Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.06.2015, Blaðsíða 46
Áður þekktist það að unglingar reyndu að fá sér eldri kunningja og vini til að fara í Ríkið fyrir sig á föstudögum og kaupa áfengi. Sumir biðu jafnvel fyrir utan Ríkið og báðu ókunnuga að skreppa inn í búð- ina gegn gjaldi. Hópar á Facebook svo sem Vinbudin hafa verið í skoðun hjá lögreglu þar sem fólk bæði óskar eftir víni eða auglýsir til sölu. Um 4.000 meðlimir eru í hópnum, flestallir undir aldri en þó eru dæmi um að fólk í partíum sem er orðið uppiskroppa með vínbirgðir auglýsi eftir heimsend- ingu á áfengi. Kaupa vín á Facebook UNGT FÓLK AUGLÝSIR EFTIR ÁFENGI Í LOKUÐUM HÓPUM. Úttekt 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.6. 2015 Þ að má ljóst vera eftir síðustu viku að hópeflið á sér stað á Facebook. Þar er reynslusögum af kynferðislegri misnotkun deilt í lokuðum 20.000 manna hópi, þar er undirskriftum safnað fyrir ým- is samfélagsmál, þar tekur fólk sig saman og skiptist á bollastellum og jafnvel stökum bitum í púsluspil. En um leið og það löglega fór á Facebook fór það ólöglega þangað líka. Þótt samfélagsmiðlarnir séu nokkrir til er enginn annar sem nýtur viðlíka vinsælda hérlendis og Facebook þar sem boðið er upp á lokaða hópa. En sumir hópar eru leynilegri en aðrir. Sumir eru lokaðir svo ekki er hægt að lesa þær umræður sem fara þar fram nema sækja um inngöngu, aðrir eru það sem kallast „leyni- legir“ og er ekki einu sinni hægt að fletta þeim upp. Í þá hópa geta núver- andi meðlimir einungis boðið og eina leiðin til að fá inngöngu er að fá ein- hvern sem fyrir er í hópnum til að bjóða þér í hann. Á Facebook er hægt að kaupa áfengi, eiturlyf, ólöglegt bílfar með ókunnugum og skiptast á ólöglegum varningi. Lögregan eyðir því meiri tíma en áður í að leysa brot í tölv- unni sem áður voru ekki sjáanleg nema úti á götum. AFP ÓLÖGLEG STARFSEMI VEÐUR UPPI Á VINSÆLASTA SAMFÉLAGSMIÐLI ÍSLANDS; FACEBOOK. VOPN ERU AUGLÝST ÞAR TIL SÖLU, UNGT FÓLK KAUPIR ÞAR ÁFENGI, EITURLYF GANGA KAUPUM OG SÖLUM OG BÍLSTJÓRAR SEM HAFA EKKI TIL ÞESS LEYFI KEYRA FÓLK BÆJARHLUTA Á MILLI GEGN GREIÐSLU. Á aðeins einni viku, 22.-28. maí, báðu um 440 manns, meirihlutinn ungt fólk, um far bæjarhluta á milli á höfuðborgarsvæðinu og lands- byggðinni á facebookhóp sem kall- ast Skutlarar. Auk þessara á fimmta hundrað auglýsinga eftir fari eru ótaldar auglýsingar frá skutlurum sem bjóða fram þjónustu sína að fyrra bragði en verðið er lægra en gengur og gerist með leigubílaakst- ur. Sé þessi vika dæmigerð eru um 30.000 beiðnir um skutl á ári á aðeins þessari síðu en fleiri síður í þessum dúr eru til og má þar nefna hópinn Drivera. Yfirleitt eru það ókunnugir sem þjónusta við- skiptavini og Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður hjá Lög- reglunni á Höfuðborgarsvæðinu segir fólk engan veginn gera sér grein fyrir því að það er að leggja sig í mikla hættu að þiggja far með ókunnugu fólki sem enginn veit skapaðan hlut um enda þum- alputtaregla að þiggja ekki far með einhverjum og einhverjum. Þess utan er samkvæmt lög- um refsivert að stunda leigu- akstur án tiltekinna leyfa. Bæði er það brot á umferðarlögum en getur svo líka talist til svartrar atvinnustarfsemi. Greitt fyrir bílfar með ókunnugum Á FACEBOOKHÓPUM SVO SEM SKUTLURUM OG DRIVERUM ER ÓSKAÐ EFTIR AKSTRI OG AKSTUR AUGLÝSTUR SEM HINIR OG ÞESSIR SJÁ UM AÐ SINNA. FÓLK ER YFIRLEITT AÐ KAUPA SÉR FAR MEÐ ÓKUNNUGUM BÍLSTJÓRUM SEM ERU EKKI ATVINNUBÍLSTJÓRAR. Lögleysa á Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.