Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 47
Ótal facebookhópar snúast um að selja og kaupa dót en svo eru til sérhæfðari hópar fyrir fólk sem á eitthvert dót til skiptanna og býð- ur það fram í stað pen- ings. Í einum slíkum hópi, Dót fyrir dóp, er að finna rúmlega 500 meðlimi og á hverjum degi detta inn auglýsingar þar sem fólk vill skipta á ótrúlegustu hlutum og fá í staðinn læknadóp, hass, amfetamín, kókaín eða eins og sumir segja; þeir vilja bara hvaða fíkniefni sem er. Með vinsælli varningi til að bjóða fram eru dýrar úlpur frá til dæmis 66°N og öðrum dýrari merkjum, þá eru fartölvur gjarnan til skiptanna og búnaður tengdur þeim, dýr úr, sjónvörp og alls kyns raftæki og jafnvel heilu bifreiðirnar. Aðrir hafa ódýrari hluti að bjóða, svo sem íþróttapeysur, tölvuleiki og heyrnartól, og svo eru það þeir sem bjóða fíkniefnin og segja að sig vanti hitt og þetta – einn í hópnum bauð til dæmis fram dóp í skiptum fyrir að fá einhvers staðar leigt húsnæði. Skipta á alls kyns dóti fyrir dóp Í LOKUÐUM HÓPI Á FACEBOOK SKIPTAST UM 500 MANNS Á ALLS KYNS DÓTI FYRIR DÓP. Á HVERJUM DEGI DETTA INN BEIÐNIR UM SLÍK SKIPTI – Á MINNI OG STÆRRI HLUTUM. „Við megum ekki gleyma því að stundum er talað um tölvuglæpi og ógn af þeim en í raun eru þetta allt sömu glæpirnir sem birtast okkur með nýjum leiðum,“ segir Þórir Ingvarsson rannsóknarlög- reglumaður um lokaða facebookhópa þar sem verslað er með eiturlyf. Hins vegar segir hann að það geti verið að með til- komu Facebook sé framboð á eiturlyfjum sýnilegra fleirum og að einhverju leyti gæti aðgangur ungs fólks verið með öðr- um hætti. „Líkt og með löglegan varning sem fer í sölu á netinu er óhjákvæmilegt að sá ólöglegi geri það líka. Það er töluvert mikið um þetta og við fáum margar ábendingar um slíka hópa. Stundum geng- ur vel að upplýsa málin en stundum gengur það erfiðlegar. Rannsóknir brota eru almennt í eðli sínu flókið ferli, tíma- frekar og mikil vinna, og á það bæði við um glæpi á netinu og annars staðar.“ Auglýsingar þar sem eiturlyf eru boðin til sölu eða fólk óskar eftir að fá að kaupa þau eru daglegt brauð á Facebook þar sem margar auglýsingar detta inn á hverjum degi. Jafnvel eru dæmi um að eiturlyfjasalar auglýsi „góða tekjumögu- leika“ fyrir þá sem vilji auðgast á því að selja fyrir þá. Ótal eitur- lyfjahópar SALA FÍKNIEFNA Á FACEBOOK ER NÝ BIRTING GÖTUSÖLU. MISVEL GENGUR AÐ UPPLÝSA FÍKNIEFNASÖLU Á SAMSKIPTAMIÐLINUM. 7.6. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.