Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 59
7.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
Stjörnur yfir Tókýó heitir
skáldsaga eftir japanska rithöf-
undinn Hiromi Kawakami sem
Bjartur gefur út í Neon-
bókaröð sinni. Bókin segir frá
Tsukiko Omachi, einhleypri
skrifstofukonu sem hittir gaml-
an gagnfræðaskólakennara sinn
á veitingastað, hálfgerðan sér-
vitring. Þau taka tal saman og
með þeim tekst vinátta sem
verður nánari með tímanum.
Hiromi Kawakami hlaut Tani-
zaki-verðlaunin, ein helstu bók-
menntaverðlaun Japans, fyrir
bókina og var einnig tilnefnd til
Man Asian-bókmenntaverð-
launanna og alþjóðlegra skáld-
sagnaverðlauna Independent.
Kristín Jónsdóttir þýddi.
Stjörnur yfir
Tókýó
Skoska skáldkonan Ali Smith hlýtur Bók-
menntaverðlaun kvenna í Bretlandi, sem heita
núna Baileys-verðlaunin, fyrir bókina How to
be Both.
Í bókinni segir hún sögu skólastúlku í Cam-
bridge okkar tíma, George, og ítalskrar stúlku
sem alin er upp sem piltur, Francesco del
Cossa, og verður þekkur listamaður á fimm-
tándu öld. Þess má geta að helmingur útgef-
inna bóka hófst með frásögn George, en hinn
helmingurinn með sögunni af Francesco del
Cossa. How to be Both komst á stuttlista
Booker-verðlaunanna og Folio-verðlaunanna
og hlaut Goldsmiths-verðlaunin og Costa-
bókmenntaverðlaunin.
Auk bókar Ali Smith komust á stuttlistann
Outline eftir Rachel Cusk, The Bees eftir Lal-
ine Paull, A God in Every Stone eftir Kamilu
Shamsie, A Spool of Blue Thread eftir Anne
Tyler og The Paying Guests eftir Söru Waters.
Ali Smith hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir
skáldsöguna How to be Both.
AFP
BÓKMENNTAVERÐ-
LAUN TIL ALI SMITH
Það er ekki á hverjum degi sem merk-
ishöfundar úr vísindaskáldsagnaheiminum
koma hingað til lands en einn af gestum
Bókmenntahátíðar í Reykjavík í haust
verður bandaríski rithöfundurinn Kim
Stanley Robinson. Robinson sendi frá sér
sínar fyrstu sögur á níunda áratugnum og
hefur gefið út nokkur smásagnasöfn og
tuttugu skáldsögur. Hann er þekktastur
fyrir Mars-þríleikinn, Red Mars, Green
Mars og Blue Mars, sem segir frá landnámi
manna á Mars, en Robinson hefur notað
Mars í fleiri verkum.
Mars-þríleikurinn hefur hlotið ýmis verðlaun og þannig fékk Red Mars til að mynda Nebula-
verðlaunin 1993, Green Mars Hugo-verðlaunin 1994 og Blue Mars, sömu verðlaun, 1997.
Kim Stanley Robinson hlaut einnig Nebula-verðlaunin 2012 fyrir skáldsöguna 2312.
Robinson eru umhverfismál afar hugleikin og fjallar hann iðulega um áhrif mannkyns á um-
hverfi sitt í bókum sínum. Hann hefur haldið fyrirlestra víða um heim um umhverfismál og er
mikill útivistarmaður. Árið 2008 hlaut hann umhverfisverndarviðurkenningu tímaritsins Time.
KIM STANLEY
ROBINSON KEMUR
Bandaríski rithöfundurinn Kim Stanley Robinson
verður gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík í haust.
Blaðakonan Annika Bengtzon
birtist okkur í bókinni Spräng-
aren fyrir sautján árum og varð
fljótlega góðkunningi krimma-
vina víða um heim. Sænski rit-
höfundurinn Liza Marklund er
skapari Anniku Bengtzon og
hefur skrifað tíu bækur um æv-
intýri Anniku.
Tíunda bókin, Hamingju-
vegur, kom einmitt út á ís-
lensku á vegum Forlagsins fyrir
stuttu, en í bókinni segir frá því
er vellauðugur stjórnmála-
maður finnst á heimili sínu í
Stokkhólmi nær dauða en lífi
eftir pyntingar. Lögreglukonan
Nina Hoffmann tekur að sér
að rannsaka málið og Annika
Bengtzon tekur að sér að
skrifa um það og smám saman
ljóstra þær stöllur upp um
leyndarmál sænskra auðmanna.
Ísak Harðarson þýddi.
Annika Bengt-
zon á Ham-
ingjuvegi
Liza Marklund
Glæsilegar
gjafabækur
Forlagsins
HANDHÆGAR
ÞEIM FJÖLGAR GJAFABÓKUM FORLAGSINS SEM
ALLAR ERU Í ÞÆGILEGU BROTI OG EINKAR
SMEKKLEGA HANNAÐAR. ÞAÐ ER VIÐ HÆFI AÐ Í
MÁNUÐI ÞEGAR VIÐ FÖGNUM AFMÆLI KOSN-
INGARÉTTAR KVENNA KOMI BÓK MEÐ ÚRVALS-
LJÓÐUM ÍSLENSKRA KVENNA, OG LJÓÐIN ERU
VALIN AF SMEKKVÍSI.
Danny Katz og
skuggadrengur
Tvær nýjar bækur komu út í vikunni í gjafabókaröð
Forlagsins, Perlur Laxness og Perlur í ljóðum ís-
lenskra kvenna.
Bókin Perlur í skáldskap Laxness kom út fyrst
1998, en nú kemur út stytt útgáfa hennar í nýju
broti. Í bókinni eru ríflega 700 tilvitnanir sem skipt
er í á fimmta tug efnisflokka. Kristján Jóhann Jóns-
son, Símon Jón Jóhannsson og Valgerður Bene-
diktsdóttir tóku saman, en Sigríður Rögnvalds-
dóttir annaðist þessa útgáfu.
Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna komu út
1998 og voru endurprentaðar 1999. Nokkrum ljóðum sem
ort voru eftir 1998 var bætt við í safnið, Silja Aðalsteins-
dóttir valdi ljóð í safnið og ritar inngang að safninu, en einn-
ig er birtur í bókinni inngangur hennar að útgáfunni 1998.
Perlur Laxness og Perlur
í ljóðum íslenskra kvenna
BÓKSALA 27. MAÍ-2. JÚNÍ
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Blóð í snjónumJo Nesbø
2 HamingjuvegurLiza Marklund
3 Risaeðlur í ReykjavíkÆvar Þór Benediktsson
4 Handbók í lyflæknisfræðiAri Jóhannesson, Davíð O.Arnar,
Runólfur Pálsson, Sigurður Ólafsson
5 HilmaÓskar Guðmundsson
6 Gæfuspor - Gildin í lífinuGunnar Hersveinn
7 Iceland In a BagÝmsir höfundar
8 Skutlubók VillaVilhelm Anton Jónsson
9 Sagas Of The Icelanders
10 Ég á teppi í þúsund litumAnne B. Ragde
Kiljur
1 Blóð í snjónumJo Nesbø
2 HamingjuvegurLiza Marklund
3 HilmaÓskar Guðmundsson
4 Ég á teppi í þúsund litumAnne B. Ragde
5 Britt - Marie var hérFredrik Backman
6 Ekki snúa afturLee Child
7 Blátt blóðOddný Eir Ævarsdóttir
8 Gleymdu stúlkurnarSara Blædel
9 BiðlundNora Roberts
10 AfturganganJo Nesbø
Bjartur gefur út skáldsöguna
Skuggadrengur eftir sænska rithöf-
undinn Carl-Johan Vallgren. Bókin
hefst þar sem óþekkt kona rænir
litlum dreng á lestarstöð. Rúmum
þrjátíu árum síðar hverfur bróðir
drengsins á fullorðinsaldri. Eigin-
konan leitar aðstoðar hjá gömlum
skólabróður hans, Danny Katz, sem
er með vafasama fortíð.
Þórdís Gísladóttir þýddi.