið af því að geta fengið veislur sem eru búnar til frá grunni.“ Áhugi þeirra hjóna á hollu mataræði er mikill og hefur Steinar til að mynda farið á ýmis námskeið í hollri matargerð og nýnorrænni matargerð. Þau eru dugleg að elda matinn einnig frá grunni fyrir fjölskylduna þegar heim er komið. Guðrún Helga og Steinar Þór eru nýir eigendur veitingastað- arins Krúsku á Suðurlandsbraut. SANNKÖLLUÐ SMAKKVEISLA Á KRÚSKU Kemst langt á jákvæðni og brosi * Ég hefbrennandiáhuga á hollum og góðum mat, mat sem er ekki unninn heldur gerður alveg frá grunni. NÝIR EIGENDUR HOLLUSTUSTAÐARINS KRÚSKU BUÐU STARFSFÓLKI SÍNU UPP Á SMAKKVEISLU OG MYNDAÐIST SKEMMTILEG STEMNING Í KRINGUM GÓÐAN MAT. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2015 Matur og drykkir 400 g saltfiskur 2 stk. kartöflur 1 laukur 1 dl hvítvín 1 dl rjómi 1 egg 1 tsk. pipar Saltfiskurinn er roðrifinn og skorinn í litla bita. Kartöflurnar eru bakaðar, kældar og skorn- ar í teninga. Laukurinn er sax- aður og hitaður á pönnu (á ekki að brúnast). Saltfiskurinn fer á pönnuna með lauknum, þá er hvítvíninu og rjómanum bætt á pönnuna. Hitað upp að suðu og látið standa í um 5 mínútur. Að lokum er blandan sigtuð og allt sett saman í hrærivél ásamt piparnum. Ef deigið er mjög blautt má þurrka það með brauðraspi. Deigið er síðan mótað í kúlur og djúpsteikt. Saltfiskbollur HEIMATILBÚIÐ PESTÓ 1 búnt basilíka ½ búnt klettasalat 20 g furuhnetur 30 g parmesan 200 ml ólífuolía salt eftir smekk Basil, rucolasalat, furuhnetur og parmesanostur er sett saman í matvinnsluvél og maukað. Að lokum er olíunni og saltinu bætt út í og hrært saman við. KJÚKLINGURINN 3 stk. chilli 3 hvítlauksgeirar 1 paprika 1 dl heimatilbúið pestó Chilli, hvítlaukur og paprika er bakað í ofni með smá olíu við 180 °C í 15 mínútur. Fræin eru þá hreinsuð úr chillíinu og paprikunni eftir að hefur bakast í ofni. Allt sett í mat- vinnsluvél og maukað saman, pestói er síðan blandað við og sett á kjúklinginn (má láta bíða í einhvern tíma). Kjúk- lingurinn er síðan grillaður eða bakaður í ofni, gott er að setja límónusneiðar ef kjúklingurinn er bakaður í ofni. Konfekttómötum og mozzarellakúlum er síðan raðað á spjótin inn á milli. Pestókjúklingur með mozzarellakúlum og kirsuberjatómötum Maturinn sló í gegn enda afar girnilegur og glæsilegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.